Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 17 læknir, segir Vilmundur Jónsson. Hann var mað- ur, sem var vel á sig kominn líkamlega og and- lega, stundaði sund hér í sundlauginni, sem þá var nokkuð köld, enda lítið hituð. Hann hljóp stund- um upp Eyrarlandsveginn úr miðbænum og sagði að þá færu innyflin á dans. Hann var og kunnur fyrir ritstörf sín, skrifaði bækur heilsufræðilegs efnis, bók um áhrif áfengis á líkamann, hjúkrun sjúkra, hjúkrunarfræði og lækningabók, almenna heilsufræði, um varnir gegn slysum, sérstaklega á sjó, og fleiri bækur auk fjölda greina í blöð og tímarit. Hann sá og um útgáfur bóka frá hendi föður síns, æviminningar hans Sögukaflar afsjálf- um mér, 1922 og Bréf 1935. Steingrímur lét af störfum hér 1936. Helgi Skúlason lifði frá 1892-1983, var hér starfandi augnlæknir í rétt 40 ár, frá 1927-1967. Hann var frá Odda á Rangárvöllum, sonarsonur séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, þess sem nafnkunnur var fyrir ritun sína á þjóðsögum. Helgi var vandvirkur og nákvæmur augnlæknir, fær í sinni sérgrein miðað við tíma sinn og aðstæður. Hann var víðþekktur minnis- garpur, kunni utanbókar öll bréf Hórasar á latínu 25 árum eftir stúdentspróf. Var heiðursfélagi í Læknafélagi Akureyrar. Sonur hans er dr. Sig- urður Helgason, prófessor í stærðfræði við hina virtu stofnun Massachusetts Institute of Techno- logy, heimskunnur vísindamaður í fræðigrein sinni, sannaði á sínum tíma þá formúlu í stærð- fræði, sem liggur til grundvallar CT-skanni, það er tölvusneiðmyndatöku. Jón Steffensen lifði frá 1905-1991, var sonur Valdemars, læknis hér. Hann var praktiserandi læknir hér frá október 1933 til maí 1935. Hann var prófessor í lífeðlisfræði 1937-1957 og í líffærafræði 1937-1972 og var sem slíkur meðal annars skjöld- ur og hlíf lækna gegn offjölgun íslenskra lækna með því að hann gaf læknanemum falleinkunn fyrir laklega frammistöðu á prófum í þeirri náms- grein. Þótti strangur en réttlátur í prófum sínum. Hann hafði mikinn áhuga á sögu læknisfræðinnar, mannfræði og fornminjum og var virtur vísinda- maður í þeim greinum. Birti fjölda greina um þau efni í íslenskum og erlendum tímaritum. Hann var heiðursfélagi í Læknafélagi Akureyrar frá 2. janúar 1978. Valdemar Steffensen lifði frá 1878-1946, var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu hér 1908-1916, síð- an praktiserandi læknir í bænum til 1942 er hann lét af störfum sökum heilsubrests og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann dvaldi til dauðadags. Hann var ættaður frá Hóli í Reykjavík, náskyldur Símoni Þórðarsyni, lögfræðingi og góðum söng- manni og Guðrúnu A. Símonar söngkonu, dóttur hans. Valdemar var og ágætur söngmaður en inn- an læknisfræðinnar beindist áhugi hans einkum að háls-, nef- og eyrnalækningum og gerði hann nokkuð af tonsillotomium og tonsillectomium, sem var í tísku á læknisárum hans hér. Hann var óvanalega dáður læknir af sjúklingum sínum. Pétur Jónsson lifði frá 1900-1968, var praktiser- andi læknir hér í bænum frá 1928 til dauðadags og var fær læknir sem slíkur. Hann var maður léttur í lund, glaðvær, bjartsýnn, vinsæll af sjúklingum sínum og vel látinn. Gerði nokkuð af tonsill- ectomium. Árni Guðmundsson lifði frá 1899-1971, var að- stoðar- og röntgenlæknir á sjúkrahúsinu hér og jafnframt praktiserandi læknir í hlutastarfi hér í bænum á árunum 1933-1954. Hann var maður hæglátur, jafnlyndur og reglusamur. Árið 1954 fékk hann stöðu við röntgendeild Landspítalans og fluttist það ár til Reykjavíkur. Jón Geirsson, vígslubiskups Sæmundssonar lifði frá 1905-1950, var praktiserandi læknir hér í bænum frá 1934 til dauðadags. Hann var maður mjög ljúfur í framkomu, kurteis og ástsæll af sjúklingum sínum. Vel hagmæltur var hann og sýnt um að yrkja gamanbragi til flutnings í lækna- hófum. Friðjón Jensson var ekki viðstaddur stofnfund félagsins. Hann Iifði frá 1868-1956, var Dalamað- ur að uppruna og uppvexti, var fyrst læknir í Mýrasýslu í fimm ár, svo á Eskifirði í 14 ár, síðan praktiserandi læknir á Akureyri 1913-1930 en eftir það fékkst hann einvörðungu við tannlækningar. Hafði sótt námskeið í tannlækningum í Kaup- mannahöfn 1921-1922. Friðjón Jensson var maður fríður sýnum á yngri árum og um hann var þessi kunna og um tíma nokkuð slitna vísa kveðin: Ég vildi ég vœri vasaklútur vel merktur með F og J eða fríður flöskustútur Friðjóns lœknis varagoð. Þá er ótalinn á svæðinu níundi og síðasti læknir- inn, sem kom ekki á stofnfundinn. Var það Jónas Rafnar, yfirlæknir á Kristneshæli. Hann lifði frá 1887-1972, var praktiserandi læknir á Eyrarbakka 1918- 1919, síðan praktiserandi læknir á Akureyri 1919- 1927 uns hann varð yfirlæknir á Kristneshæli við stofnun þess 1. nóvember 1927-1955. Hafði áður starfað á berklahælum í Danmörku. Jónas Rafnar var góður og fjölhæfur læknir, jafnlyndur maður og hafði með persónuleika sínum róandi áhrif á sjúklinga, sem ekki var vanþörf á þegar sá ógnvaldur sem berklaveikin var þá, geisaði hér lítt viðráðanleg að því er tók til hinna þungu til- fella. Svo sagði Þóroddur Jónasson, læknir, að úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.