Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 17 læknir, segir Vilmundur Jónsson. Hann var mað- ur, sem var vel á sig kominn líkamlega og and- lega, stundaði sund hér í sundlauginni, sem þá var nokkuð köld, enda lítið hituð. Hann hljóp stund- um upp Eyrarlandsveginn úr miðbænum og sagði að þá færu innyflin á dans. Hann var og kunnur fyrir ritstörf sín, skrifaði bækur heilsufræðilegs efnis, bók um áhrif áfengis á líkamann, hjúkrun sjúkra, hjúkrunarfræði og lækningabók, almenna heilsufræði, um varnir gegn slysum, sérstaklega á sjó, og fleiri bækur auk fjölda greina í blöð og tímarit. Hann sá og um útgáfur bóka frá hendi föður síns, æviminningar hans Sögukaflar afsjálf- um mér, 1922 og Bréf 1935. Steingrímur lét af störfum hér 1936. Helgi Skúlason lifði frá 1892-1983, var hér starfandi augnlæknir í rétt 40 ár, frá 1927-1967. Hann var frá Odda á Rangárvöllum, sonarsonur séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, þess sem nafnkunnur var fyrir ritun sína á þjóðsögum. Helgi var vandvirkur og nákvæmur augnlæknir, fær í sinni sérgrein miðað við tíma sinn og aðstæður. Hann var víðþekktur minnis- garpur, kunni utanbókar öll bréf Hórasar á latínu 25 árum eftir stúdentspróf. Var heiðursfélagi í Læknafélagi Akureyrar. Sonur hans er dr. Sig- urður Helgason, prófessor í stærðfræði við hina virtu stofnun Massachusetts Institute of Techno- logy, heimskunnur vísindamaður í fræðigrein sinni, sannaði á sínum tíma þá formúlu í stærð- fræði, sem liggur til grundvallar CT-skanni, það er tölvusneiðmyndatöku. Jón Steffensen lifði frá 1905-1991, var sonur Valdemars, læknis hér. Hann var praktiserandi læknir hér frá október 1933 til maí 1935. Hann var prófessor í lífeðlisfræði 1937-1957 og í líffærafræði 1937-1972 og var sem slíkur meðal annars skjöld- ur og hlíf lækna gegn offjölgun íslenskra lækna með því að hann gaf læknanemum falleinkunn fyrir laklega frammistöðu á prófum í þeirri náms- grein. Þótti strangur en réttlátur í prófum sínum. Hann hafði mikinn áhuga á sögu læknisfræðinnar, mannfræði og fornminjum og var virtur vísinda- maður í þeim greinum. Birti fjölda greina um þau efni í íslenskum og erlendum tímaritum. Hann var heiðursfélagi í Læknafélagi Akureyrar frá 2. janúar 1978. Valdemar Steffensen lifði frá 1878-1946, var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu hér 1908-1916, síð- an praktiserandi læknir í bænum til 1942 er hann lét af störfum sökum heilsubrests og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann dvaldi til dauðadags. Hann var ættaður frá Hóli í Reykjavík, náskyldur Símoni Þórðarsyni, lögfræðingi og góðum söng- manni og Guðrúnu A. Símonar söngkonu, dóttur hans. Valdemar var og ágætur söngmaður en inn- an læknisfræðinnar beindist áhugi hans einkum að háls-, nef- og eyrnalækningum og gerði hann nokkuð af tonsillotomium og tonsillectomium, sem var í tísku á læknisárum hans hér. Hann var óvanalega dáður læknir af sjúklingum sínum. Pétur Jónsson lifði frá 1900-1968, var praktiser- andi læknir hér í bænum frá 1928 til dauðadags og var fær læknir sem slíkur. Hann var maður léttur í lund, glaðvær, bjartsýnn, vinsæll af sjúklingum sínum og vel látinn. Gerði nokkuð af tonsill- ectomium. Árni Guðmundsson lifði frá 1899-1971, var að- stoðar- og röntgenlæknir á sjúkrahúsinu hér og jafnframt praktiserandi læknir í hlutastarfi hér í bænum á árunum 1933-1954. Hann var maður hæglátur, jafnlyndur og reglusamur. Árið 1954 fékk hann stöðu við röntgendeild Landspítalans og fluttist það ár til Reykjavíkur. Jón Geirsson, vígslubiskups Sæmundssonar lifði frá 1905-1950, var praktiserandi læknir hér í bænum frá 1934 til dauðadags. Hann var maður mjög ljúfur í framkomu, kurteis og ástsæll af sjúklingum sínum. Vel hagmæltur var hann og sýnt um að yrkja gamanbragi til flutnings í lækna- hófum. Friðjón Jensson var ekki viðstaddur stofnfund félagsins. Hann Iifði frá 1868-1956, var Dalamað- ur að uppruna og uppvexti, var fyrst læknir í Mýrasýslu í fimm ár, svo á Eskifirði í 14 ár, síðan praktiserandi læknir á Akureyri 1913-1930 en eftir það fékkst hann einvörðungu við tannlækningar. Hafði sótt námskeið í tannlækningum í Kaup- mannahöfn 1921-1922. Friðjón Jensson var maður fríður sýnum á yngri árum og um hann var þessi kunna og um tíma nokkuð slitna vísa kveðin: Ég vildi ég vœri vasaklútur vel merktur með F og J eða fríður flöskustútur Friðjóns lœknis varagoð. Þá er ótalinn á svæðinu níundi og síðasti læknir- inn, sem kom ekki á stofnfundinn. Var það Jónas Rafnar, yfirlæknir á Kristneshæli. Hann lifði frá 1887-1972, var praktiserandi læknir á Eyrarbakka 1918- 1919, síðan praktiserandi læknir á Akureyri 1919- 1927 uns hann varð yfirlæknir á Kristneshæli við stofnun þess 1. nóvember 1927-1955. Hafði áður starfað á berklahælum í Danmörku. Jónas Rafnar var góður og fjölhæfur læknir, jafnlyndur maður og hafði með persónuleika sínum róandi áhrif á sjúklinga, sem ekki var vanþörf á þegar sá ógnvaldur sem berklaveikin var þá, geisaði hér lítt viðráðanleg að því er tók til hinna þungu til- fella. Svo sagði Þóroddur Jónasson, læknir, að úr

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.