Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 75

Sagnir - 01.06.2003, Qupperneq 75
LAXNESS - FYRSTI NEYTANDINN ♦ ♦ Fyrsti neytandinn ♦ ♦ Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif Halldórs Laxness á Islendinga fyrr og síðar. Mismunandi túlkunaraðferðir leiða til ólíkra niðurstaðna en að lokum ber flest að sama brunni. Halldór er risi í íslensku bókmenntalífi og angar hans teygja sig víða um íslenskt samfélag. Hann kom víða við í skrifum sínum og hikaði ekki við að setja frarn róttæka gagnrýni á ýmislegt sem honum þótti miður fara í þjóðfélaginu. Halldór Laxness var ekki aðeins skáldið mikla sem í fflabeinsturni velti fýrir sér hinum stóru spurningum um lífið, dauðann og ástina. Honum var sérlega umhugað um lífshætti og siði Islendinga. Hann gerðist mikill talsmaður fágaðrar framkomu, hreinlætis og almennra mannasiða. Hafldór var ákafur baráttumaður ákveðinnar tegundar siðvæðingar. Hann var sigldur maður og hafði á ferðum sínum erlendis notið samvista við fólk sem lifði við önnur skilyrði en flestir íslendingar. Hann vildi kynna þessa lífshætti fyrir löndum sínum og gerði það svo eftir var tekið með skrifum sínum, framkomu og lífsstíl. Halldór var sjálfur neytandi og setti í greinum sínum fram ákveðin neytandasjónarmið sem voru mjög nýstárleg. Svipuð sjónarmið má enn í dag sjá á síðum dagblaðanna. Halldór vildi kasta þungum byrðum fortíðar, hann var ekki hrifin af íslenska þjóðbúningnum og hvatti ungar reykvískar stúlkur jafnvel til að skerða hár sitt í samræmi við hina nýju evrópsku tískustrauma. Það kann að virðast einkennilegt að skáldið mikla hafi verið svo upptekið af málum sem við fyrstu sýn sýnast svo hégómleg og jafnvel tilgangslaus í samanburði við hinar stóru lífsins gátur. Engu að síður skiptu mörg þeirra mála sem Halldór vakti athygli á miklu máli fyrir íslendinga og heilsu þeirra. Þar má til dæmis nefna baráttu hans fýrir notkun tannburstans, betri húsakynnum og rafvæðingu sveitanna. Erfitt er að gera sér grein fýrir því hvort prédikanir Halldórs um þessi efni höfðu raunveruleg áhrif á hinn íslenska einstakling og hegðun hans. Skrif hans vöktu þó athygli og upp spruttu deilur um réttmæti þessarar gagnrýni á íslenskt samfélag sem „ósiðvætt”. Margir tóku skrif hans nærri sér og þótti að sér og sínum vegið af ósanngirni. Þar stóð í firemstu víglínu sveitafólk sem taldi Halldór mála lífshætti til sveita of dökkum litum og skorta skilning á hinni fomu arfleifð íslendinga. Hér verða þessar skoðanir Halldórs reifaðar og tilraun gerð til að greina hvatann að baki siðvæðingarhugmyndum hans. ♦ ♦ Á þröskuldi nýrra tíma ♦ ♦ Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskt þjóðfélag tók miklum og hröðum breytingum á 20. öld. Sú þrautþvælda klisja að íslendingar hafi dag einn skriðið út úr moldarkofunum, kastað af sér votum sauðskinnsskónum og gengið sperrtir inn í nútímann er vissulega ekki komin til af engu. I byijun 20. aldar hafði bylgja nýrrar siðmenningar og tækniframfara skollið með þunga á Vesturlöndum. Þótt hið gildishlaðna hugtak ffamfarir hljómi hálf hjákátlega í ljósi þess skipbrots sem evrópsk siðmenning beið í hömiungum heimsstyijaldanna, þá vom þær breytingar sem urðu í kjölfar iðnbyltingar engu að síður stórar í sniðum. íslendingar vom ekki samstíga Vesturlöndum í þessari þróun. Færa má rök fýrir því að Islendingar hafi ekki tekið sitt stökk inn í nútímann fýrr en með seinni heimsstyijöldinni. Hér á landi vom aðstæður lengst af allt aðrar, þéttbýlisþróun var hæg, engin öflug borgarastétt og lítið um iðnað. Tímabilið ffá lokum fýrri heimsstyijaldar ffam til 1930 var um margt sérstakt. Kristinn E. Andrésson lýsir ástandinu svo „ ... algjört formleysi, óskapnaður. Þjóðfélagið á enga fasta mótun, bókmenntirnar enga ákveðna stefnu.1'1 Fullveldið var rétt skriðið upp á land og margir gerðu tilraunir til þess að smíða sjálfsmynd hins nýja Islendings sem vissi ekki í hvom fótinn hann átti að stíga. Islensk bændamenning rakst af krafti á við menningu millistríðsáranna í Evrópu og ungir menntamenn reyndu af öllum mætti að skapa sína eigin sjálfsmynd við þessi sérstöku skilyrði. Halldór Laxness var einn þessara ungu manna þó svo hann hafi verið sér á báti í flestum málum er vörðuðu íslensku þjóðina. Vefarinn ntikli frá Kasmír kom út árið 1927. Margir telja Vefarann marka upphaf íslenskra nútímabókmennta.2 Fyrir höfundarlaunin hélt Hafldór vestur til Bandaríkjanna vorið 1927. Þar skrifaði hann greinar um ýmis efni og kom hluti þeirra út í Alþýðubókinni árið 1928. I Bandaríkjunum dreif margt á daga Halldórs og gerði hann m.a. tilraunir til þess að koma sér á ffamfæri í kvikmyndaheiminum í Kalifomíu.3 Dvölin vestanhafs markaði tímamót í lífi skáldsins. Þegar hann kom þaðan um áramótin 1930 var hann orðinn sannfærður sósíalisti.4 Greinar þær sem Halldór skrifaði á 3. áratugnum sýna að hann hafði mikinn áhuga á því samfélagi sem hann var hluti af.5 Hann vildi taka þátt í því að byggja upp Island og hanna siði Islendinga. Hann skrifaði töluvert margar greinar um þjóðfélagsmál í bæði Vörð, tímarit íhaldsmanna og Alþýðublaðið. Margar þessara greina komu út árið 1986 Halldór Laxness var ungur er hann byrjaði að hafa áhyggjur af menn- ingarástandi á Islandi. SAGNIR 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.