Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 86
84
MiSað við heildarfjölda mæðra á þessu
timabili er fjöldi mæðra í yngri flokkunum
lítill en árið 1979 voru 93% mæðra á landinu
undir 35 ára aldri. Hins vegar má benda á
að rúmlega 40% rannsóknanna hafa verið
gerðar á sýnum frá mæðrum yngri en 35
ára. Þetta hlutfall er mjög hátt þar sem
miðað er við 35 ára aldur þegar talað er um
„háan aldur“ mæðra sem áhættuþátt við
mongolisma (Trisomy 21).
Fjökli fæðinga
Tafla II sýnir fæðingatíðni (paritet) þess-
ara kvenna en til samanburðar er sýnd fæð-
ingatíðni mæðra á Islandi árið 1979.
Frumbyrjur 37.3%
Fætt 1 barn áður 30.9%
Fætt 2 börn áður 20.5%
Fætt 3 börn eða fleiri 11.3%
Ástungur eru að miklum hluta gerðar hjá
íkonum í eldri aldursflokkum, en þær hafa
að jafnaði fætt fleiri börn.
Fyrri fósturlát og fóstureyðingar
Við úrvinnsluna var könnuð tíðni fóstur-
láta og fqstureyðinga fyrir legvatnsrannsókn
þótt fyrri fósturlát hafi sjaldan verið ástæða
legvatnsprófs.
Tafla III sýnir svipaða dreifingu og er hjá
mæðrum almennt í landinu.
Ástæður fyrir Iegvatnsrannsókn
Tafla IV sýnir tilgreindar ástæður fyrir
legvatnsrannsókn. Heildarfjöldi ástæðna 547,
er hærri fjölda kvennanna, en það stafar af
því að í sumum tilfellum var um fleiri en
eina ástæðu að ræða.
Taflan sýnir að „hár“ aldur konu er al-
gengasta ástæðan, eða 58.7%. I 22.4% tilfella
var ástæðan sú, að konan hafði áður fætt
vanheilt barn. Litningagalli hjá öðruhvoru
foreldri eða í ætt þeirra var talin ástæða
12.8% tilfella.
Ótti móður við að fæða vanheilt barn var
ástæðan í 21 tilfelli, eða 4.2%, en þá var
stundum um að ræða konur sem starfs sins
vegna höfðu haft kynni af slikum börnum.
Undir „aðrar ástæður" flokkuðust 26 til-
felli, eða 5.2% og má þar nefna að meðganga
yar talin afbrigðileg, til dæmis aukið legvatn
TAFLA III. Fóstiirlát fyrir legvatnsi'annsókn
Fjöldi %
0 367 73.6
1 95 19.0
2 23 4.6
3 14 2.8
Alls 499 100.0
FóstureySing fyrir legvatnsrannsókn.
Fjöldi %
0 476 95.4
1 19 3.8
2 4 0.8
Alls 499 100.0
TAFLA IV. Ástœöur fyrir legvatnsrannsókn.
Fjöldi %
Aldur > 35 ára 293 58.7
Áður fætt barn með:
litningagalla 32 6.4
miötaugakerfisgalla 22 4.4
efnaskiptasjúkdóm 1 0.2
aðra vanskapnaði 42 8.4
vangefni 15 3.0
Litningagalli
hjá móður 5 1.0
hjá barnsföður 1 0.2
í ætt móður 38 7.6
1 ætt barnsföður 20 4.0
Vanskapnaður
í ætt foreldris 21 4.2
Vangefni
í ætt foreldris 10 2.0
Ótti móður 21 4.2
Aðrar ástæður 26 5.2
eða léttburi (dysmaturitas, „light for dates“)
og fleira.
Ekki má lita svo á að allar þessar „ástæð-
ur“ réttlæti það að legvatnsrannsókn sé gerð.
Gerður hefur verið listi um ábendingar
(indicationir) til legvatnsrannsókna, sjá sið-
ar.
Tíniasetning legástungu
Tafla V sýnir á hvaða tímabili meðgöng-
unnar ástungur voru gerðar og hve oft són-
arskoðun var samtímis viðhöfð.
Heppilegasti timi er talinn vera við 16
vikna meðgöngu. Þegar ástungur hófust hér-
lendis voru þær reyndar gerðar fyrr, eða í
12.—15. viku, en þá var ekki komin reynsla
eða hefð í þessum efnum. Reynslan hér og
erlendis hefur siðan leitt í ljós að sé sýni
tekið of snemma mistekst ræktun frekar,