Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 38
36
Hjalti Þórarinsson, prófessor
KRABBAMEIN I LUNGUM Á ISLANDI 1931—1974.
Árangur skurðaðgerða 1955—1974
INNGANGUR
Skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins
(Carcinoma bronchiogenis) hófust hér á
landi eftir að brjóstholsaðgerðir voru teknar
upp á Landspítalanum árið 1955. Á þeim
tíma var krabbamein í lungum fátíður sjúk-
dómur hér á landi, en tíðni sjúkdómsins var
þá þegar í verulegri aukningu í ýmsum lönd-
um, einkum þó Bretlandi og Bandaríkjum
Norður Ameriku. Krabbameinsskráning á
vegum Krabbameinsfélags Islands hófst
1955 og hefur verið stuðst við gögn þeirrar
stofnunar. Markmið þessarar greinar er að
kynna rannsóknir á tíðni og hegðun sjúk-
dómsins hér á landi og árangur þeirra skurð-
aðgerða er framkvæmdar hafa verið gegn
honum.
RANNSÓKNIR OG EFNIVIÐUR
Á árabilinu 1931—1974 voru skráðir 464
sjúklingar með frumæxli í lungum á íslandi,
þar af aðeins 34 á árabilinu 1931—1954. Eftir
það verður veruleg aukning á tíðni sjúk-
dómsins og eru skráðir 156 sjúklingar á ára-
TABLE I.
CARCINOMA OF THE LUNG IN ICELAND
ALL CASES 1931 - 1974
MEN W0MEN TOTAL SEX RATIO
1931-1954 25 9 34 2.8 : 1
1955-1964 106 50 156 2.1 : 1
1965-1974 166 108 274 1.5 : 1
TOTAL 297 167 464 1.8 : 1
Allmargir þessara sjúklinga hafa vistast á öðr-
um sjúkrahúsum og nokkrar aðgerðir voru
framkvæmdar á Borgarspítalanum. Yfirlækn-
um viðkomandi sjúkrahúsa eða deilda þakka ég
greiðan aðgang að sjúkraskrám og öðrum upp-
lýsingum, starfsfólki krabbameinsskráningar
þakka ég aðstoð og aðgang að gögnum.
tugnum 1955—1964, en 274 árin 1965—1974,
sbr. töflu 1.
Á því tuttugu ára tímabili, sem skurðað-
gerðir spanna, er þvi um að ræða 430 sjúk-
linga, sem gerð verða skil í þessari grein og
fjallað um afdrif þeirra. Athugaðar hafa
verið sjúkraskrár allra þessara sjúklinga og
krufningsskýrslur þeirra, sem eru dánir.
Kannaðar voru reykingavenjur sjúklinganna
með tilliti til þess, hvort fylgni væri milli
aukinnar eða mikillar tóbaksneyslu og vax-
andi tiðni sjúkdómsins. Nokkuð verður fjall-
að um einkenni sjúkdómsins, lítillega drepið
á sögu lungnaskurðaðgerða vegna krabba-
meins og skýrt frá skammtíma- og langtíma
árangri þeirra aðgerða er framkvæmdar
hafa verið á Islandi. Þá verður fjallað um
vefjafræðilega flokkun æxlanna hér á landi,
sem hefur verið endurskoðuð og endurmetin
af sama sjúkdómafræðingi (J.H.).
NIÐURSTAÐA
Krabbamein í lungum var mjög sjaldgæf-
ur sjúkdómur um síðustu aldamót og hvergi
algengara en 2—4% illkynjaðra æxla.1 Enda
þótt tiðnin hafi aukist verulega hér á landi
þá er þó um mun meiri aukningu að ræða í
ýmsum öðrum löndum. Töflur 2 og 3 sýna
tíðnina eftir aldursflokkum hjá báðum kynj-
um. Samkvæmt krabbameinsskráningu
Krabbameinsfélags Islands 19712 var lungna-
krabbamein þriðja algengasta illkynja æxlið
hjá körlum (6.7%), en níunda algengasta
meðal kvenna (3.8%).
1 grein Ochsners et al3 kemur fram að
tiðni þessa sjúkdóms í Massachusettsfylki
jókst úr 3.08 per 100.000 íbúa árið 1930 í 42.16
á árinu 1955.
Frá 1931—1950 var aukning lungnakrabba-
meins í New York fylki 385% hjá körlum
og 68% meðal kvenna. Á sama tima fjölgaði
öðrum krabbameinum þar aðeins um 2% hjá
körlum, en fækkaði um 15% hjá konum. í