Sagnir - 01.06.2003, Síða 37

Sagnir - 01.06.2003, Síða 37
HÓPFLUG ÍTALA ÁRIÐ 1933 Balbo svartur.24 Um klukkan 16:10 þann 5. júlí varð fyrstu véla hópflugsins vart frá Vestmannaeyjum. Klukkan 17:00 sást fyrsta deildin frá Reykjavík og klukkan 17:05 var fýrsta vélin lent. Síðasta vélin lenti hálftíma síðar.25 I Morgunblaðinu stóð eftirfarandi skrifað: „Var engu líkara en að þær hefðu kaþólsku kirkjuna fýrir vegvísi, því aflar stefndu þær á hana”.26 Allt gekk að óskum og eins og gefur að skilja var fólk út um allt að bjóða Italina velkomna. Borgarbúar notuðu alla mögulega ferðamáta þess tíma til að komast sem næst lendingarstaðnum; bíla, hjól, hesta og tvo jafnfljóta. Miðbærinn tæmdist á augabragði og sennilega hefur fjöldinn verið á milli fjögur og fimm þúsund inni við Vatnagarða.27 Framan af voru þeir um kyrrt sem unnu á skrifstofum og í verslunum í miðbænum, en smám saman lokaði Flogið var í oddaflugi og fór Balbo í broddi fylkingar. það fólk einnig vinnustöðum sínum og hvarf frá vinnu sinni í von um að sjá þá koma. Hvar sem möguleiki var á að sjá til þeirra safnaðist fólk saman; á torgum, svölum, jafnvel á þökum húsa og þeir allra hugrökkustu klifruðu upp á strompana.28 Skyldi atburður sem þessi lifa enn í minningu Islendinga sem hann upplifðu? Ellen Bjamadóttir (1919) man vel eftir komu Balbo til íslands. Þrátt fýrir að vera aðeins þrettán ára var hún að vinna í skóbúð á Laugarveginum og vissi að von var á Itölunum „það vissu það aflir!“ Þær vom tvær að vinna þennan dag en „.... svo heyrðum við í flugvélunum og hentumst út, læstum bara óspurðar og hlupum upp á þak á Vatnsstíg 3 og sáum þær koma. Þetta var alveg rosalega mikið - við höfðum aldrei séð neitt svona!“29 Þrátt fýrir að Ellen muni ekki hversu margar vélarnar vom er augljóst að sýnin er henni ógleymanleg. Um ein klukkustund leið frá lendingu vélanna þar til Balbo loks nálgaðist bryggjuna en nokkmm dögum eftir komuna mátti lesa í Lesbók Morgunblaðsins hver fýrstu orð Balbo á Islandi vom. Þau vom á þessa leið: „Góði Altomare, gefðu mjer nú eina sígarettu". Balbo hefur þótt hann eiga sígarettuna skilið eftir að hafa komið meira en 100 manns hingað yfir hafið heilu og höldnu.30 Fyrstur Islendinga til að bjóða Balbo velkominn til Islands var Ásgeir Ásgeirsson þáverandi forsætisráðherra, eiginkona hans frú Dóra Þórhallsdóttir og bróðurdóttir Dóra, Anna Guðrún Tryggvadóttir sem færði Balbo blómvönd. Anna er fædd árið 1927 og var því aðeins sex ára þegar Balbo kom til landsins. I viðtali við hana kom í ljós að hún mundi ekki mikið eftir þessu - eða hvað? „ ... Man ég að ég fékk nýja bláa kápu,“ 31 sagði Anna. Hún minntist einnig á nýja hvíta alpahúfu og að saumakona hafi komið heim til að sauma á hana kápuna, sem sjálfsagt var ekki daglegur viðburður á þessum ámm og kemur það því ekki á óvart að nýja bláa kápan sé Önnu eftirminnilegri en ókunnugur maður með skegg, sem þó launaði henni blómvöndinn með kossi á kinn. Auk þessara þriggja heilsaði Balbo einnigjóni Þorlákssyni borgarstjóra og konu hans, sem og öðmm viðstöddum, en svæðið var fullt af blaðamönnum og kvikmyndamönnum og á hæðunum í kring var krökkt af fólki. Balbo fór með forsætisráðherra og ffú akandi í átt að miðbænum, alls staðar heyrðust fagnaðarhróp frá mannfjöldanum er þau óku framhjá.32 Á meðan á dvöl Balbo stóð bjó hann á Hótel Borg, en samferðamenn hans víðar; sumir á Borginni, aðrir á hinum ýmsu gistihúsum borgarinnar. Um klukkan sjö, kvöldið sem hópurinn kom til landsins, var haldinn blaðamannafundur á Borginni. Þar vora auk íslenskra blaðamanna margir erlendir og var skýrsla um för Italanna frá Londonderry til Reykjavíkur þýdd jafnóðum á ensku. I henni kom fram að vegna versnandi veðurspár undirbjó Balbo hóp sinn til brottfarar fýrr en áætlað var. Klukkan 11:07 vom allar sjóflugvélamar þegar komnar á loft. Á leiðinni lentu þeir hvomtveggja í góðu og slæmu veðri. Erfiðasti kaflinn var þegar þeir þurftu að fljúga um 200 km blindandi vegna þoku, en geta má nærri að blindflug em ávallt hættuleg og sýnu hættulegri þegar um er að ræða hópflug. Veður var enn slæmt er þeir nálguðust landið, mikið rok og ólgusjór. Þó urðu þeir að fljúga lágt þar sem einnig var mjög lágskýjað. Þegar þeir fýrst fengu landsýn vom þeir yfir Vestmannaeyjum og flugu allir yfir þær „kvað Balbo það verða sér ógleymanlega sjón að sjá þessar fögm og hrikalegu eyjar”.33 Flugið hingað til lands, um 1400 km leið, hafði tekið rúmar sex klukkustundir með um 245 km meðalhraða á klukkustund. Italimir höfðu meðvind og var því um að ræða mesta meðalhraða þeirra enn sem komið var.34 Ibúar í Vestmannaeyjum fýlgdust einnig með komu Italanna til landsins. Á þessum tíma var Bjöm Sigurðsson35 (1918) tæplega fimmtán ára og bjó í Vestmannaeyjum. Bjöm man vel eftir að hafa séð vélamar á flugi en lítið Beðið komu Balbo. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra, Dóra Þórhallsdóttir, Ingibjörg Claessen, Jón Þorláksson borgarstjóri og stúlkan í „bláu kápunni" Anna Guðrún Tryggvadóttir SAGNIR 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.