Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 69

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 69
KREDITKORT Á ÍSLANDI ♦ ♦ Kortaævintýrið hefst ♦ ♦ Ekki er hægt að segja með fullri vissu hvenær hugmyndin um kreditkort kom fyrst fram. Þó er líklegt að Edward Bellamy, rithöfundur, hafi verið einna fýrstur manna til að koma fram með hugmyndina. Hann skrifaði bókina Looking Backward: 2000-1887} sem fjallar um mann sem sofnar árið 1887 en vaknar árið 2000, í amerískri „útópíu”. I bókinni er fólki lýst sem „iðnvæddum her“ (e. industrial armý) sem framleiðir allt sem það þarf. Engir peningar eru notaðir, heldur notast fólk við nokkurs konar kort sem líkja má við kreditkort, til kaupa á vörum.2 Kreditkortin eins og við þekkjum þau í dag eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á 4. áratug 20. aldar og var notkun þeirra orðin tiltölulega almenn á 6. áratugnum. Fyrstu nútímalegu kreditkortin sem komu fram voru frá fyrirtæki sem heitir Diners Club og var fyrst um sinn einungis hægt að nota þau á tæplega 30 veitingastöðum í Bandaríkjunum. I upphafi hafði einungis þeim efnameiri verið boðin kort, en ekki leið á löngu þar til það var orðið auðveldara fyrir lægri stéttir Bandaríkjamanna að eignast kreditkort. Þar með stækkaði sá hópur mikið sem átti auðveldara með að fá lán út á kort og eignast hluti. Kreditkortin komu fram sem kærkomið „tæki“ í vaxandi efnahag Bandaríkjanna. Þau veittu Bandaríkjamönnum tækifæri á því að kaupa endingargóðar vörur með afborgunum ásamt því að þarlendum almenningi fannst kortin vera mjög nytsamlegur hlutur á ferðalögum.3 ♦ ♦ Kortaútgáfa á Islandi ♦ ♦ Líklegt má telja að fyrsta íslenska tilraunin til að innleiða kreditkort hafi verið þegar olíufélögin tóku í notkun kort á 8. áratugnum sem nota mátti til úttektar á vörum og þjónustu á útsölustöðum þeirra víða um land. Þessi tilraun gekk ekki upp og lagðist fljótlega niður þar sem olíufélögin treystu sér ekki til að selja almennum viðskiptavinum gegn greiðslufresti. Erlendir ferðamenn höfðu getað keypt vörur á sumum stöðum á Islandi með því að framvísa kreditkortum, m.a. í Fríhöfninni og faeinir íslenskir ríkisborgarar höfðu fengið heimild íslenskra yfirvalda til að fa sér erlend greiðslukort til notkunar erlendis. Árið 1980 var fyrirtækið Kreditkort hf. stofnað á íslandi. Stofnendur voru nokkur einkafyrirtæki sem fengið höfðu umboð frá Eurocard International til að gefa út kreditkort undir Eurocard nafninu, þó í fýrstu eingöngu til notkunar á Islandi. Rekstraráætlun var gerð fyrir hið nýja fýrirtæki í nóvember 1979 og fram kom í henni að Kreditkort hf. væri hlutafélag sem væri stofnsett til að koma á fót íslensku kreditkorti. Þar segir einnig að ,,[þ]rátt fýrir vinsældir erlendis eru kreditkort nær óþekkt hér á landi. Kreditkort er lítið plastspjald, sem heimilar handhafa að taka út vörur eða þjónustu gegn framvísun kortsins hjá fjölda verslana og þjónustufýrirtækja, og greiða fýrir með einum gíróseðh í næsta mánuði.”4 Þegar þetta var skrifað var mikill hugur í mönnum og þeir sem stóðu að þessu voru bjartsýnir á að allt myndi ganga vel. í rekstraráætluninni voru gerðir útreikningar miðað við að korthafar yrðu 1000, 3000 eða 6000 og alltaf átti fýrirtækið að skila hagnaði. í fýrstu átti einungis að bjóða einstaklingum sem áttu fasteign, eða einstaklingum með ábyrgð fasteignaeiganda, kost á því að fá kort. Viðkomandi þurfti að undirrita sjálfskuldarábyrgð sem nam þrefaldri upphæð ♦—------------------------------------------------------♦ Islenskur almenningur fær að kynnast kreditkortum Brátt gefst Islendingum kostur á að losna við ávísanaskriftir við viðskipti sín og auk þess fá „skrifað" í ýmsum verzlunum gegn framvísun kreditkorts eða krítarkorts eins og sumir vilja kalla - creditcard -, en slíkt er viðskiptamáti sem lengi hefur tíðkazt í nágrannalöndum okkar. Það er fýrirtækið Kreditkort hf. sem stendur fýrir þessu í samvinnu við fjármálafýrirtækið Eurocard Intemational, sem hefur slíka starfsemi um nær öll Evrópulönd og víðar. Heimild: Dagblaðið 16. janúar 1980. Baksíða. i-------------------------------------------------------1 fýrirfram ákveðinnar mánaðarlegrar úttektarheimildar.5 Gríðarleg vinna fór í það að fá fýrirtæki til liðs við sig á fýrstu ámnum og virtust fýrirtækin vera mjög treg til samstarfs við þetta nýja fýrirtæki. Tékk-Kristall var fýrsta búðin sem tók við „íslensku" kreditkorti í júlí 1980. Hrafn Bachmann hjá Kjötmiðstöðinni Laugalæk braut hins vegar ísinn fýrir kortaviðskipti í matvömverslunum. Eftir að hann byrjaði fýrstur matvörukaupmanna að taka við kortum jukust viðskiptin mikið. Hrafn sá líka fram á það að hann gæti hætt að skrifa hjá fólki og því myndi fýlgja aukin hagræðing, einfaldari sala og bókhald fýrir hann og verslunina. Áður höfðu matvöruverslanir verið mjög á móti kortunum en þegar viðskipti hjá Kjötmiðstöðinni jukust, þá tóku hinar verslanirnar við sér.6 Þegar Kreditkort var farið af stað og náði samningum við Eurocard fóra bankamir að ranka við sér og sáu að dæmið gæti gengið upp.7Jafnframt því að Útvegsbankinn og Verslunarbankinn keyptu hlut í Kreditkortum,8 hóf fýrirtækið útgáfu alþjóðlegra korta með sérstöku samþykki Seðlabankans í ágúst árið 1982. Áður höfðu Eurocard kortin á Islandi verið auðkennd með rauðri rönd sem þýddi að þau var aðeins hægt að nota hér á landi. Island var eitt örfárra landa þar sem kortin voru gefin út á þennan veg.9 Island var líka eitt örfárra landa þar sem einkaleyfið var í höndum einstaklinga en ekki í höndum banka. I desember 1989 seldu fýrirtækin bönkunum hlut sinn í Kreditkortum. Bankamir gerðu þeirn tilboð sem þeir gátu ekki hafnað og urðu þá Kreditkort alfarið í eigu bankanna.10 Landsbanki Islands hóf útgáfu VISA korta árið 1981. Sú starfsemi tilheyrði gjaldeyrisdeild bankans. Þann 15. apríl 1983 var fýrirtækið Greiðslumiðlun stofnað til að sjá um útgáfuna. I upphafi þurfti að fara með hvetja kortaumsókn til Seðlabankans til samþykktar og þegar VISA ísland hóf kortaútgáfu í júlí 1983 þurfti enn að fara í gegnum það ferli.11 Þetta ástand var vegna þeirra gjaldeyrisreglna sem vora hér á landi. Til þess að fá VISA kort þurftu menn að sýna ffam á að ferðalög þeirra til annarra landa væra vegna viðskiptaerinda. Þetta breyttist í kjölfar þess að gjaldeyrisreglur urðu frjálsari og fólki, sem þess þurfti, varð leyfilegt að kaupa gjaldeyri.12 Á upphafsáranum var VISA einungis deild innan Landsbankans sem sá um kortaútgáfuna. Björg Jóhannesdóttir var ein þriggja starfsmanna sem fýrstir hófu störf hjá VISA á Islandi. Hún var uppranalega ráðin til SAGNIR 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.