Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 15

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 15
FÓSTUREYÐINGAR í ÍSLENSKRI LÖGGJÖF ♦ ♦ Femítiískar stefnur ♦ ♦ Femínískir fræðimenn sem og kvenréttindafólk almennt hafa síðustu 100 árin leitast við að finna orsök undirokunar kvenna. Nokkrar stefnur hafa komið fram, svo sem frjálslyndur femínismi, marxískur eða sósíalískur femínismi sem og mikill áhugi á sálgreiningu og kenningum henni tengdri.2 I seinni tíð hafa þessar stefnur og kenningar blandast enda hæpið og ekki í takt við ríkjandi strauma í vísindunum, að orsakanna sé að leita á einum afmörkuðum stað. Við lifum ekki í einsleitu samfélagi og þrátt fyrir hnattvæðingu síðustu áratuga, er völdum og lífsgæðum enn mjög misskipt. Kyn og kyngervi Þrátt fyrir hinar ýmsu stefnur eiga flestir fræðimenn það sammerkt að mikil áhersla er lögð á aðgreiningu líffræðilegs kyns (e. sex) annars vegar og kyngervis (e. gender) hins vegar í kenningum. Kyn er talið afmarkast af líffræðinni. Kyngervi hvers og eins er hins vegar félagslega ákvarðað.3 Með því að benda á hve hverfular hugmyndir um viðeigandi hegðun kvenna og karla eru, er komist fram hjá líffræðilegri nauðhyggju og þar með óumbreytanlegu hlutverki og hlutskipti kvenna og karla. Líffræðileg nauðhyggja eða eðlishyggja birtist m.a. í hugmyndum um „eðli“ kvenna og karla. Með því að afbyggja slíkar hugmyndir og benda á félagslega mótun þeirra með hugtakið kyngervi að vopni má oft sjá á bak við tjöldin. Sagnfræðingurinn Joan Wallach Scott hefur lagt til að kyngervi (e. gender) verði notað sem greiningartæki í sögu. Kenning hennar felur í sér þá skilgreiningu að kyngervi sé félagslega mótað en jafnframt ein helsta leiðin til að benda á valdasamhengi og -árekstra.4 Sú hugmynd sem verður ofan á hveiju sinni um „rétt” kyngervi komi aldrei áreynslulaust upp á yfirborðið, undir henni séu aðrar hugmyndir og skoðanir sem orðið hafa að láta undan siga. Um árekstra og átök sé ævinlega að ræða. Þrátt fyrir að ég tileinki mér ekki aðferðir hennar og kenningar út í ystu æsar verður hugmyndin um valdaátök aldrei langt undan í orðræðugreiningunni. Sú hugmynd að umræður á Alþingi um fóstureyðingar hafi í raun snúist um annað og meira og að þær endurspegli að miklu leyti andstæðar skoðanir á hlutverki og hegðun kynjanna - það er hvemig kyngervið ætti að vera. Móðurhlutverkið - draumur hverrar kotiu? Líffræði kvenna felur í sér þá staðreynd að við réttar aðstæður, með vissri hjálp frá karli, fijóvgast egg í legi hennar sem síðan getur vaxið þar og dafnað, orðið að fóstri og jafnvel fæðst í heiminn sem nýr einstakhngur. í menningu okkar felast hins vegar að auki þijár hugmyndir um „eðli“ kvenna. Allar konur hafa líffræðilega þörf fyrir að geta og ganga með bam. Þessi þörf er forstig þess að langa til að næra bam. Hæfileikar þeir og kunnátta sem nauðsynleg em til að annast ungabarn spretta ffam hjá konum strax eftir fæðingu án þess að frekari þjálfunar sé þörf.5 Kona sem ekki á bam er því að einhveiju leyti ófullkomin og „kvenleiki" hennar ekki þroskaður til fulls. Þær konur sem velja það að vera barnlausar þykja sérvitrar og skrítnar. Gífurlegar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið til þess að konur takast á við mörg hlutverk í sínu lífi og er móðurhlutverkið aðeins eitt þeirra. En hugmyndin um móðurhlutverkið, sem virðist að mörgu leyti aldrei hafa verið raunhæf, hefúr lítið breyst.6 ♦ ♦ Stutt sögulegt yfirlit ♦ ♦ Það var ekki fýrr en með hegningarlögunum árið 1869 sem fýrst er minnst á fóstureyðingar í íslenskri löggjöf. Þar með vom þær bannaðar með lögum á Islandi. Kona sem ... deyðir fóstur eða nýfætt bam sitt vísvitandi er dæmd í 2 - 12 ára hegningarvinnu. Hafi hún á meðgöngu ásett sér að deyða barnið og síðan látið af þvi verða þýðir það hegningarvinnu í að minnsta kosti 4 ár eða jafnvel fýrir lífstíð. Sama dóm hlýtur sá sem hjálpar móður, að vilja hennar, við að eyða fóstri, en þyngri dóm hafi verknaðurinn verið framinn á vilja móðurinnar.7 Norsku og Dönsku lögin innihéldu að vísu ákvæði um refsingu fýrir konu sem „fýrirfer fóstri sínu eða nýfæddu barni“ en þessi lög vom aldrei í heild sinni lögtekin á Islandi og erfitt er að vita hvort tilteknar greinar eigi við hér á landi.8 Vilmundur Jónsson, þáverandi landlæknir, vakti í byijun fjórða áratugarins athygli stjórnvalda á því að þessi lagabókstafur hegningarlaganna frá 1869 væri í raun dauður. Sífellt fleiri fóstureyðingar væru framkvæmdar á sjúkrahúsum landsins, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það væri almennt viðurkennt innan læknastéttarinnar og meðal almennings að fóstri skyldi eytt ef það, áframhaldandi meðganga eða fæðing þess, ógnaði lífi og heilsu konunnar sem með það gengi. Því vom árið 1935 sett lög um leiðbeiningar fýrir konur um varnir gegn því að verða bamshafandi og um fóstureyðingar sem heimiluðu fóstureyðingar af heilsufarsástæðum en i þeim var einnig ákvæði sem sagði til um að félagslegar aðstæður skyldu teknar inn í mat á heilsufari móður. Arið 1938 vora svo sett lög, einnig að frumkvæði Vilmundar, sem „heimiluðu í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fýrir, að það auki kyn sitt“ en þar var bætt inn ákvæði um að konu væri heimilt að láta eyða fóstri ef hún hefði orðið fýrir nauðgun. Þessi lög vora í gildi til ársins 1975 þegar núverandi lög vora sett. Framkvæmd þeirra, fjöldi fóstureyðinga og synjanir um þær er að finna í skýrslu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Af henni sést að á tímabilinu ffá 1950-1972 fjölgaði fóstureyðingum árlega þótt nokkrar sveiflur séu á milli ára. Arið 1950 vora framkvæmdar 58 fóstureyðingar en 154 árið 1972.9 Þann 5. mars 1970 skipaði Eggert Þorsteinsson, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, nefnd til endurskoðunar laga um fóstureyðingar, afkynjanir og vananir. Formaður var Pétur H. J. Jakobsson prófessor en auk hans vora í nefndinni læknarnir Tómas Helgason og Sigurður Samúelsson. Mjög var deilt á þessa skipun og töldu ýmis samtök kvenna að nauðsynlegt væri að konur tækju einnig þátt í vinnu við endurskoðun laganna. í byijun árs 1971 óskaði Sigurður Samúelsson eftir því að verða leystur undan nefndarsetu og var Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttarlögmaður skipuð í hans stað. Hinn 12. nóvember 1971 tók Vilborg Harðardóttir, þá blaðamaður, sæti í nefndinni. Frá 1. janúar 1971 var Svava Stefansdóttir félagsráðgjafi ráðin starfsmaður og ritari nefndarinnar.10 Nefndin skilaði frumvarpsdrögum sem lögð vora fram SAGNIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.