Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 78
76
upp í fjóra plúsa eftir grófu mati meina-
tæknis. Þannig tákna fjórir plúsar þétt svið
af bakterium og mætti lýsa sem morandi,
en þrír plúsar tákna, að það eru auðir blett-
ir í sviðinu þar sem engar bakteriur eru.
Einn plús táknar 3—5 bakteriur í sviði og
tveir plúsar eru svo á milli eins og þriggja
plúsa.
Samanburður dýfuprófa og smásjárskoðunar.
Dýfuprófið, sem notað var til að kanna
magn hvítra blóðkorna í þvaginu, hefur
hlotið markaðsnafnið Cytur-Test, (Chem-
strip í Bandaríkjunum og Kanada) og er
framleitt af Boehringer-Mannheim GmbH,
Vestur-Þýskalandi. Prófið byggist á sér-
hæfri esterasavirkni hvítra blóðkorna (sjá 1.
mynd).
Substratið er indoxyl-carbonyl ester en
frígjört indoxyl myndar síðan indigo blám-
ann fyrir tilstilli súrefnis í lofti. 15 mín.
þurfa að líða áður en próf úrskurðast nei-
kvætt en sterk jákvæð próf sýna lit á fyrstu
sekúndum. „Double blind“ aðferð var notuð
til að bera saman Cytur-Test og smásjár-
skoðun hvítra blóðkorna. Samanburður dýfu-
prófa annars vegar og smásjárskoðunar hins
vegar fyrir próteini og hvítum blóðkornum
var byggður á niðurstöðum frá maí 1977 og
þvi ekki „double blind“ könnun. Smásjár-
skoðun fyrir hvitum og rauðum blóðkornum
var talin jákvæð, ef meira en 7 blóðkorn
fundust i stækkunarsviði (x 400) sbr. hér á
eftir.
Við staðtölulegan (statistical) samanburð
prófa var notuð aðferð, sem lýst er af
Armitage11 fyrir pöruð (paired) tilfelli.
NIÐURSTÖÐUR
Fjöldi sýna og ýmsar niöurstööur eftir
deildum.
I töflu I er fjöldi sýna brotinn niður eftir
deildum og tíðni endurtekninga nokkurra
deilda sýnd. Alls voru 879 þvagsýni skoðuð í
maí 1977. Tíðni jákvæðra sýna er einnig
sýnd fyrir þrjár deildir. Tafla II sýnir hlut-
fall dýfuprófa og smásjárskoðunar meðal
hinna jákvæðu svara. I töflu III er sýndur
hlutfalislegur fjöldi þeirra sýna, sem höfðu
meira eða minna flöguepithel. 1 töflu III er
einnig sýndur f jöldi þeirra sýna, sem jákvæð
voru fyrir glucosa. Barnadeild og lyflæknis-
deild B skera sig þar úr.
ESTERASI
Mynd 1.
TAFLA I. Þvagsýni í maí 1977.
Fjöldi Sýni/ JákvæÖ
Deild sýna sjúkl. sýni
Barnad. A + B 142 1,56
Barnad. C 104 1,53
Barnad. F 12
Barnad. samtals 258 74(28,7%)
Göng-udeild 143
Lyflæknisd. A 44 1,33
Lyflæknisd. B 65
Lyflæknisd. C 57
Lyflæknisd. D 65 1,23
Lyflæknisd. samt. 231 110(47,6%)
Handlæknisd. A 45 1,07
Handlæknisd. B 28
Handlæknisd. C 41 1,24
Handlæknisd. D 28
Handl.d. samt.. 142 49(34,5%)
Taugadeild 34
Aðrar deildir 71
Þvagsýni samtals 879
TAFLA II. HundraÖstala (%) jákvœöra prófa
á 3 deildum eftir aÖfei'Ö (dýfupróf eöa smásjá).
Deild Dijfupróf eingöngu Dýfupróf og smásjá Eingöngu smásjá Samt.
Barnadeild 9,92 7,35 11,4 28,7
Lyflæknisd. 15,2 19,9 12,- 47,6
Handlæknisd. 6,34 14,1 14,1 35,5
Meðaltöl 10,48 13,78 12,70 37,26
TAFLA III. Flöguepithel.
Flögu- Flögu- Hlutfall
epithel epithel konur/ Sykur
% allir % allir allir jákv.
Lyfl.d. A 23 40 25/44 1
Lyfl.d. B 25 46 35/65 13(3)*
Lyfl.d. C 21 52 23/57 1
Lyfl.d. D 23 47 32/65 5
Handl.d. A 24 39 28/45 2
Handl.d. B 36 63 16/28 1
Handl.d. C 22 39 23/41 0
Handl.d. D 14 39 10/28 2
Göngudeild 37 48 111/143 1
Barnadeild 9 39 /104 20(13)*
* endurteknar mælingar á sama einstaklingi.