Sagnir - 01.06.2003, Side 29

Sagnir - 01.06.2003, Side 29
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ r Saga Ivaks í Ijósi nýliðinna atburða Viðtal við Magnús Þorkel Bernharðson Magnús Þorkell Bemharðsson, sem nú er búsettur í Bandarikjunum, er einn af fáum Vesturlandabmun sem hefttr sérhæft sig í sögu Mið- Austurlanda. Hann lauk B.A.-próft í guðfræði og stjórnmálafræði frá Háskóla íslands árið 1990, enfór að því loknu til Bandaríkjanna og lauk meistarapróJÍ í trúarbragðafræði frá guðfræðideild Háskólans i Yale árið 1992. Hattn dvaldi svo eitt ár í Damaskus í Sýrlandi og lærði arabísku ett árið 1999 lauk liann doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanutn i Yale og fjallaði lokaritgerð hans utn þjóðerti ishyggju ogfornleifafræði í Irak. Uppfrá því hefur hann statfað setn lektor í Hofstra Háskólanutn í New York innan sagnfræðideildar og kennir þar nútímasögu Mið-Austurlanda og Islatn. í liaust tnun hann svojlytja sig yfir i Williatns Háskólann í Massachusetts og kettna þar eittnig nútímasögu Mið-Austurlanda innan sagn- fræðideildar. Mikil umfjöllun hefur verið um Mið-Austurlönd eftir 11. september 2001 þegarflugvélum varflogið á tvíburaturnana í New York og eltingarleikurinn við al-Qaeda hófst. Al-Qaeda hefur ttúfallið í skuggann af árásutn Bandaríkjanna á Irak. Hrafnhildur Ragnarsdóttir hafði satnband við Magttús Bernharðsson og ætlar hann að fræða okkur í stuttu máli uttt sögu íraks, samskipti Iraka við nágratinaþjóðirttar og svo samskipti þeirra við Battdaríkin. Mynd frá götum Basra eftir Persaflóastríðið 1991. Gcetir þú rakið sögu Iraks eftir seinni heimsstyrjöld í stuttu ttiáli og svo samskipti þeirra við Bandaríkin? „Fram að síðari heimsstyijöld var mjög náið samstarf milli Breta og Iraka. Eftir seinni heimsstyrjöldina áttu Irakar meiri samskipti við Bandaríkin en Breta og var samband þeirra tiltölulega náið. Irakar höfðu orð á sér fyrir að vera frekar hlynntir Vesturlöndum og áttu hlut að Bagdad-sáttmálanum 1955, sem gegndi mikilvægu hlutverki í kalda stríðinu. Þessi sáttmáli var gerður á meðal nokkurra ríkja, til að mynda Tyrklands og Pakistan, til að koma í veg fyrir útþenslu Sovétríkjanna í Asíu. I byijun fimmta áratugarins fóru Irakar að leggja meiri áherslu á að þróa sitt eigið ríki með því að byggja brýr og vegi og bæta alla skipulagsgerð ríkisins. Þeir hvöttu erlenda fjárfesta til að fjárfesta í landinu og sóttu meðal annars mikið til Bandaríkjanna. Á þessum tíma varð því verulegur uppgangur meðal bandarískra fyrirtækja í Irak og verktakar og aðrir voru sendir til landsins. Árið 1958 urðu þó umskipti í stjómarfari Iraks. Konungdæminu var steypt af stóli og samband gömlu stjórnarinnar við Vesturlönd sætti gagnrýni. Stjórnarherramir fóm að sækja meira til sovéskrar hugmyndafræði og þar með varð þáttur Bandaríkjanna minni um nokkurra ára skeið. En staða Bandaríkjanna breyttist eftir að Baath flokkurinn komst til valda 1968. Bandaríkjamenn áttu ákveðna hlutdeild í olíuiðnaðinum í Irak ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.