Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Side 56
54
áreiðanlegar niðurstöður fengust. Gæðaeftirlit
með mælingu Hb fólst einnig í því að mælt var
Hb í sömu sýnum með Coulter Counter model
S og með cyanmethemóglóbínaðferð í ljósmæli,
þegar ástæða þótti til. Marktækur munur kom
aldrei fram.
Blóöflögur (thrombocytar) voru taldar með
hálfsjálfvirku tæki, Thrombocounter-C (frá
Coulter Electronics Limited). Sömu sýni og
notuð voru fyrir almenna blóðrannsókn voru
skilin í Thrombofuge skilvindu (frá Coulter
Electronics Limited) og blóðflögurnar taldar í
blóðflöguríku plasma. Fjöldi blóðflaga er gef-
inn upp í lítra af heilblóði og Hct niðurstöður
úr almennri blóðrannsókn voru notaðar við að
reikna fjölda þeirra í heilblóði út frá fjöld-
anum í plasma. Að mestu leyti var farið eftir
leiðbeiningum framleiðanda um framkvæmd
talninga, hreinsun og stiilingu tækisins. Skipu-
legt gæðaeftirlit var ekki haft með talningu
blóðflaga.
Sökk (ESR) var mælt samkvæmt afbrigði af
aðferð Westergren.i Venublóð, með eða án
K9EDTA, var blandað með 0,13 M (3,8% w/v)
natrium citrát upplausn i hlutfallinu 4:1. Þessi
blanda var dregin upp í einnota sökkrör (frá
LIC Instruments AB) og sökkið lesið af með
1 mm nákvæmni eftir 60 mín. við stofuhita.
Sökkmæling var gerð innan 2ja klst. frá töku
sýnis sem geymt var við stofuhita uns mæling-
in fór fram. Ekkert gæðaeftirlit var haft með
sökkmælingum.
Deilitalning hvítra blóðkorna var gerð í smá-
sjá á handstroknum blóðstrokum, sem lituð
voru með May-Griinwald-Giemsa aðferð og
þaka (coverglass) sett á hvert strok. 100 hvít
blóðkorn voru deilitalin i x400 stækkun. Þegar
á þurfti að halda, var xlOOO stækkun beitt til
að greina smæstu dtriði. Hvitum blóðkornum
var skipt i 6 tegundir að viðteknum hætti:
basophil granulocyta, eosinophil granulocyta,
neutrophil granulocyta með staflaga kjarna
(neutrophil stafi), neutrophil granulocyta með
skiptum kjarna (neutrophil segment), lympho-
cyta og monocýta. Fylgt var reglum Mathy og
Koepke- um skiptingu neutrophil granulocyta
í stafi og segment. Til segmenta voru sam-
kvæmt því taldar þær frumur sem höfðu
kjarna sem skiptist í 2 eða fleiri deildir (lobi)
sem tengdust saman með þræði svo mjóum að
kjarnahimnan sitt hvorum megin virtist snert-
ast. Sæist aftur á móti kjarnaáferð (chromatin
structure) óslitið gegnum grennsta hluta
kjarnans var fruman flokkuð sem stafur.
Frumum með greinilega skaraðar deildir og
tvíræðum frumum var skipað i flokk með
segmentum. Ekki var haft skipulegt gæðaeftir-
lit með deilitalningu hvítra blóðkorna. Raun-
fjöldi (absolute number) undirtegunda hvitra
blóðkorna var fundinn samkvæmt formúlunni:
HBK x 10n/l x % tegundar x 1000/100 = raun-
fjöldi tegundar x 10«/I (= raunfjöldi tegund-
ar/pl).
Úrtakinu var skipt í 5 hópa.
Drengjum og stúlkum var skipað saman i
2—4, 5—-7 og 8—11 ára aldurshópa og full-
orðnum, (15 ára og eldri), I karlahóp og
kvennahóp.
Öll algengismörk í þessari könnun miðast
við 95% dreifingarinnar. Neðan við lægri
mörk eru 2,5% dreifingarinnar og 2,5% fyrir
ofan efri mörkin, nema í þeim tilvikum, þar
sem meir en 2,5% dreifingarinnar var 0
(sökk karla, basophil granulocytar, eosino-
phil granulocytar, neutrophil stafir og mono-
cytar). Þá eru neðri mörkin 0 og 5% dreif-
ingarinnar ofan við efri mörkin.
Algengismörk voru ákveðin með hlutfalls-
summu (cumulative percentage) aðferð.3
Dreifingarnar voru skráðar á til þess gerð
blöð með hornréttu hnitakerfi (normal prob-
ability paper). Annars vegar er líkinda-
kvarði fyrir hlutfallssummu dreifingarinnar
og hins vegar jafnskiptur kvarði fyrir rann-
sóknagildi. Blaðið er þannig hannað, að
Gaussian-(,,normal“)-dreifing myndar beina
línu, en aðrar dreifingar vikja frá beinni
línu. Mismunandi fraktíl (percentiles) dreif-
inganna má ráða af því, hvar fraktílásarnir
skera dreifingarlínuna. Þessi aðferð var val-
in í stað þess að miða við meðaltal ± 2
staðalfrávik, vegna þess að dreifingar
flestra niðurstaða í könnuninni reyndust of
skeifar (skewed), til að síðarnefnda aðferðin
gæfi réttar upplýsingar.
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður koma fram í töflu II og töflu
TTT-
Hvít blóðkorn (HBK) voru flest hjá
yngstu börnunum, en fækkaði með vaxandi
aldri, eins og búist var við. Ekki var mark-
tækur munur á fjölda HBK hjá körlum og
konum. 1 sumum könnunum hafa konur á
frjósemisaldri reynst hafa fleiri HBK en
karlar, en eftir tíðahvörf fellur HBK kvenna
niður fyrir f jölda hjá körlum.4 r> Meðal barna
fjölgaði rauðum blóðkornum (RBK) og Hb
og Hct jókst hægt með vaxandi aldri. Karlar
höfðu mun fleiri RBK og mun hærra Hb og
Hct en konur og var sá munur marktækur
fyrir RBK og Hb (p<0,01) en ekki fyrir
Hct (p>0,l). Þessi kynmunur á blóðhag
fullorðinna er alþekktur. MCV og MCH jókst
með vaxandi aldri frá yngsta aldurshópi
barna til fullorðinsaldurs og er það fyrir-
bæri vel þekkt. MCV reyndist aðeins meira