Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 9
ÞEGAR KVIKMYNDIN KOMST A LEGG ♦ ♦ Aðstæður islenskrar kvikmyndagerðarfyrir 1978 ♦ ♦ Islendingar fóru fyrst að taka kvikmyndir í upphafi 20. aldar4, en það verður seint sagt að hér hafi verið um auðugan garð að gresja í þeim efnum ffamundir 8. áratuginn. Erlendur Sveinsson lýsti þessum tíma sem löngum formála „hinnar raunverulegu kvikmyndasögu“.5 Ekki er fullljóst hvenær hugtakið vor var fyrst notað til að lýsa gróskunni í íslenskri kvikmyndagerð en hugsanlega er það í háfleygri grein Ólafs M. Jóhannessonar um myndina Land og synir, sem birtist í Morgunblaðinu árið 1980: „Og nú er komið vor á íslandi, hvorki meira né minna en ný listgrein er að fæðast á íslandi."6 Það er því ljóst að árið 1980 var sú tilfinning farin að skila sér til íslenskra kvikmyndaáhorfenda að nýir tímar væru í vændum. Framfarir í íslenskri kvikmyndagerð má rekja til tilkomu Sjónvarpsins árið 1966, en þar öðluðust ýmsir kvikmyndagerðarmenn sína fýrstu reynslu í „bransanum“.7 Fljótlega hófst Sjónvarpið handa við gerð sjónvarpsleikrita þar sem unnið var eftir heldur frumstæðum skilyrðum og taka þurfti verkin upp í heild sinni í einni töku. I byijun 8. áratugarins var byrjað að taka upp leikrit utan myndvers. Nokkuð var um gerð heimildarmynda en þeir sem létu helst að sér kveða í sjálfstæðri kvikmyndagerð voru Þorgeir Þorgeirson og Reynir Oddsson. Vísir að stétt kvikmyndagerðarmanna tók að myndast um miðjan 8. áratuginn þegar hópur fólks sem hafði farið utan til þess að læra kvikmyndagerð snéri aftur heim og má þar helsta nefna Ágúst Guðmundsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þorstein Jónsson og Þráin Bertelsson.8 Sumir hinna faglærðu hófu störf hjá Sjónvarpinu. Það eitt að hópur fólks hafi verið tilbúinn að halda í fjár- og tímafrek nám erlendis með það að markrmði að geta starfað við fagið hérlendis, speglar vissulega þann uppgang sem var að gera vart við sig í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Um hríð höfðu kvikmyndagerðarmenn, sem og áhugamenn um kvikmyndir, þrýst á stjórnvöld að kvikmyndin nyti sömu viðurkenningar og aðrar listir og sambærilegra styrkveitinga. I þeim efnum náðist árangur árið 1972 þegar Menningarsjóður hóf að veita styrki í litlum mæli til kvikmyndagerðarmanna. Sá styrkur svaraði þó ekki til nema um það bil tíunda hluta af kostnaði við gerð heimildarmyndar.9 Þegar aðsóknartölur kvikmyndahúsa á tímabilinu eru kannaðar kemur í ljós að bíóáhugi landsmanna var mikill; á árunum 1976-1980 var fjöldi íslendinga 220.918 - 229.187.10 Á sama timabili fóru 2.382.200 íslendingar í bíó á ári hveiju.11 Hér var því fijór jarðvegur fýrir bíómenningu sem stjórnvöld lögðu litla rækt við. Árið 1978 dregur til tíðinda. Fyrst skal nefna að þá er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur haldin í fýrsta skipti, en hún var haldin á vegum Listahátíðar þar sem mönnum fannst árið áður að „kvikmyndinni væri ekki sýndur sá sómi sem skyldi af ráðamönnum í listalífi né á öðrum vettvangi“.12 Auk þess lá fýrir vilyrði Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráðherra, þess efnis að fljótlega yrði stofnun sérstaks kvikmyndasjóðs leidd í lög.13 Það er þó ljóst af orðum blaðamanns Morgunblaðsins 1 tilefni setningar hátíðarinnar að slíkum loforðum var tekið með fýrirvara: „Og flestir töluðu jú fjálglega um lítið sem ekki neitt rétt eins og venja er undir kringumstæðum sem þessum. Menntamálaráðherra lofaði jú (eða svona allt að því) auknum ríkisstyrk til handa kvikmyndagerðannönnum."14 Kvikmyndahátíðin stóð yfir í tíu daga en alls sáu rúmlega tuttugu þúsund manns þær þijátíu myndir sem sýndar voru, þar af átta íslenskar. Efnt var til keppni milli íslensku myndanna og í dómnefnd sat meðal annars þýski leikstjórinn Wim Wenders en hann reyndist hvalreki á fjörur íslenskra kvikmyndagerðarmanna. I orðsendingu frá honum sem birtist í dagblöðum hérlendis, hvatti hann íslensk stjórnvöld og alla þá sem ítök höfðu, að íhuga alla möguleika til samvinnu milli sjónvarps, innlendrar kvikmyndagerðar og aðstoðar ríkisins. Ennfremur tók hann fram að „jafnvel í Þýzkalandi er það hið sameinaða átak sem hefur gert tilveru og vöxt hinnar nýju þýzku kvikmyndagerðar mögulega."15 Kvikmyndahátíðin 1978 er ekki aðeins merkileg að því leyti að hún var sú fýrsta sinnar tegundar á Islandi, heldur einnig fýrir það að á henni sást berlega að mikill áhugi var fýrir listrænni kvikmyndagerð hérlendis. Aukinheldur má nefna að á hátíðinni voru þremur ungum kvikmyndagerðarmönnum veitt verðlaun, en þeir áttu það allir sameiginlegt að vera af nýrri kynslóð menntaðra kvikmyndagerðarmanna, og allir gerðu þeir kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa fengið framlag frá Kvikmyndasjóði á næstu árum. Ágústi Guðmundssyni var á hátíðinni úthlutaður styrkur úr Menningarsjóði, sem veittur var í síðasta sinn við þetta tilefni, fýrir handrit sitt að stuttmyndinni Lítilli þúfu (hún vann til fýrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni árið eftir).16 Annað sætið í keppninni hreppti Hrafn Gunnlaugsson fýrir mynd sína, Lilju, byggða á samnefndri smásögu Halldórs Laxness. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jónsson fýrir heimildarmyndina Bónda. Tilkoma Ágústs, Hrafns og Þorsteins ber þess vitni að líf var að færast í kvikmyndageirann íslenska en það var þó veikburða enn, til dæmis nefndi Wim Wenders það í áðurnefndri orðsendingu sinni að sér þætti aðeins þijár af íslensku myndunum átta boðlegar.17 Það verður þó ekki ffamhjá því horft að tilkoma fólks eins og verðlaunahafanna þriggja var boðberi nýrra tíma; ekki var langt um liðið síðan menn sem fóru til útlanda til að læra kvikmyndagerð þóttu „ekki hafa nægilega trausta jarðtengingu“.18 Nú voru aðrir tímar og kvikmyndalistinni óx ásmegin; aðeins átti eftir að reka smiðshöggið á þróunina, það er að segja að hefja reglulega framleiðslu á kvikmyndum. ♦ ♦ Stofnun Kvikmyndasjóðs íslands ♦ ♦ Þótt Kvikmyndasjóður Islands hafi ekki verið stofnaður með lögunr fýrr en árið 1978 hafði málið verið í deiglunni á Alþingi síðan um miðjan 8. áratuginn. Fyrir þann tíma hafði áhugi stjómmálamanna fremur verið í orði en á borði. Reynir Oddsson sagði í því samhengi að ráðamenn væm „hlynntir kvikmyndum ... en þá vantar trúna á kvikmyndagerðarmenn. “19 Anð 1975 var loks lagt fram frumvarp þess efnis að stofna skyldi sérstakan kvikmyndasjóð og kvikmyndasafn.20 Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins sem þá var í stjórnarandstöðu, samdi frumvarpið og flutti en fékk þijá meðflutningsmenn úr hinum þingflokkunum. Kjami ffumvarpsins var sá að stofna skyldi kvikmyndasjóð sem hefði það hlutverk að styrkja íslenska kvikmyndagerð með beinum fjárstyrkjum, lánum, ábyrgðum og verðlaunum. Lán og ábyrgðir til höfunda áttu að nema allt að 80% af SAGNIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.