Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 30

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 30
ásamt öðrum þjóðum, en upp úr 1970 þjóðnýttu írakar olíuiðnaðinn. Undir forystu Saddam Hussein, sem ekki var enn orðinn forsætisráherra en var mikilvægur maður innan Baath-flokksins, hófu Irakar að semja við ýmsar þjóðir um að fjárfesta í olíuiðnaðinum og leituðu helst til Frakka og Rússa. Eg tel að samband Bandaríkjanna og Iraka hafi orðið enn mikilvægara 1979 eftir byltinguna í Iran en Iranir og Bandaríkjamenn höfðu verið mjög nánir samstarfsmenn. Bandaríkjamenn höfðu fjárfest mikið í Iran og bæði veitt þeim efnahagsaðstoð og selt stjóm keisarans í Iran vopn. Iran var mjög mikilvægt Bandaríkjunum til að tryggja öryggi Persaflóans. hegar kom svo nýr tónn í Iran í kjölfar byltingarinnar 1978-1979 og Ayatollah Khomeini komst til valda, fóru Bandaríkjamenn að starfa nánar með Irak og þar með Saddam Hussein. Þegar stríðið á milli Irans og Iraks hófst 1980 studdu Bandaríkjamenn Iraka með ýmsum hætti. Það var hernaðarleg ákvörðun því Iran var nú orðið helsti óvinurinn. Þetta samband breyttist algerlega árið 1990 þegar Irakar réðust inn í Kúveit." Þú sagðir að viðhoifsbreytingar hefðu orðið i írak 1958 til Vesturlandanna, hvað olli þvi nákvœmlega? „Fyrir því em margar ástæður. Eg held þó að það sé fyrst og ffemst vegna þess að sú stjóm sem byltingin í Irak steypti af stóh, konungsdæmi Hashimíta, var álitin eins konar leppstjórn Vesturlandanna því þeir höfðu átt gott og náið samstarf við bæði Breta og Bandaríkjamenn. Þeir sem komust svo til valda í Irak eftir byltinguna vom margir hveijir meðlimir kommúnistaflokksins eða sósíalískir að einhvegu leyti. Hluti af stjómarandstöðu þeirra hafði einmitt byggst á því að Irakar væru orðnir of nánir hinum vestrænu öflum. Fyrrum stjórnvöld hefðu selt landið til Vesturlanda, sem væri ekki rétta stefnan fyrir Irak. Irakar þyrftu nýja framtíðarsýn sem byggðist á því að endurskipuleggja efnahaginn og utanríkisstefnuna á sósíalískari forsendum." Hvernig hefur samskiptum Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna verið háttað, og svo aftur samskiptum Sádi-Araba við írak? „Samskipti Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna hafa verið mjög náin og Bandaríkjamenn hafa fjárfest hvað mest í olíulindum Sádi-Arabíu. Saman stofnuðu Bandaríkjamenn og Sádi-Arabar fýrirtækið The American-Arabian Oil Company, eða ARAMCO, sem hefur verið í forsvari fyrir helstu fjárfestingar í Sádi-Arabíu. Mjög náin tengsl hafa verið milli konungsfjölskyldunnar þar og ríkisstjórnar Bandaríkjanna alveg frá því um 1940 og hafa þeir unnið saman að því að þróa olíuiðnaðinn og sjá til þess að svæðin við Persaflóann væm öragg. Þetta samband hefur verið mjög umdeilt því eins og margir vita er ríkisstjóm Sádi-Arabíu hvorki fijálslyndasta ríkisstjóm heimsins, né lýðræðisleg og hún er strangtrúuð. Eg tel að það hafi verulega tekið á samband Bandaríkjanna og Sádi- Arabíu síðustu ár og þá sérstaklega eftir 11. september þar sem að minnsta kosti 15 af flugræningjunum 19 vora frá Sádi-Arabíu. I dag er mjög öflug gagnrýni hér í Bandaríkjunum á ríkisstjóm Sádi-Araba. Ein helsta ástæðan fýrir því að nauðsynlegt þótti að fara inn í Irak, er til þess að koma á nýrri stöðu á Persaflóasvæðinu svo að Bandaríkjamenn þurfi ekki að reiða sig eins mikið á Sádi-Arabíu og þeir hafa gert. Sádi-Arabar hafa hins vegar átt gott samstarf við Bandaríkin og vora meðal annars mjög þakkládr eftir Persaflóastríðið 1990 og 1991 þegar Bandaríkin komu þeim til varnar. Þá óttuðust Sádi-Arabar að Saddam Hussein ætlaði sér að ráðast næst inn í Sádi-Arabíu eftir innrásina í Kúveit og buðu því Bandaríkjunum að setja upp herstöðvar í Sádi-Arabíu. Þetta varð mjög umdeilt og Osama bin Laden hefur meðal annars gagnrýnt það mjög að erlendar herstöðvar ótrúaðra manna séu í landi spámannsins. Sumir múslimar líta svo á að þetta sé brot gegn hugmyndafræði Islam. Samskipti Sádi- Arabíu og Iraks hafa almennt séð verið mjögdiplómatisk. Þeir hafa átt í deilum um ýmis landssvæði og á tímabili var hlutlaust land óskilgreint sem tilheyrir nú Sádi- Arabíu. Þessi tvö lönd hafa verið helstu öflin við Persaflóann. Fram að innrás Iraka í Kúveit, Htu Sádi-Arabar ekki á Irak sem sinn helsta óvin, heldur ffemur á Iran eða Israel sem ógn við öryggi sitt. Það breyttist svo árið 1990 við innrás Hussein í Kúveit.“ Meira um Persaflóastríðið, hvaða áhríf hafði það á samskipti írans, íraks og Sádi-Arabíu, og almennt í nágrannaríkjum íraks? „Persaflóastríðið hafði þau áhrif á þessi ríki að þau settu Iran svolítið til hliðar. Iran var ekki lengur talið helsta vandamál Persaflóans heldur var það nú Irak. Margir arabar litu svo á að Hussein hafi brotið eina af grandvallarreglum í samskiptum arabaríkjanna, að ráðast gegn öðru arabaríki. Arabaríkin studdu yfirleitt Irak gegn Iran, enda era Iranir upp til hópa ekki arabar. Þegar Hussein réðst svo inn í Kúveit óttaðist fólk hann mjög, þótt hann hafi haft sínar ástæður fýrir innrásinni. Þetta stríð hefur valdið því að Irak er ekki lengur ráðandi ríki á Persaflóasvæðinu. Irakar hafa ekki náð að byggja upp eigin her og ekki framleitt oliu í því magni sem ætla mætti, meðal annars vegna efnahagsþvingana. Ríkið hefúr því verið mjög veikt á síðustu tólf áram og ekki náð að starfa eðlilega. Mörg önnur ríki á þessu svæði hafa grætt mjög á þessu. I fýrsta lagi stafar þeim ekki ógn af Irak og í öðra lagi hafa þau getað framleitt ohu í stað Iraks. Það sem þessi ríki óttast nú er meðal annars að Irak styrki sig í framtíðinni og geti þar með ógnað þeim bæði hemaðarlega og efnahagslega. Síðan er auðvitað sú hugmynd uppi að koma á lýðræði í Irak, en ef sú hugmynd nær fram að ganga mun það 28 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.