Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 83
ÍSLENSK SAGNFRÆÐI Á INTERNETINU ♦ ♦ Fræðin og netið ♦ ♦ Nokkrar spumingar vakna við hugleiðingar um þetta en þær sem reynt verður að fa svör við hér em meðal annarra: Hvað er verið að gera í þessum málum hér á landi, hver er að gera það og hvernig hefur til tekist? Lítið hefur verið ritað um tengsl og þróun sagnfræðinnar með tilliti til intemetsins hér á Islandi. Arið 2001 birtist þó grein í tímaritinu Ný Saga eftír Björgvin Sigurðsson sem veitir yfirHt um mörg þeirra verkefna sem eru í gangi hér á landi.1 Björgvin telur upp verkefnin og lýsir þeim stuttlega en greinin er engan veginn tæmandi skýrsla um stöðu sagnfræðinnar á internetinu hér á landi. Til að kanna tengsl ! t*» V* So— *«r<M** 1-<K Qmi • O * 13 13 / ^ ^ KS - .. . Ibrottírrii 1 1 1 1 Þessi mynd er af skjánum sem kom upp á íýrstu síðu Eyrbyggju. Ekkert kemur fram um handritið sjálft nema eitt ártal efst vinstra megin. (1675). Aðrar upplýsingar er ekki að hafa um þetta handrit. sagnfræðinnar og intemetsins nánar er nauðsynlegt að taka færri verkefni fýrir. Aður en hægt er að skoða einstaka verkefni, verður þó að meta hvers konar möguleika og tækifæri intemetið hefur í för með sér. Hvaða rök eru fýrir því að hafa upplýsingar á netinu í stað þess, eða til viðbótar við það sem áður hefur þekkst? í því samhengi koma þijú atriði til álita. Aðgengi að upplýsingum Upplýsingar á intemetinu, og þar með sagnfræðilegt efni, er aðgengilegt öllum sem á netið komast hvar og hvenær sem er. Þetta er ein helsta ástæða þess hve intemetið er byltingarkennt og hefur ýmsa kostí í för með sér. Efnisleit ffæðimannsins tekur skemmri tíma því gagnaleit og gagnanotkun verður miklu auðveldari. Á intemetinu er hægt að nálgast myndir af handritum, ljósmyndir, myndbönd, hljóð, tónlist og texta. Það fer eftir vefjum en nú þegar býður það uppá svo til hvaða efni sem er. Hægt er að skoða handrit og texta þeirra. Textaleit og aðra leit er hægt að hafa mjög auðvelda og einfalda í notkun. Leitir geta ennfremur verið mjög skilyrtar og skilvirkar. Intemetið býður því upp á fjölbreyttara viðmót en áður hefur þekkst sem getur sparað gríðarlega vinnu og auðveldað aðgang og vísun í hliðargögn. Einnig er hægt að afrita og nota texta án þess að slá hann inn, khppa og líma texta eða myndir að vild. Við þetta sparast bæði peningar og tími sem fæm í ferðalög og leit að efninu og tími og vinna við gagnaúrvinnslu. Þar að auki geta fræðimenn og nemar geta unnið að sameiginlegum verkefnum þó svo fólk sé statt á ólíkum stöðum í heiminum. Á móti þessu em ákveðin rök, þríþætt. Fyrst og fremst er stofnkostnaður mikill og bæði vinnu- og tímafrekt að setja efni á stafrænt form. í öðm lagi kostar peninga að kaupa vélbúnað, hugbúnað og vinnu við hönnun nýs hugbúnaðar. Þriðja atriðið er viðhald bæði á skrám og kerfinu sjálfu. Sá kostnaður er reyndar hlutfallslega lítill miðað við stofnkostnað en er þó fýrir hendi. Stórt myndasafn tekur mikið pláss sem þýðir að veita þarf meiri fjármunum til kaupa á vélbúnaði sem þarf svo stöðugt að endumýja. Netiðgegn bókinni Sagnfræðingar nota mikið efnishsta og gagnagmnna til að halda utan um heimildir af ýmsu tagi. Allar skrár sem stofnanir setja á netið auðvelda því fræðimönnum mjög að finna heimildir, hvort sem heimildimar sjálfar em þar eða ekki. Þarna liggur munurinn á netinu og bókinni. Bók verður ekki breytt nema með því að gefa hana út aftur með talsverðum kostnaði. Séu listar og skrár hinsvegar sett á netið geta uppfærslur þeirra verið tíðari án þess að mikill kostnaður fýlgi. Margir líta svo á að netið sé ógnun við bókina. Þar er ég ósammála. Eg tel að menn verði að horfa á hlutina út frá öðru sjónarhomi, taka netið í sína þjónustu og láta það vinna fýrir sig. Upplýsingaleit er til dæmis mun fljótlegri, ömggari og auðveldari. Fræðimenn verða að tileinka sér ný vinnubrögð og nýjar aðferðir við notkun intemetsins, en það hefur helst hamlað notkun þess í fræðilegum tilgangi. Að mínu mati er intemetnotkun þó af hinu góða bæði fýrir fræðimenn og fræðigreinina. Annað atriði sem hafa verður í huga er útgáfa og birting efnis. Vefir eins og Kistan.is og fleiri birta fræðigreinar og gagnrýni á þær. Þetta er mjög til bóta, eykur fijóa umræðu og gefur mönnum kost á því að skiptast á skoðunum á styttri tíma en áður hefur verið mögulegt. Varðveisla gagna á stafrœnu formi I dag fer varðveisla gagna að hluta til fram með ljósmyndun handrita og blaða. Með því að setja gamalt efni yfir á stafrænt form skemmast frumritin síður. Stafræna efnið má afiita og prenta út í fullkomnum ljósmyndagæðum og í réttri stærð. Það má síðan binda inn, lána út og sýna. Mótrökin fýrir slíkri vinnslu em að það kostar mikið að afrita fritmgögn. Þau taka líka mikið pláss inni á tölvum. Reyndar er hægt að geyma þetta efni á geisladiskum eða segulböndum en ending segulbanda, geisladiska og tölva er óþekkt. Ekki er vitað með vissu hversu lengi gögnin endast á stafrænu formi hver sem útfærslan er og því þarf reglulega að taka afrit. ♦ ♦ Sagnfrœðileg verkefni á netinu ♦ ♦ Birting og varðveisla sagnfræðilegra heimilda á stafrænu forrni hefur farið fýrir ofan garð og neðan hér á landi á síðustu ámm. Því miður stefnir í að svo verði áfram nema hugsunarhætti, vinnubrögðum og stefnu stofnana á borð við Ámastofnun og Landsbókasafn Islands-Háskólabókasafn SAGNIR 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.