Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 53

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 53
MODERNISMINN OG NYRAUNSÆIÐ uppsetningar Þjóðleikhússins á verkunum hafi ekki heppnast eins og efni stóðu til vegna úreltrar hugmyndavinnu eða textinn hafi með öðrum orðum verið kominn fram úr leikrænni úrvinnslu sinni, sem er vissulega þungur áfellisdómur yfir leikhúsi. A þessurn árum átti sér stað mikil geijun í islensku leiklistarlífi. Frá því unr aldamót höfðu stefnur eins og súrrealismi, absúrdismi og existensíalismi brotið sér leið í gegnum leiklistina erlendis en þeirra áhrifa gætti lítt hérlendis. I kringum 1960 tók hópur ungs leiklistarfólks sig saman og stofnaði tilraunaleikhúsið Grímu til að bæta úr þessum skorti á hugmyndalegri endurnýjun. Gríma stóð fyrir sýningum á verkum erlendra absúrdista en einnig var áhersla lögð á að frumflytja verk eftir íslenska höfunda. Oddur Björnsson gerði tilraunir með absúrdisma í Þremur einþáttungum (1963) sem vöktu forvitni og hlutu jákvæðar undirtektir. Sem dæmi um fleiri höfunda er þar sýndu má nefna Guðmund Steinsson, Erling Halldórsson og Magnús Jónsson. Meðal helstu liðsmanna Grímu voru Magnús Pálsson leiktjaldasmiður auk leikaranna Erlings Gíslasonar, Brynju Benediktsdóttur og Vigdísar Finnbogadóttur. í kringum 1967 urðu töluverðar breytingar á vettvangi framúrstefnuleiklistar þegar hópur sem kallaði sig Leiksmiðjuna var stofnaður. Meðlimir hópsins höfðu að markmiði að helga sig starfseminni eingöngu. Leiksmiðjan setti upp Galdra-Loft með nýstárlegum hætti á sama tíma og hann var settur upp með hefðbundnara sniði í Þjóðleikhúsinu. Hún setti einnig upp verkið Frísir kalla sem var spunnið upp úr gömlu ljóði en textinn var eftir þá Níels Óskarsson og Eyvind Erlendsson sem jafnframt var leikstjóri. Mikið var lagt upp úr sjónrænum þætti sýningarinnar og líkamstjáningu leikara og voru þeir þættir rnest í höndum Þórhildar Þorleifsdóttur. Hópvinna var eitt helsta einkenni Leiksmiðjunnar og hún greindi sig að því leyti fiá Grímu þar sem vinnubrögðin voru hefðbundnari. Þótt hópnum tækist aðeins að halda starfseminni gangandi í 6-8 mánuði skilaði hún sér í dýrmætri reynslu fýrir þátttakendur. Gagnrýni hinna ungu leikara beindist ekki aðeins að hefðbundnu verkefnavali stóru leikhúsanna og erfiðleikum ungs fólks að komast þar að „heldur einnig því feðraveldi sem ríkti þar og lýsti sér í alveldi leikhússtjóra og leikstjóra."15 Þó að sýningar þessara tilraunaleikhúsa hafi iðulega fengið dræma aðsókn og stundum verið vafamál hversu mikið erindi þær áttu á almennan leikhstarmarkað, þjónuðu þær mikilvægu hlutverki sem samstarfsvettvangur ungra leikara, höfbnda og annarra tilraunasinnaðra leikhúsmanna. Hlutverki senr ekki var hægt að treysta stóru leikhúsunum almennilega til þess að uppfýlla.16 Umtalsverður hluti þess fólks sem tók þátt í leikhústilraunum þessara ára átti eftir að setja rnark sitt á stöðugt vaxandi leiklistarlíf 8. áratugarins, bæði með stofnun nýrra leikhúsa og þá ekki síður innan stóru leikhúsanna. ♦ ♦ Listitia fyrir alþýðuna! ♦ ♦ Nýraiinsœisstefiian í bókmenntuin og leiklist á 8. áratugnum Hið svokallaða nýraunsæi senr hér tók að geijast um og upp úr 1970 hefur iðulega verið tengt þeim kröfum um breytingar og þjóðfélagsumbætur sem eignaðar hafa verið ‘68-kynslóðinni. A því tímaskeiði tók baráttutónninn í verkum ungra skálda mjög að harðna, bæði í ljóða- og sagnagerð. Skáldverk nýraunsæisins mótuðust líka af andófi gegn skáldskap módernismans, sem mörgum fannst óaðgengilegur og vart skiljanlegur, og þótti hafa þróast yfir í hámenningu vissra útvaldra. Nýraunsæissinnar vildu brúa það bil sem þeir töldu hafa myndast rnilli höfunda og lesenda. „Bókmenntir handa alþýðunni!" og „ljóð handa venjulegu fólki!“ voru slagorð þessara ára. Nýraunsæislegur skáldskapur einkenndist af pólitískri ádeilu með beinskeyttri, félagslegri skírskotun auk þess sem stíll og öll framsetning var einfaldari og auðskildari en áður.17 Sú kynslóð ljóðskálda sem byijaði að senda frá sér verk um 1970 hafði vaxið upp við ljóðhefð formbreytingarskáldanna og var því lausari undan formkvöðum en þær sem á undan komu. Alþjóðlegar þjóðfélagshræringar höfðu ótvíræð áhrif á stíl og efnisval hinna nýraunsæju skálda og sem áhrifavalda þeirra má nefna baráttuna gegn heimsvaldasinnaðri íhlutun, bæði í Víetnam og Tékkóslóvakíu, stúdentauppreisnir, kvenfrelsisbaráttu, baráttu fýrir umhverfisvemd og gegn neyslukapphlaupi. Einnig hafði sívaxandi unglinga- og dægurmenning mikil áhrif. The Beatles, Bob Dylan, Jimi Hendrix ásamt fjölda minni spámanna veittu ungskáldum innblástur með textum sínum og flutningi. Þó að ljóð þessarar kynslóðar séu í heild fremur ólík, bæði að formi og inntaki, þá voru ákveðin viðfangsefni áberandi algengari en önnur. Borgarmenningin varð stöðugt vinsælla viðfangsefni á Sigurður Skúlason og Anna Kristín Amgrímsdóttir i Stalln cr ekki liér sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1977 og gerist í reykvískri samtíð. Verkið leitast við að skýra ófarir sögupersónanna út frá félagslegunt orsökum og skella skuldinni á samtíð og santfelag. SAGNIR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.