Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 18
16
Páll Ásmundsson
BLÓÐSlUN Á LANDSPÍTALANUM 1968—1980
Hinn 15. ágúst 1968 var í fyrsta sinn gerð
blóðsíun (hemodialysis) hérlendis á Land-
spítalanum. Grein þessari er ætlað að gera
skil fyrstu 12 árum þeirrar meðferðar hér.
Á sama tímabili hafa nýru verið grædd í all-
marga íslenska blóðsíunarsjúklinga og verð-
ur nokkuð fjallað um þær aðgerðir.
INNGANGUR
Blóösíun: Blóðsíun á sér ekki langa sögu.
Hollendingurinn Kolff beitti henni fyrst með
árangri árið 1945.1 Var henni í fyrstu aðeins
ætlað að fleyta sjúklingum yfir bráða nýrna-
bilun. Þótt menn eygðu fljótt þann mögu-
leika að lengja líf sjúklinga með varanlega
nýrnabilun, voru í upphafi mörg ljón á veg-
inum. Eitt erfiðasta vandamálið var að við-
halda greiðum aðgangi að æðum sjúklinga,
því 'hratt blóðrennsli þarf um blóðsíuna. I
kringum 1960 var tekið að nota æðaskamm-
hlaup úr gerviefnum, svokölluð Scribner‘,3
shunt, sem enst geta lengi. Blóðsíun hefur
síðan verið beitt í sívaxandi mæli við krón-
iska nýrnabilun og hefur meðferðin tekið
miklum framförum með bættri tækni og
lækkandi meðferðarkostnaði.
Blóðsíun er í raun einföld. Undirstaða
hennar er hálfgegndræp (semipermeabel)
himna, oftast úr cuprophane, sem er efni ná-
skylt sellófani. Allar smærri sameindir kom-
ast í gegnum slíka himnu. 1 síu gervinýrans
rennur blóð það, sem hreinsa á, öðrum meg-
in himnunnar en vatnslausn hinum megin.
Organgsefni í blóðinu smjúga gegnum himn-
una undan þéttnihalla og berast burtu í
vatninu. Til þess að hindra oftap salta úr
blóðinu gegnum himnuna, er þeim bætt i
lausnina áður til að upphefja þéttnihallann.
Með framköllun mismikils (hydrostatisks)
þrýstihalla frá blóði til vatnslausnar má
stýra því, hve mikið vatn þrýstist gegnum
himnuna. Slíkt nefnist ultrafiltration og má
með því ná af sjúklingnum því vatni, er á
hann safnast milli meðferða.
Framfarir í síugerð hafa helst verið fólgn-
ar í minnkandi rúmmáli að óbreyttu himnu-
yfirborði og batnandi himnum. 1 nýjustu si-
um og slöngum, sem þeim fylgja, eru innan
við 200 ml blóðs. Slíkt auðveldar uppsetn-
ingu og hindrar blóðtap, þegar síun lýkur.
Tvær siugerðir hafa verið mest áberandi:
plötusíur og spólusíur, en báðar vinna eins
þótt ólíkar séu. Þá má nefna hárpípusíur og
,,aðsogssíui-“ (absorption filters), en í þeim
síðastnefndu er blóð látið flæða um aðsog-
andi efni (t.d. viðarkol), sem halda eftir úr-
gangsefnum og eiturefnum. Mætti hugsa sér
slíka síu sem framtíðarlausn. Gætu menn þá
gengið um með síuna og skipt um reglulega.
Vélabúnaði til blóðsíunar hefur fleygt
fram. Nýjustu blóðsíunarvélar eru fyrirferð-
arlitlar (mynd l),blanda sjálfar síunarlausn-
ina og vaka yfir mörgum þáttum blóðsíunar.
Hér sem víðar halda örtölvur (microproeess-
FIG 2. — The first macliine: Gambro AK-2.
FIG 1. — Ganibro AK-10, hemodialyser.
t
Frá lyflækningadeild Landspítalans.
Mynd 1.