Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 87
85 auk þess sem sýnistaka er erfiðari þar sem legvatn er minna en síðar verður. Þegar sýni var tekið eftir 17 vikur, var ástæðan yfirleitt sú að konan kom seint til læknis eða ástungu var frestað af tæknileg- um ástæðum, til dæmis ef legvatn reyndist litið eða fylgja var óheppilega staðsett. Aðeins 19 ástungur voru gerðar án hjálpar sónartækis og voru þær nær allar gerðar áður en sónartæki var komið í full not á deildinni. Framkvæmd ástiingn Ástunga gekk vel í fyrstu tilraun í 454 til- fellum eða í 91% tilfella. Ástunga var erfið, það er stinga þurfti oftar en einu sinni í sama skiptið áður en sýni fékkst, í 16 tilfellum. Ástunga mistókst i fyrsta skipti í 22 til- fellum (4.4%) en nær helmingur þeirra til- fella var fyrir tírna sónarskoðana. I þessum tilfellum var ástunga endurtekin 1—2 vik- um síðar. Ástunga var endurtekin í 39 tilvik- um (7.8%), en þar með talin eru þau tilfelli þegar úrvinnsla sýnisins mistókst eða niður- stöður gáfu tilefni til endurtekningar. Upplýsingar um það hversu vel ástungan gekk, vantar í 7 tilfellum. Útlit legvatns Upplýsingar um útlit legvatns liggja fyrir i 504 tilfellum. Við ástungu þarf oft að fara i gegnum fylgjuna og er legvatninu þá hætt við blóð- mengun frá móður eða fóstri. I slíkum til- fellum er oftast unnt að nýta sýni með því að blanda það heparini til að forða storknun. Slík blóðmengun getur þó torveldað úr- vinnslu, til dæmis veldur fósturblóðsblöndun hækkun á AFP og í þeim tilvikum þarf að endurtaka ástungu. Legvatnssýni var tært í 425 tilfellum eða 84% tilfella. Það var blóðlitað í fyrstu, en siðan tært, í 31 tilfelli (6.2%), blóðlitað í 42 tilfellum (8.4%) og brúnleitt í 6 tilfellum (1.2%). Eftirköst ástungu Þar sem hér er um fyrirbyggjandi lækn- ingarannsókn að ræða, er nauðsynlegt að tiðni aukaverkana sé lág. Þar sem könnun þessi byggir einungis á sjúkraskýrslum kvennanna, en ekki sérstök- TAFLA V. Meögöngulengd viö ástungu. Fjöldi 12—15 vikur 18 15—17 — 333 >17 - 148 Alls 499 með sónar 480 án sónar 19 Alls 499 TAFLA VI. Útlit legvatns viö dstungu. Fjöldi % Blóðlitað fyrst, síðan tært 425 84.3 Tært 31 6.2 Blóðugt. 42 8.3 Brúnleitt 6 1.2 All 504 100.0 um viðtölum við þær, reyndist ekki unnt að fá óyggjandi upplýsingar um minni háttar eftirköst og aukaverkanir eftir legástungu. Af þeim upplýsingum, sem þó liggja fyrir, má ætla að þær hafi verið næsta fátiðar. 1 þessum flokki eru t.d. samdráttarverkir, minni háttar vaginal blæðingar og legvatns- leki. Einu meiri háttar eftirköstin, sem vart varð við, voru fósturlát (sjá lýsingar 1—9). 1 9 tilvikum urðu fósturlát eftir legástungu. 1 tveimur tilfellum (# 499 og # 365) var fóstr- ið sennilega þegar dáið við ástunguna, en AFP mældist þá mjög hátt eins og oftast við fósturdauða. I þriðja tilfellinu (#218) var um að ræða blóðflokkamisræmi milli móður og fósturs með hækkun mótefna i legvatni. Fósturdauði var staðfestur 9 vikum eftir ástungu og talinn stafa af Rh-sensitiser- ingu. 1 fjórða tilfellinu (# 114) hafði konan haft blæðingar á meðgöngu áður en ástung- an var gerð. Sónarskoðun 2 vikum eftir á- stungu sýndi lifandi fóstur og talið er að fósturdauði, sem fannst 6 vikum eftir á- stungu, hafi ekki orsakast af henni. Þau tilfelli af fósturláti eftir legástungu, sem enn eru ótalin, eru sennilega afleiðingar ástungunnar eða ástungan getur hafa átt ein- hvern þátt í þeim. Þetta samsvarar um 1% hættu á fósturláti eftir ástungu og er sam- bærilegt við þær tölur sem gefnar eru upp annars staðar.10 Þetta sýnir að legástunga á þessum tíma meðgöngunnar er ekki áhættu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.