Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 5

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 5
Ritstjóraspjall ---------------------rb'5 ♦ <*é>-------------------------------- Sagnir, Tímarit um söguleg efni, er komið út í 23. skipti. í fyrra var brugðið út af venjunni og allt blaðið tileinkað listasögu. I ár er blaðið aftur á móti með hefðbundnu sniði, ekkert ákveðið þema heldur fjalla greinamar um fjölbreytt efni, allt ffá Snorra í Reykholti og handritum Ama Magnússonar til stöðu sagnfræðinnar á internetinu og upphafs íslenskrar kvikmyndaframleiðslu. Sagnir er sem fyrr vettvangur sagnfræðinema, nýútskrifaðra eða enn í námi, og hefur þá sérstöðu að vera nær eina tímaritið þar sem nemar birta hluta af B.A. ritgerðunum sínum. I því felst meðal annars styrkur blaðsins, það er kynning á því nýjasta sem er að gerast í ffæðunum og veitir lesendum innsýn í hvað sagnfræðingar framtíðarinnar eru að fast við. Fræðigreinin sjálf teygir anga sína til margra átta eins og greinamar bera glöggt vitni um og sagnffæðinemar hafa sýnt að þeir búa yfir gagnrýnni hugsun og ffæðilegum metnaði. í blaðinu era einnig tvö viðtöl, annað kemur til vegna þeirrar nýjungar innan Háskóla íslands að á síðasta ári hófst kennsla í fornleifaffæði undir umsjón Orra Vésteinssonar. Sagnfræði og fornleifafræði hafa löngum tvinnast saman og er þetta því kærkomin nýjung frá sagnffæðilegu sjónarhorni. Hitt viðtalið er við Magnús Þorkel Bemharðsson en hann er einn af faum sagnfræðingum sem hefur sérhæft sig í sögu Mið-Austurlanda og eini íslendingurinn að við best vitum. Okkar bestu þakkir fa greinarhöfundar, viðmælendur og allir sem lagt hafa sitt af mörkum við útgáfu tímaritsins. I ár kemur blaðið út á heldur óvanalegum tíma en við vonum að það verði sannur sumarglaðningur fýrir áhugafólk um söguleg efni. Njótið heil. Ritstjórn Sagna Hrafnhildur Ragnarsdóttir JÓN SlGURÐUR FRIÐRIKSSON Þóra Fjeldsted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.