Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 61

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 61
AÐ DANSA NYJAN DANS auglýsing um nýjan dansskóla í Reykjavík. Undir íýrirsögninni „Dansskóli Ellen Kid“ stóð „Kennsla í ballet og dansgymnastik íyrir börn og fullorðna“ Tveim dögum seinna var svo lítil fréttatilkynning í sama blaði. Fyrirsögnin var „Ellen Kid sem kennir dansleikfimi" og undir henni var mynd af standandi konu í síðum kjól í mikilli bakfettu. Eftir upplýsingum um kennsluna sagði: „Frú Ellen Kid hefur stundað nám í dansleikfimi í Berlín og Dresden og síðan dansað við leikhús í Italíu, Spáni og Sviss. Þá hefur frúin dansað í nokkrum kvikmyndum hjá Ufa- kvikmynda^elaginu. “16 Hver var þessi kona? Ellen Kid, sem var fædd í Dresden í Þýskalandi árið 1907, hét í raun Eleonore Hertha Kreie. Sama ár og hún stofnaði dansskóla í Reykjavík giftist hún Jóhanni Briem listmálara. Ellen andaðist árið 1941 aðeins 34 ára að aldri.17 Hvorki í umfjöllum um Jóhann Briem í Kennaratali á Islandi1* né í bók Halldórs B. Runólfssonar, Jóhann Briem, koma ffam miklar upplýsingar um þessa fýrri konu hans.19 Þegar Ellen Kid auglýsti dansskóla sinn í fýrsta sinn bauð hún kennslu í ballett og dansgymnastik.20 Ari síðar, í október 1938, auglýsti hún ballett, stepp og plastik.21 Haustið þar á eftir, 1939, var það aðeins stepp og ballett sem hún hugðist kenna. Dansgymnastik, sama orðið og Mary Wigman notaði um dansstíl sinn, hvarf úr auglýsingum strax eftir fýrsta árið. Líklega má lesa úr þessu að ballett og stepp hafi verið það eina sem nemendur óskuðu eftir. Hinn 10. febrúar 1939 héltEllen Kid opinbera danssýningu í Iðnó. Auglýsingar um sýninguna birtust bæði í Morgunblaðinu og Vísi 8. febrúar.22 Sama dag var í Morgunblaðinu eftirfarandi fréttatilkynning undir yfirskriftinni: „Ellen Kid dansar“. Dansntærin Ellen Kid, kona Jóhanns Briem listmálara, ætlar að halda danssýningu í Iðnó á föstudaginn kemur. Frú Ellen Kid hefir dvalið hjer undanfarin ár og kent dans, ballet, stepp, dansleikfimi o.fl. Hefir hún nú afráðið að efna til danssýningar og sýna Reykvíkingum hstir sínar. ... Frúin hefur lært í „Mary Wegmann Schule" í Dresden og hefir mikinn áhuga fýrir því að kynna hjer þá list, er hún hefir aðallega lagt stund á, og kend er í þeim skóla. Auk „karakterdansa" alvarlegs eðlis, mun Ellen Kid dansa ýmsa dansa ljettara eðhs, og hefir lagt áherslu á að gera „prógrammið“ fjölbreytt og vel úr garði.23 Þess má geta að allar þær fréttatilkynningar sem birtust um dans á þessum árum í Morgunblaðinu voru á síðu sem bar yfirskriftina „Kvenþjóðin og heimilin" innan um ráð til að lýsa hörundið og leiðbeiningar unr matreiðslu á hrognum. Listdans var greinilega aðeins fýrir konur. Daginn eftir sýninguna var svolítil klausa í dagbókinni í Morgunblaðinu. Þar segir að Ellen Kid hafi haldið danssýningu í Iðnó kvöldið áður fýrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áhorfenda. Hún hafi orðið að endurtaka marga dansana og verið þakkað með miklu lófaklappi og blómum.24 Umsögn eða gagnrýni urn sýninguna birtist í sama blaði 16. febrúar. I upphafi sagði: „Frúin er listakona á sínu sviði og hefir á valdi sínu all-mikla dansfimi, leiklist og músíktúlkun." Síðan kom lýsing á hinum ýmsu dönsum. Dans við tónlist eftir Scharlatti var dansaður af mikihi viðkvæmni. Höfundur lýsir söguþræði þessa dans: Ellen Kid dansandi berfætt i grasinu fijáls og lífsglöð. Glæsilegar línur dansarans koma fram í heilmiklu stökki. Hér er greinilega vel menntaður atvinnudansari á ferðinni. Á vængjum ímyndunaraflsins berast áhorfendur út í skóg. Eitthvað hvitt sjest liggja í grasinu. Það reynist vera lítil stúlka, sem sefur og er að dreyma. Hún heyrir í draumi ljetta og fina tóna í fjarska, byijar ósjálfrátt að hreyfa fingurgómana í takt við þá, síðan alla hendina, og að lokum sest hún upp og hrífst með og byijar að dansa. Smátt og smátt fjarlægjast tónamir aftur og hún legst niður og sofnar á ný. Að lokum vonar hann að sýningin verði endurtekin og ahir sem dansi og tónlist unni hafi tækifæri til að sjá hana.25 Sigríður Armann listdanskennari sá danssýninguna í Iðnó og varð yfir sig hrifin. Sigríður segir: „Hún var alveg stórkostleg. Eg man að hún dansaði nunnu og svo dansaði hún í hvítum kjól með rautt um mittið, það var alveg stórkostlegur dans, maður heillaðist svoleiðis af henni. Ellen var eins og vera úr öðrum heimi, álfkona.“ Sigríður sótti líka tíma í bahett og steppi í skólanum hjá Ellen Kid.26 „The Artist Club“ auglýsti Cabaret-kvöld á Hótel Borg hinn 28. október 1939. Meðal skemmtiatriða var danssýning Ehen Kid.27 Eftir það var hljótt um hana og engin auglýsing birtist í Morgunblaðinu haustið 1940. Sigríður Armann hafði heyrt að Ellen hefði veikst af krabbameini og látist á Hvítabandinu sumarið 1941. Hún SAGNIR 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.