Sagnir - 01.06.2003, Page 87

Sagnir - 01.06.2003, Page 87
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Málþing Hvað er það sem gerir málþing þess virði að halda og sækja þau? Sagtifrceðingar hafa verið duglegir við það undanfarin ár að halda málþing af ýmsu tagi. Árið 1997 var 1. íslenska Söguþingið haldið og þótti takast vel. Á síðasta ári var svo hefðinni haldið við og 2. íslenska söguþingið fór fram frá 30. maí til 1. júní 2002. En Söguþing er ekki eini viðburðurinn í þessum geira. Auk árlegra landsbyggðaráðstefna íslenskra sagnfrœðinga hafa síðastliðinn vetur verið haldin við Háskóla íslands tnálþing um utanríkisverslun, hnattvœðingu ogfleira. Viðburðir afþessu tagi eru gjarnan stórir í sniðum, bæði í skipulagningu og kostnaði, auk þess setn ekki er sjálfgefið aðfólkjinni tíma til að scekja þá, og því fór Þóra Fjeldsted í lítinn leiðangur, velti fyrir sér gagni og nauðsynjum málþinga auk þess aðfá tvo einstaklitiga í viðbót til að skrifa greinarstúfa utn þau. Játningar ráðstefnubarns Þegar ég var lítil voru foreldrar mínir alltaf á ráðstefnum. Þau ferðuðust heimshomanna á milli og skeggræddu hugðarefni sín við aðra fræðimenn á meðan ég var send í pössun til ömmu minnar eða föðursystur. Einstaka sinnum fékk ég að fara með mömmu og pabba tU útlanda á ráðstefnur gegn því loforði þó að ég myndi hegða mér skikkanlega. Ég sat geispandi með Utabók og crayolakassa í risastórum ráðstefhusölum og skildi ekkert í þessari áráttu foreldra minna. Hvemig stóð á því að þau nenntu að hlusta andaktug á einhveqa karla halda maraþonræður þar sem innihaldið virtist oft vera hversu miklu klárari þeir væm heldur en aUir hinir fræðimennirnir? Ég tók líka eftir því að á kvöldin breyttust þessir þurrpumpulegu fræðimenn í brandarakarla sem sungu og dönsuðu fram eftir nóttu með koUegum sínum. í hátíðarkvöldverðum sniglaðist ég á miUi borðanna og sníkti gotterí og minjagripi. Besta borðið var einatt hjá Sovétmönnunum. Þeir gaukuðu að mér barmmerkjum með myndum af Lenín og Júrí Gagarín en engum með Trotský. Þrátt fyrir úrvalið af barmnælunum sór ég þess heit að þegar ég yrði stór, myndi ég aldrei verða svo vitlaus að fara á ráðstefnu. Nú rúmum tuttugu árum síðar hef ég gengið á bak orða minna og sótt nokkrar ráðstefnur affúsum og fijálsum vUja. Ég komst nefnilega að því að ráðstefnur eru hið mesta þarfaþing. Við sagnfræðingar veijum miklum tíma við rannsóknir á rituðu efni. Fyrst lesum við heimildimar og síðan skrifum við greinar og bækur um efnið. Þannig má segja að sagnfræðin sé sumpartinn starfssvið sem krefst ákveðinnar einvem. Við sUkar vinnuaðstæður er nokkur hætta á félagslegri einangrun og það sem verra er að fræðimenn fari með tímanum að sjá viðfangsefnið frá aðeins einum sjónarhóli; sínum eigin. Þegar við fömm á ráðstefnur emm við ekki aðeins að kynnast rannsóknum annarra heldur einnig að kynna okkur sjálf og rannsóknarefni okkar fýrir öðmm fræðimönnum. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi. Ráðstefnur eru grundvöllur fræðilegrar umræðu þar sem kollegar okkar geta komið okkur til hjálpar með uppbyggilegri gagnrýni. Ráðstefhur víkka því sjóndeildarhringinn. Ef ráðstefnur væru ekki haldnar reglulega væri hætta á stöðnun í fræðunum og þá yrði heldur engin þróun. Því má ekki heldur gleyma að velheppnaðar ráðstefnur geta verið mjög skemmtilegar og er nýafstaðin landsbyggðaráðstefna sagnfræðinga og þjóðfiræðinga sem haldin var á Akureyri gott dæmi um slíkt. Nú em Sovétríkin gömlu liðin undir lok og möguleikinn á að eignast fleiri barmmerki með geimfaramyndum horfinn með þeim. Ég læt það hinsvegar ekki á mig fa og held ótrauð áfiram að mæta á ráðstefnur. Ég komst nefnilega að því þegar ég fullorðnaðist að það er miklu meira sem hægt er að græða á ráðstefnum heldur en gotterí og minjagripir. Björk Þorleifsdóttir ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Björk Þorleifsdóttir

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.