Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 18

Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 18
ógn taldist einnig steðja að íslensku þjóðinni, það er siðferðileg hnignun hennar sem og aukið lauslæti og kynsjúkdómar.27 Löggjöf um fóst- ureyðingar og getn- aðarvamir var því beinlínis ætlað að stjórna kynlífi fólks upp að einhverju marki. Þama skarast vemlega hin hefðbundnu skil hins opinbera og einkalífsins. Löggjafinn var kominn alla leið upp í hjónarúm landsmanna og var það greinilegt að þessi skörun létti þingmönnum ekki lífið. ♦ ♦ Lögiti 1938 ♦ ♦ A 52. löggjafarþingi Islands árið 1937 varlagt fram fmmvarp til laga um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki er koma í veg fynr að það auki kyn sitt.28 Meginmarkmið þessarar lagasetningar var að fastsetja hvemig koma ætti í veg fýrir að óæskilegir einstaklingar ykju kyn sitt, með ófijósemisaðgerðum, vönunum eða fóstureyðingum. Gild rök skyldu borin upp fyrir óæskilegum eiginleikum einstaklinganna.29 Hér verða ekki athugaðar þær hugmyndir sem Islendingar höfðu um það hveijir teldust hæfir foreldar og hverjir ekki. Því hefur verið haldið fram að þetta lagafrumvarp sé angi af stærri hugmyndastefnu sem oft hefur verið nefnd mannkynbótastefna, en viss partur hennar þróaðist að hluta af hinum þýska nasisma. Unnur B. Karlsdóttir fjallar meðal annars um þessi lög í bók sinni Mannkynbœtur út ffá þeirri hugsun að hægt sé að rækta mannkynið til hins betra með takmörkunum bameigna við hina „æskilegu".30 Sá hluti laganna sem fjallaði um fóstureyðingar breytti lögunum frá 1935 þannig að tillit var tekið til heilsu fóstursins, en fyrri lögin tóku aðeins til heilsu móðurinnar. Ef líkur voru taldar á að fóstrið bæri í sér erfðagalla sem fæli í sér líkamlega eða andlega fötlun, einnig alvarlega sjúkdóma, var heimilt að eyða því. Þessar ástæður era sambærilegar þeim ástæðum sem þóttu nógu alvarlegar til að framkvæma mætti ófijósemisaðgerðir á fólki. Einnig var nú gert ráð fyrir að heimila mætti fóstureyðingu ef getnaður hefði orðið við nauðgun. Sú heimild var að vísu mjög þröng. 3. grein b hljóðar svo: Fóstureyðingu skal því aðeins leyfa ... að viðkomandi hafi orðið þunguð við nauðgun, er hún hafi kært fyrir réttvísinni þegar í stað, enda hafi sökunautur verið fundinn sekur um brotið fýrir dómi, og er dómur undirréttar fullnægjandi í því efni.31 Þetta ákvæði hefur verið harla lítils virði því að þá, eins og nú, er aðeins örlítið hlutfall af nauðgunum kært og enn færri enda með dómi.32 Vilmundur skýrði þröng ákvæði laganna svo að nauðsyn væri að fýrirbyggja að konur nýttu sér þau sem glufu í löggjöfinni. Nú á tímurn myndu röksemdir hans vera harðlega gagnrýndar, en hann gerði lítið úr nauðgunum og taldi að konur gerðu allt of mikið úr þeim. Hann sagði svo í greinargerð sinni með frumvarpinu: Erlendar konur hafa haft uppi mjög háværar kröfur um þetta, enda er fatt hægt að hugsa sér ómannúðlegra en að skylda konu til að fæða manni bam undir slíkum kringumstæðum. Annað mál er það, að varla mun þetta hafa mikla praktíska þýðingu og er auk þess bundið töluverðum erfiðleikum í framkvæmdinni. Fyrst er þess að gæta, að eiginlegar nauðganir mun vera ffemur fátíðar og miklu fatíðari en konur vilja oft vera láta, eftir að komið er í nokkurt óefni. ... Nú er háttur kvenna sá, að þær geta tíðast vísað til nokkurrar tregðu af sinni hálfu í hinum nánari viðskiptum sínum við hið styrkara kyn ... Hinsvegar er erfitt að ganga með öllu fram hjá atriði eins og þessu, þegar lög eru sett um nálæg efni, enda getur eitt einasta tilfelli af þessu tagi verið svo himinhrópandi, að það réttlæti að öðm leyti jafnvel allhæpna lagasetningu.33 Litlar sem engar umræður urðu á Alþingi um þetta frumvarp þegar það var lagt fram og var það samþykkt þann 2. desember 1937 með örlitlum orðalagsbreytingum frá upphaflegri gerð frumvarpsins.34 ♦ ♦ Lögiti 1975 ♦ ♦ Þann 9. maí 1975 vora afgreidd frá efri deild Alþingis lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bameignir og um fóstureyðingar og ófijósemisaðgerðir og urðu þau tilefni mikilla umræðna, bæði á þingi sem og í samfélaginu almennt.35 Hér á eftir mun ég greina orðræðu þingmanna og skipta henni í fjögur meginsvið: ♦ Móðurhlutverkið. Hvemig hugmyndir um það birtast í málflutningi þingmanna. ♦ Ajleiðingar fóstureyðinga. Ymsar mismunandi hugmyndir em um skaðsemi eða nauðsyn þess fýrir konu sem einstakling að gangast undir fóstureyðingu. Einnig er farið inn á afleiðingar fijálslyndrar fóstureyðingarlöggjafar fýrir þjóðfélagið. * Rétturinn til lífs. Þrátt fýrir hve fimlega flestir þingmenn reyndu að sneiða fram hjá spumingunum um líf og dauða og hvort verið væri að eyða lífi með fóstureyðingum þá kom sú umræða upp nokkrum sinnum. Einnig er forvitnilegt að skoða hvaða líf þótti þess virði að vemda; líkamlega fatlaðir og þroskaheftir einstakhngar þykja ekki eins merkilegir til lífs og aðrir. * Deilur um 9. grein frumvarpsins. Þar takast á annars vegar hugmyndir um réttindi kvenna og hins vegar hugmyndir um valdsvið læknastéttarinnar. Mun ég jafnframt athuga hvemig feminískar kenningar hjálpa til að skýra hugmyndir um móðurhlutverkið, barneignir kvenna og uppeldi barna (e. reproduction), sjúkdómsvæðingu og læknavaldið á þessum sviðum. Haraldur Guðmundsson. 16 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.