Sagnir - 01.06.2003, Síða 60

Sagnir - 01.06.2003, Síða 60
Búningar voru oft mjög einfaldir og skrautlausir. Viðfangsefni dansverka breyttist líka mikið. Mannlegar tilfinningar, gleði og sorg voru til unrfjöllunar auk hversdagsleika daglegs lífs. Einnig gátu dansverk verið algerlega abstrakt, hreyfingar verið einungis sjálfra sín vegna, dansinn algerlega á eigin forsendum. Almennt er talið að Hst hinnar bandarísku Isadoru Duncan hafi rutt veginn og að nútímalistdansinn reki upphaf sitt til hennar. Hún var fædd árið 1877 í San Francisco i Bandaríkjunum. Isadora var mjög ung þegar hún hóf leit að eigin tjáningarfomri innan danslistarinnar. Hún dansaði berfætt í kyrtlum að grískri fyrirmynd og byggði dansa sína að mestu á göngu, hlaupum og hoppum og öðmnr eðlilegum hreyfingunr nranna.3 Isadora Duncan ferðaðist víða unr lönd og dansaði við gífurlega hrifningu og var dáð og dýrkuð á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Islendingar nutu einnig töffa Isadora Duncan. Benda má til dæmis á kvæði Sigurðar Sigurðssonar firá Amarholti sem heitir einfaldlega Isidóra.4 Danskennslan á fyrstu áratugum aldarinnar var, eins og áður var getið, í höndum leikkvennanna Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðrúnar Indriðadóttur. I ritverki Sveins Einarssonar, Islensk leiklist, segir ffá dans-kompu sem Stefanía átti. I þessa kompu hafði hún m.a. skrifað um dansaðferð Isadora Duncan.5 Stefanía dansaði sjálf og sarndi dansa fyrir leiksýningar auk kennslunnar. Því er ekki fjarri lagi að ætla að hún hafi nýtt sér eitthvað af aðferðum Duncans. Ellen Kid stofnaði dansskóla á íslandi árið 1939 og hlaut mikið lof fyrir danssýningar sem hún hélt í Iðnó sarna ár. ♦ ♦ Uppliaf nútímalistdans á Islandi ♦ ♦ Arið 1917 hóf 13 ára gömul stúlka, Asta Norðmann, dansnám hjá þeinr Stefaníu og Guðrúnu/’ Hún sagðist síðar aðallega hafa lært þar samkvæmisdansa.7 Veturinn á eftir var stödd hér á landi danskur danskennari, frú Petersen. Hjá henni var Asta í tímum og lærði klassískan listdans.8 Asta fór með systur sinni Kristínu og mági sínum, Páli Isólfssyni, til Leipzig árið 1921 þar sem hún stundaði dansnám. Hún sagði sjálf svo frá í viðtali senr birtist í Morgunblaðinu árið 1982: „Þeir vora dýrlegir dagamir í Leipzig og ég fékk mikið út úr dvölinni þar. Komst ég í ejnkatíma til konu, sem sjálf var sólódansari við Operuna í Leipzig og tók nemendur heim til sín. Hún var mér í alla staði mjög góð, kenndi mér mikið um hreyfingar, upphitunaræfingar og samningu dansa.“9 Þegar Asta kom heim ári síðar undirbjó hún danssýningu í Iðnó. Frumsýning var 21. október 1922 og í umsögn í Vísi 24. október sagði að hinn besti rómur hafi verið gerður að dansi hennar því bæjarbúar hafi ekki átt slíkum danssýningum að venjast.10 Sýningarnar urðu þrjár og af tíu dönsum sem þar vora á dagskrá dansaði hún átta dansa berfætt en hinir tveir vora menúett og ungverskur dans. Þannig virðist það ekki hafa verið sígildur listdans sem þarna var á ferðinni. Engin af þeim myndum sem birtust með viðtölunum í Lesbókinni sýnir Astu í búningi eða stellingu hins sígilda listdans. 11 Engar heimildir hafa fundist sem segja nánar frá því hvaða stílbrigði Asta dansaði sjálf eða beitti í danssköpun sinni en eftir því sem ráða má af myndum hefur hún komist í kynni við þýska nútímalistdansinn sem oftast er kenndur við expressionisma og naut mikilla vinsælda í Þýskalandi á þriðja áratugnum.12 Því má ætla að það sem hún lærði í Leipzig hafi verið einhver blanda nútímadanshreyfmga, karakterdansa og danssköpunar og það var það sem hún sýndi á sýningunni í Iðnó. Asta þekkti vel til frumheija nýja dansins eins og Isadora Duncan og dáðist að þýska dansaranum og danshöfundinum Mary Wigman (1886- 1973) samkvæmt því sem frænka hennar og ein af nemendum, Jórann Viðar tónskáld, segir.13 Mary Wigman stofnaði dansskóla í Dresden árið 1920 og varð einn af helstu áhrifavöldum þessarar nýju stefnu í sviðsdansi. Þegar Asta hóf danskennslu eftir heimkomuna árið 1922 kenndi hún aðeins barna- og samkvæmisdansa.14 Arið 1928 fór hún til Kaupmannahafnar til nánrs í hefðbundnum listdansi og stofnaði listdansskóla haustið 1929, þann fyrsta hér á landi, en auk þess sanrdi hún dansa fyrir leiksýningar í Iðnó og dansatriði í revíunr sem vinsælar vora á þessunr tínra.15 ♦ ♦ Þýska álfkonan ♦ ♦ Talsverðrar grósku gætti í danskennslu hér á landi á áranum milli 1930 og 1950. Auk Ástu Norðmann kenndu hér Hanson systumar Ruth, Ása og Rigmor listdans, samkvæmisdans og barnadans og Sigurður Guðnrundsson kenndi sanrkvæmisdansa. Fyrrunr nemendur Ástu, til dæmis Helena Jónsson og Sif Þórs tóku einnig til við danskennslu. Erlendir listdanskennarar komu líka við sögu en stóðu flestir stutt við. Árið 1937, hinn 13. október, birtist í Morgunblaðinn 58 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.