Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 40
38
í 45.7 á 15 ára tímabilinu 1959—1974 og hjá
jafnaldra reykjandi stúlkum úr 9.8% í 46.5%.
Daglegar reykingar eru nú tíðari meðal
stúlkna en pilta 13 ára og eldri.9 19
Á tímabilinu 1910—1949 hundraðfölduðust
vindlingareykingar hér á landi og tveim,
Sale of cigarettes per head (1920-1959). Number
of cigarettes sold per head from tobacco mono-
poly. Probably 10% may be added for cigarettes
from other sources.
Fig. 1.
Fig. 2. — Frá Krdbbameinsfélagi íslands.
CIGARETTE SALES AND LUNG CANCER
1970 1975 1930 1935 1940 1945 1950 1955 1900 1905 1970 1975
-74 -79 -34 -39 -44 -49 -54 -59 -04 - 69 - 74 - 79
þrem áratugum síðar eykst tiðni lungna-
krabbameins hér verulega sbr. mynd 1 og 2°
og virðist um greinilega fylgni að ræða. Á
árabilinu 1960—1970 jókst verulega tóbaks-
innflutningur Áfengis- og tóbaksverslunar
rikisins og var magnaukningin um 100% á
ibúa.11 Tíðni vindlingareykinga er því löngu
orðin mikil á Islandi og hefur aukist um
15% á ári.10
Tafla 4 sýnir magn reykinga hjá 146
sjúklingum með þekkta vefjategund lungna-
krabba á árabilinu 1965—1974. Reykinga-
TABLE A
CARCINOHA OF THE LUNG IN ICELAND
RELATIONSHIP BETWEEN SMOKING AND HISTOLOGIC TYPES IN PER CENT;
1R6 pts. with kwown histilogy. 1965-197A,
EPIDERMOID SMALL CELL ADENOCARC. LARGE CELL
MEN WOMEN MEN WOMEN MEN WOMWN MEN WOMEN
20 cig/day 10 YEARS 11.1
- " " 10-20 " 3.0 2.9 5.5
MORE THAN 20 " 83.3 66.7 79.5 66.7 63.2 66.7 55.7 66.7
LESS THAN 20/day 2.9 5.5
" 10 YEARS
” 10-20 ’ 8.3 5.3 11.1
MORE THAN 20 " 6.7 33.3 8.8 25 11.1
PIPE HEAVY SMOKERS 3.5 5.9 10.5 16.7
C I G A R S
NEVER SMOKED 3.5 21 22.2 5.5 22.2
venjur voru því kunnar hjá 53.4% allra
sjúklinganna á þessu tímabili, en upplýsing-
ar eru einatt ófullkomnar eða engar hjá
þeim sjúklingum, sem ekki hafa verið vist-
aðir á sjúkrahúsum.
Það kemur í ljós að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sjúklinga er stórreykingafólk
(20 vindlingar á dag eða meira). Aðeins 3.5%
karla með flöguþekjukrabbamein höfðu aldr-
ei reykt, en sjúklingar með hina illræmdustu
tegund sjúkdómsins þ.e.a.s. smáfrumu-
krabbamein (small cell anaplastic eða oat
cell) höfðu allir reykt.
Magn reykinga er þó ekki einhlítt, t.d. er
tíðni lungnakrabbameins hvað hæst í Eng-
landi, Austurríki, Belgiu og Finnlandi, enda
þótt hver einstaklingur reyki mun minna
þar heldur en i Kanada, Bandaríkjunum og
Nýja Sjálandi.5 Vafalítið eru þvi mismun-
andi reykingavenjur þungar á metunum, en
ýmsir aðrir þættir koma að sjálfsögðu til,
jafnvel erfðaþættir (genetic factors) bæði
varðandi lungnakrabbamein almennt og hin-
ar ýmsu tegundir þess.