Sagnir - 01.06.2003, Page 59

Sagnir - 01.06.2003, Page 59
AÐ DANSA NYJAN DANS ♦ ♦ Að dansa nýjan dans ♦ ♦ Miklar breytingar urðu í listheimi Evrópu undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Tækniframfarir, nýjar hugmyndir um þróun lífsins og tilveru mannsins komu ffam auk þess sem lífshættir breyttust í kjölfar þess að borgir stækkuðu og þeim fjölgaði. Aukin kynni Evrópumanna af lífi og hstum firamandi þjóða urðu einnig til þess að losnaði um hefðbundinn hugsunarhátt varðandi hstir og módemisminn varð til. Klassíski bahettinn sem fylgdi dyggilega nýjum listastefnum sem urðu til í Evrópu 19. aldarinnar fór ekki varhluta af þessum sviptingum. Fyrstu merki þess að breytingar væru í aðsigi á þessu sviði komu ffam í Evrópu um aldamótin 1900 m.a. með sýningum bandarískra kvendansara, sem þó höfðu ekki vakið neina sérstaka eftirtekt í heimalandi sínu. Tilraunir með módemisma í listdansi, „Modem Dance“, hófust í Evrópu á fyrstu áratugum 20. aldarinnar en eins og gerðist t.d. með myndlistina fluttist ffumkvæðið til Bandaríkjanna á ámnum fýrir síðari heimstyijöldina og náði þar listrænum þroska og talsverðum vinsældum. Konur mörkuðu dýpstu sporin í þróun nútímalistdansins, ólíkt hinum hefðbundna listdansi þar sem karlar voru ávaht í fararbroddi. Þannig var þessu varið bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum og þetta á einnig við hér á landi. A þeim ámm sem nútímahstdansinn var að mótast var réttindabarátta kvenna farin að bera nokkum ávöxt og í þeirri baráttu áttu konur eins og dansarinn Isadora Duncan dijúgan þátt. Á íslandi var listdans alveg óþekktur á fýrstu ámm 20. aldarinnar. Þegar leiklistinni hér fór að vaxa fiskur um hrygg sýndi sig að þörf var fýrir einhverskonar kennslu eða þjálfún í dansi fýrir sviðsetningu söngleikja og leikrita. Leikkonumar Stefanía Guðmundsdóttir (1876-1926) og Guðrún Indriðadóttir (1882-1968) stunduðu báðar leiklistamám í Kaupmannahöfn. Hluti afþví námi var þjálfún í dansi, bæði samkvæmisdönsum og hefðbundnum listdansi. Það vora þessar hstakonur sem á öðmm tug 20. aldarinnar hófú að kenna Reykvíkingum þann dans sem þær höfðu lært í Kaupmannahöfú.1 íslendingar öfluðu sér einnig menntunar víðar en í Danmörku, og snemma varð hér á landi vart þeirra hræringa sem fmmkvöðlar módemismans í listdansi settu af stað. Því má segja að þegar hstdansinn fór að skjóta rótum hér á landi hafi strax gætt nýrra strauma sem, þó ótrúlegt megi virðast, komu beint frá uppsprettunum bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. ♦ ♦ Frá ballskóm í táskó ♦ ♦ KJassíski listdansinn sækir uppmna sinn til hirðdansa sem dansaðir voru í veislum fursta endurreisnartímabilsins á Italíu. I samkeppni um sífeht glæsilegri skemmtanir, til dæmis vegna brúðkaupa, urðu til dansaðar skrautsýningar sem atvinnudansmeistarar sömdu. Oft var efnið sótt í grískar goðsögur. Á síðari hluta 16. aldar stóð franska hirðin öðmm hirðum framar í íburðarmiklum danssýningum, oft með konunginn sjálfan í hlutverki æðstu persónunnar, eins og sólarinnar, AppoUo eða Seifs. Á dögum Lúðvíks XIV Frakkakonungs fluttist miðstöð danssýninga ffá sölum haUanna og upp á leiksviðin. Þar með tóku konungar og aðaU ekki lengur þátt í sýningunum og atvinnufólk kom í staðinn.2 Þegar komið var fram á síðari hluta 18. aldar var París tnikUvægasta borg danshstarinnar þótt bestu dansaramir kæmu Ásta Norðmann stofnaði fyrsta íslenska listdansskólann haustið 1929. Auk þess samdi hún dansa fyrir leiksýningar í Iðnó og dansatriði í revíum sem vinsælar voru á þessum tíma frá Ítalíu. Seinni hluta 19. aldar hafði Rússland bæst í hóp þeirra landa sem höfðu á að skipa góðum listdansflokkum. Listdanssýningar þessa tíma vom miklar skrautsýningar, þar sem umgjörðin og tæknileg geta dansaranna var aðalatriðið en innihald verkanna og túlkun á tilfinningalífi persóna skipti ekki miklu máh. Farið var að bera á gagnrýni á þetta innihaldsleysi og mörgum þótti klassíski hstdansinn vera nokkuð seinn að bregðast við breyttum tíðaranda. Dansaramir vom hnepptir í fjötra búningahefðar og táskódansa. Viðfangsefni vom goðsögur og ævintýri, sem var heimur víðs fjarri þeirri tilveru sem blasti við almenningi. Mikil þörfvar því fýrir að fara nýjar leiðir, eins og gerst hafði innan annarra listgreina. ♦ ♦ Beifœttir dansarar ♦ ♦ Greinilegustu einkenni nútímalistdansins em þau að útsnúningi fótleggjanna og hinum fostu gmnnstöðum sígilda hstdansins er hafnað. Einnig upphafningu hans og sókninni í þyngdarleysið, leitinni upp á við, sem nútímadansinn sneri við með því að sækja í undirstöðuna, jarðbindinguna. Dansarar hins nýja dans leituðu inn að eigin miðju, sóttu þangað kraft sinn. Fegurð og samræmi í hreyfingum vom ekki lengur eftirsóknarverð fýrirbæri. SAGNIR 57

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.