Sagnir - 01.06.2003, Side 63

Sagnir - 01.06.2003, Side 63
AÐ DANSA NYJAN DANS Mánuði áður en Sigríður ædaði heim tíl íslands kom boð frá Stravinsky um að sýna verkið næsta gamlársdag fýrir félagskap leikara í Hollywood. Tónskáldið setti aðeins eitt skilyrði, það að stúlkan sem dansaði prinsessuna yrði með. Vissulega var þetta freistandi en Sigríður var búin að ljúka námi sínu, kaupa farmiðann heim til Islands og ekkert að gera annað en að hafna þessu boði og fara heim í maí 1947 eins og áætlað hafði verið. Strax eftir heimkomuna hóf Sigríður kennslu við Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Hún samdi mikið af dansi fýrir nemendur sína á Laugarvatni, þó oftast í formi leikfimiæfinga og einnig fýrir nemendur Kennaraskóla Islands eftir að hún hóf kennslu þar árið 1948. Sumarið 1949 var haldið alþjóðlegt íþróttamót í Stokkhólmi. Tíu stúlkur frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, allar nemendur Sigríðar, sóttu mótið. Það var vel vandað til alls undirbúnings. Sigríður hafði kynnst tórdist Jórunnar Viðar og líkað hún svo vel að hún leitaði til hennar um samningu tónverks fýrir sýningaratriðið. Sýning íslensku stúlknanna vakti mikla athygh. Fréttir sænsku dagblaðanna af mótinu voru þýddar og birtust í íslenskum blöðum. I Tímanum frá 10. ágúst 1949 var m.a. vitnað til urnmæla í Aftonsbladet ffá 30 júlí: Fegurstu augnablikin á „Lingiaden" hafa verið þegar hin formstífa leikfimi hefur fengið „skeinu á fótinn“ frá stóru systur sinni, dansinum. Þá fýrst er leikfimin hættir að vera bara leikfimi, verður hún falleg. Ef ekki fýrr, þá kom það fram á mjög ákjósanlegan hátt, þegar íslenzku stúlkumar sýndu. ... Beinvaxnar, grannar, gullhærðar stúlkur, eins og stignar beint út úr sögum Snorra. Þær gerðu ekki bara hnébeygjur og armréttur fram og aftur, en dönsuðu bara sýningu sína út. Mjúkar og fimar hreyfingar, svo einfaldar og eðlilegar. Mjög fagurt. Ritarinn í Aftonsbladet var þó ekki nærri búinn, hann talaði um glæsileikann og svífandi léttleikann í hreyfingunum og endurtók í lokin, „fagurt, mjög fagurt."35 Ástbjörg Gunnarsdótdr íþróttakennari, sem tók þátt í mótinu, segir að grunnhreyfingamar í þessu prógrammi hafi gengið í gegnum kvennaleikfimina eins og rauður þráður allar götur síðan. Enn í dag lifa hugmyndir Sigríðar og túlkun á nútímalistdansi áfram í kvennaleikfiminni.36 Síðar naut Sigríður Valgeirsdóttir kennslu enn fleiri frumherja bandaríska nútímalistdansins á sumamámskeiðum í New York og víðar. Þar á meðal vom Charles Weidman og Paul Taylor.37 Þegar Htið er til baka þá er það ótrúlegt að kona sem stundað hafði nám hjá svo mörgu af því folki sem beinlíms skapaði bandaríska nútímalistdansinn hafi ekki komið nærri listdansinum á Islandi. Því lá beint við að spyija hvort hún hafi ekki haft áhuga á því að vinna með fólki sem hafði listdansþjálfun að baki? Sigríður svaraði: „Það var alltaf draumurinn, já, en það rætast ekki allir draumar, en sá draumur, hann angraði mig óskaplega á tímabili."38 Ef til vill mætti segja að íslenski dansheimurinn hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Dansarar sem stunduðu þessar tvær mismunandi stefiiur í sviðsdansinum, klassíska listdansinn og nútímalistdansinn, höfðu lítið samband sín á milli og ekkert samband myndaðist við listdanskennara landsins sem eiginlega vissu ekki af henni. Erlendis gætti auk þess töluverðrar tortryggni þeirra á milli enda nútímalistdansinn skapaður sem svar við klassíska dansinum en klassísku dönsurunum þóttí mikið ábótavant í þjálfun nútímahstdansara. ♦ ♦ Önmir Sigríður ♦ ♦ Það var ekki einungis nútímalistdansinn sem var að þroskast í Bandaríkjunum á fjórða og fimmta áratug 20. aldarinnar. Hinn hefðbundni listdans blómstraði þar líka. Bandaríkin voru full af landflótta dönsurum frá Evrópu, þar á meðal dönsurum Ballet Russe. Mikið var um listdanssýningar, ekki síst í New York sem var því spennandi kostur fýrir ungan listdansnema frá íslandi. Sigríður Ármann fæddist árið 1928 og hóf dansnám sex ára gömul hjá Ásu, einni af Hansonsystrunum. Hún lærði líka dans hjá fleiri kennurum auk þess að sækja tíma hjá Ellen Kid eins og áður kom fram.39 Stúlkan hafði greinilega mikla danshæfileika. Hún var smávaxin, hðug, með góða tónlistamæmni og ákaflega áhugasöm. Því kom að því að ákveðið var árið 1943 að hún færi utan til framhaldsnáms í hstdansi. I miðri heimsstyijöldinni vom Bandaríkin eini kosturinn og hann ekki slæmur þó skipaferðir yfir hafið á stríðstímum væm ekkert aðlaðandi. Sigríður einbeitti sér að sígilda hstdansinum og innritaðist í Chalif School of Dancing í New York. Einu sinni í viku vom þó tímar í nútímalistdansi. Á þeirri tegund af dansi hafði Sigríður engan sérstakan áhuga, lífið snérist um sígilda listdansinn bæði hjá henni og skólafélögum hennar. „Ég hafði engan áhuga á því, ég hafði svo nóg með að taka hinn inn, klassíkina. Ég sá sýningar hjá Ballet Russe og bara allt Sigriður Þ. Valgeirsdóttir lærði listdans í Berkeley Háskólanum í Kalifomíu og fekk tækifæri til að dansa sjálf hlutverk prinsessunnar í fyrstu uppfærslunni i Bandaríkjunum á Sögu dátans eftir Igor Stravinsky. SAGNIR 61

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.