Sagnir - 01.06.2003, Síða 79

Sagnir - 01.06.2003, Síða 79
LAXNESS - FYRSTI NEYTANDINN Halldór Laxness í Los Angeles 1929. Þar varð hann fyrir mjög miklum áhrifum og eftir dvöl sína þar vildi hann kenna Islendingum betri siði. Halldór skrifaði þessar greinar. Möguleiki er að samhengi sé á milli greina Halldórs og stofnunar samtakanna, að skrif hans hafi verið mikill hvati fyrir almenna umræðu í þjóðfélaginu um rétt neytenda. Ljóst er að Halldór talaði í þessum efnum fyrir hönd stórs hóps. Sífellt fleiri fluttust í þéttbýli og margir þurftu að kaupa meirihluta sinnar fæðu af bændum. Fynr þennan vaxandi hóp var mikilvægt að fa góða þjónustu og vandaða vöru en engin var samkeppnin til að tryggja það. Hægt er að ímynda sér að málflutningur Halldórs í efnum er lutu að landbúnaðinum hafi höfðað til stærri hóps en greinar hans um hreinlæti og mannasiði. Þó eru neytandaviðhorf Halldórs líka hluti af hugmyndum hans um nýja siði til handa íslendingum. í siðuðu, vestrænu samfélagi hefur kaupandi ákveðinn rétt gagnvart framleiðanda og seljanda og fólk gerði kröfur um að fa vandaða matvöru á sinn disk. ♦ ♦ Að tjaldabaki ♦ ♦ Við fyrstu sýn kann að virðast einkennilegt að skáldið Halldór Laxness skuli hafa lagt slíka ofuráherslu á líkamann og aðbúnað hans. Hvað var það í umhverfi hans sem mótaði þessar lífsskoðanir hans? Mögulegt er að vera hans í kaþólsku klaustri og það meinlætalíf sem hann kynntist þar hafi dýpkað virðingu hans fýrir hreinlæti líkamans. I huga skáldsins virðist vera glöggt samhengi milh hreins líkama og fagurs sálarlífs.41 Það segir þó aðeins brot af sögunni. Sú siðvæðing sem Halldór gerðist talsmaður fyrir samanstendur af miklu fleiri þáttum en bara hreinlæti. Þótt Ameríkudvöl HaUdórs hafi gert hann að sannfærðum sósialista drakk hann í sig yfirstéttarmenningu af ákefð og að því er virðist, ánægju. í bréfi sem hann skrifaði fýrri konu sinni, Ingibjörgu, í maí 1928 sagði hann svo frá: Eg var að koma heim úr afskaplega íburðarmikiUi veislu. ... Veislan var haldin á Fairmont hotel í einhveijum þeim glæsilegustu sölum sem til eru í borginni. ... Þetta var afskaplega strict gala-veisla, gestimir á annað hundrað. Dinnerinn samanstóð af miUi 10 og 20 réttum og stóð í þijá klukkutíma (svo maður var orðinn svángur aftur um það leyti, sem búið var að éta.) Meðan á máltíðinni stóð skiftist á aUskonar músík og ræðuhöld. Eg hef tæplega síðan ég kom til Ameríku verið í félagsskap með svo mörgu glæsUegu og mentuðu fólki. ... Eftir að aUar the gastronomic ceremonies vom um garð gengnar (-en máltíðin endaði á því, að slökkt var á aðaUjósunum í salnum og þjónamir serveruðu ís og konfekt í hálfrökkri), risu gestirnir á fætur og hver talaði við annan, fijálslega og samkvæmisfólkið skiftist í smáhópa í sölunum. Veistu hvað, Inga, þegar ég er staddur innan um aUa þessa glæsimensku í útlendum veislusölum, þá hrýs mér stundum hugur við að fara norður til Islands, þar sem ég á eingu að mæta öðm en misskilníngi og úlfúð.42 I ljósi þessa bréfs og þess umhverfis sem HaUdór lifði og hrærðist í á þessum tíma, kemur ekki á óvart að tilhugsunin um að koma aftur heim til Islands hafi vakið með honum óhug. Þama var HaUdór staddur með sínum líkum, menntuðu fólki sem hægt var að ræða við um flest. Fólk sem viðhafði áreynslulaust fagra siði á meðan það nýtur lystisemda lífsins. Heima á Islandi var slíkt samfélag ekki að finna. Kannski hefur HaUdór skammast sín fýrir landa sína og siði þeirra en hann hikaði þó ekki við að gagnrýna þá harðlega. Ahugavert er að máta skoðanir HaUdórs við kenningar franska heimspekingsins Pierre Bourdieu um að smekkur sé kominn til vegna félagslegrar mótunar. Samkvæmt Bourdieu er smekkur valdatæki sem menn nota tU að reisa múr miUi sín og „hinna“. Smekkur er stór hluti sjálfsmyndar okkar, við erum það sem við neytum (njótum). Frelsi okkar til að velja er í raun afar takmarkað, við sjálf ráðum því ekki hvað okkur líkar best í mat, drykk, kvikmyndum og tónlist. Samfélagið afmarkar okkur í þessa hópa.43 Kannski hefur Halldór Laxness talið sig vera handhafa smekksvaldsins og notað skrif sín til að draga línu á miUi sín og þjóðar sinnar. Líklegra er þó að hans persónulega fegurðarskyn og dvöl hans í öðrum löndum hafi hvatt hann til þess að gerast talsmaður siðvæðingarinnar. Hann var ekki diplómat og virtist ekki þykja neitt afstætt við hreinlæti og mannasiði. Þjóðir gátu að hans dómi ekki verið menningarþjóðir nema þær ástunduðu hreinlæti. Þessar skoðanir hans virðast hafa verið nátengdar hugmyndum hans um þjóðerni og sjálfstæði íslendinga. Kannski býr þar kjarni málsins. I greininni SAGNIR 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.