Sagnir - 01.06.2003, Page 92

Sagnir - 01.06.2003, Page 92
Páls Björnssonar, sem tekur rækilega fyrir stríðsmyndina Enemy at the Gates, heldur kemur Viðar Pálsson með eilítið skondið dæmi í sinni grein. A stríðsárunum 1940- 1944 mynduðu meðlimir úr Víkingsfylki SS meirihluta Bayreuthkórsins! ♦ ♦ 18. ölditt ogfyrstn áratugir ♦ ♦ þeirrar nítjándu Hvorki meira né minna en fimm greinar fjalla um 18. öldina og fyrri hluta 19. aldar, uppáhaldstímabils míns í Islandssögunni. Drífa Hjartardóttir skrifar stutta grein um skreytingar í handritum frá 18. öld, sem eru fagæt dæmi um alþýðlega listsköpun og tengir þar með listasöguna 18 öldinni. Stríð koma enn til umræðu og nú á jákvæðan hátt. Valgerður Johnsen fjallar um hvemig Islendingar björguðu sér á tímum Napóleonsstyrjalda þegar aðflutningur til landsins brást. V algerður sýnir fram á hvemig styij öldin hafði þá jákvæðu afleiðingu að stuðla að „næringarfræðilegum framförum" með nýjum neysluvenjum og nýjum bjargræðisvegum. Matjurtagörðum fjölgaði (úr 270 árið 1801 í 3.466 árið 1817), íslendingar fóru að nýta skelfisk, fjallagrös, þang og söl, sem þeir gátu aflað sér á eigin spýtur. Altarisgöngur urðu vinsælar af augljósum ástæðum og fangar og ómagaböm vom neydd til að leggja hrossakjöt sér til munns. Nei, landinn var ekki að baki dottinn á styijaldartímum enda hafði hann Magnús Stephensen til að píska sig áfram með Hugvekju tilgódra innbúa á Islandi... þar sem birtust góð ráð til að forðast hungursneyð. Magnús Stephensen er mikill jöfur í Islandssögunni, því verður seint neitað, ogí grein Guðnrundar Amlaugssonar um afsetningu hans úr stiftamtmannsembættinu, sem hann gegndi frá 22. ágúst 1809 til 6. júníl810 og þær ritdeildur sem fýlgdu i kjölfarið. Hver var þáttur Magnúsar í valdaráninu? Varð hann sekur um óhollustu við konung? Fræðimenn hafa lengi glímt við þessar spumingar en Guðmundur fer skipulega í gegnum skrif samtíðamianna, ber saman heimildir sem stangast á, leggur sjálfstætt heimildamat á þær og kemst þarafleiðandi að eigin niðurstöðu. Þótt að vamarrit Magnúsar hafi „ekki fyllilega verið samkvæmt sannleikanum" (s. 103) þá hafi svo aðeins verið í smávægilegum atriðum. Magnús átti vart skihð að vera settur út í kuldann. Guðmundur bryddar upp á nýjum rannsóknaspurningum, t.d. af hveiju það tók Trampe greifa sjö mánuði að setja Magnús af. I einu atriði er ég þó ekki sammála Guðmundi. Hann telur að þegar komið hafi verið fram í september 1809 hafi Magnús „áhtið að ensk stjórnvöld stæðu að einhveiju leyti fýrir valdaráninu" (s. 100). Mér finnst nú líklegra að aðgerðir Jones skipherra sem leit á valdaránið sem „hinn mesta skrípaleik" (s. 100) hljóti að hafa sannfært Magnús um að ensk stjómvöld ættu engan þátt í valdaráninu. Hrafnkell Lámsson safnar saman sýnishomum af ummælum tengdum Magnúsi Ketilssyni sýslumanni en flestir hljóta að þekkja rit Magnúsar um stiftamtmenn og amtmenn sem ekki var gefið út fýrr en 1948, ef til vill vegna ummæla hans um þessa valdsmenn, eins og Hrafnkell bendir á. Guðný Hallgrímsdóttir fjallar um móðurást á 18. öld og notar nýjustu kenningar um barnauppeldi, bijóstagjöf o.s.frv. eins og þær birtast í víðlesnunr bókum eftir Máire Messenger og Penelope Leach og beitir þeim á 18. öldina. Hún sker upp herör gegn „aldagömlu viðhorfi karlasamfélagsins þar sem íslenskum mæðmm er almennt lýst sem fafróðum konum er vanræktu ung börn sín“ (s. 59). Eitt vinsælt dæmi um trú sumra sagnfræðinga á að foreldrar hafi ekki elskað böm sín fýrr á öldum var sá siður að reifa böm. Guðný setur sig í spor mæðra á 18. öld og er þeirrrar skoðunar að betra hafi verið að reifa böm, þar sem á þeim tíma „var öryggi mun mikilvægara barninu en frelsi” (s. 63). Niðurstaða hennar er að móðurástin hafði verið rík í konum á 18. öld ekki síður en á okkar dögum. Enn er þessi efhismikli árgangur Sagna ekki tæmdur. Það kemur skemmtilega á óvart að Sigurður E. Guðmundsson, sem var sjötugur þegar hann lauk prófi (og fær þarafleiðandi að halda zetunni), notar nýjustu tækni þegar hann veltir fýrir sér spurningunni hvernig torfbærinn hafi reynst sem íbúðarhúsnæði. Hann fær Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins til að hanna 24 fermetra torfbæ í tölvu, eins og hús em oft hönnuð í dag, og í framhaldinu veltir hann mörgum spumingum fýrir sér, t.d. hvernig hélt fólk hita í slíkum bæ fýrr á öldum. Það gladdi mig ennfremur að lesa viðtölin við ein- söguþrentenningana Sigrúnu Sigurðardóttur, Davíð Olafsson og Braga Þorgrím Olafsson, sem svara spurningum um persónulegar heimildir. Slíkar heimildir hafa verið eftirlætisheimildir margra sagnfiæðinga og að greina bréf hefur t.d. verið aðaluppistaðan í prófum í heimildaþætti skylduáfangans Aðferðum í sagnfræði. En betur má ef duga skal. Þessir ungu fræðimenn skilja mikilvægi persónulegra heimilda, til að mynda dagbóka, sendibréfa og sjálfsævisagna, þökk sé ffábærri kennslu Sigurðar Gylfa Magnússonar. Fyrmefndu fræðimennimir tveir, þau Sigrún og Davíð, hafa þegar gefið út persónulegar heimildir í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og bíð ég spennt eftir að fa rit Braga Þorgríms með ritgerðum nemenda Lærða skólans í hendumar. An heimildaútgáfu kæmust við sagnfræðingar ekki langt. ♦ ♦ Fitntn listamenn ♦ ♦ Að lokum fékk ritstjómin fimm sérffæðinga sinn á hverju listasviði til að skrifa stutta pistla. Allskyns hstsköpun er auðvitað mikilvæg heimild fýrir sagnffæðinga. Eg man þegar ég flutti fýrir löngu fýrirlestur um heimildir, þá kom Björn Th. aðsvífandi í kaffihléinu og hundskammaði mig fýrir að nefna ekki heimildagildi mynda. Þar lærði ég mína lexíu og hef síðan lagt áherslu á myndir í aðferðafræðikennslu núnni. Auður Olafsdóttir, listasögukennarinn vinsæli við Háskóla Islands, fjallar um eðfi listasögu, nauðsyn þess að hún sé kennd og atvinnumöguleika listfræðinga. Sigurður Gylfi Magnússon skrifar óvenjulega grein en forvitnilega unt tilfinningaþmngið samband hans og Olympiu í málverki eftir Manet. Hér birtist skáldleg hlið á Sigurði Gylfa sem ég hef ekki kynnst fýrr. Sláandi er setningin: „Fortíðina er að finna í höfði ffæðimannsins og hvergi annars staðar,“ þó ég skilji svo sem hvað hann á við. An sagnffæðingsins er engin saga. Ami Heimir Ingólfsson ritar um tónlistarffæði og Helgi Ingólfsson um söguna og bókmenntir. Helgi segir að sagnfræði og bókmenntir mætist á tveimur stöðum; í skáldlegri sagnffæði og í sögulegum skáldskap. Hvomgt kann ég að meta nú, þótt 90 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.