Sagnir - 01.06.2003, Side 12

Sagnir - 01.06.2003, Side 12
forsendur fyrir íslenska kvikmyndagerð; nú vantaði bara kjarkinn og áræðnina, neistann til að tendra bálið. Morðsaga var þessi neisti. ♦ ♦ „Loksins er hægt að hoifa á íslenska ♦ ♦ mynd án þess að skammast sín. “ I aprílmánuði árið 1979 úthlutaði nýstofnaður Kvikmyndasjóður Islands sínum fýrstu styrkjum. Þó að sjóðurinn hefði ekki úr miklu að moða sá hann sér fært að veita níu umsækjendum styrk, þar af fyrir þremur leiknum kvikmyndum i fullri lengd. Hæsti styrkurinn, níu milljónir, rann til Isfilm og framleiðslu þess á myndinni Landi og sonum í leikstjórn Agústs Guðmundssonar. Barna- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin í leikstjóm Andrésar Indriðasonar hlaut fimm milljónir í styrk sem og Oðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Sex aðrar myndir fengu styrki sem vom á bilinu 1-3 milljónir hver.36 Það sætti nýmælum að hvorki meira né minna en þijár kvikmyndir í fullri lengd voru í framleiðslu á sama tíma. Kvikmynd Agústs Guðmundssonar, Land og synir, var frumsýnd í janúar 1980 fyrst myndanna sem styrk höfðu hlotið úr Kvikmyndasjóði. Myndin hefúr því verið af mörgum tilnefnd sem vorlaukur íslenskrar kvikmyndagerðar. Þema myndarinnar gerir hana reyndar ekki síður heppilegan kandídat en tímasetningin, en hún fjallar um byggðarröskun 20. aldar, einhveijar mestu hræringar sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Myndin þótti svo sem ekki dýr, kostaði litlar 60 milljónir kr. og sætti það undrun að hægt var að gera mynd fýrir svo lítið fé,37 en myndin var að mestu leyti fjármögnuð með persónulegum lántökum aðstandenda hennar.38 Myndin hlaut almennt lof gagnrýnenda. I Þjóðviljanum kom meðal annars fram að loksins væri hægt að horfa á íslenska mynd án þess að skammast sín.39 Ahorfendum líkaði myndin ekki síður, en tæplega 100 þúsund manns gerðu sér ferð í bíóhúsin til að berja verkið augum. Rúmum mánuði eftir frumsýningu Lands og sona, var bama- og fjölskyldumyndin Veiðiferðin frumsýnd. Myndin fékk ágæta aðsókn og jákvæða gagnrýni, en var yfirleitt hrósað fýrir hvað hún var, það er að segja bamamynd, Óðalfeðmma sem fjallar likt og Land og synir um flótta fólks úr sveitum landsins er ein af umdeildari myndum íslenskrar kvikmyndasögu. frekar en fýrir hvemig hún var. I júlímánuði sama ár var Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson fmmsýnd síðust myndanna sem fengu hæstu styrkina úr Kvikmyndasjóði árið áður. Myndin á það sameiginlegt með Landi og sonum, að hún tekur á svipuðum málum, það er flótta fólks úr sveitum landsins. Hrafn nálgast þó málið á allt annan hátt en Agúst og saga hans er mun dekkri, enda er Óðalfeðranna með umdeildari myndum sem gerðar hafa verið hérlendis. Myndin kostaði um 65 milljónir og var fjármögnuð af Hrafni og félögum sem lögðu af stað „með 5 milljónir og veðsettar íbúðir.“40 Hrafn taldi að um það bil 45 þúsund manns þyrftu að sjá myndina til að hún stæði undir sér, en þegar upp var staðið höfðu ríflega helmingi fleiri farið að sjá hana.41 Viðbrögð gagnrýnenda voru á heildina litið góð. Sæbjöm Valdimarsson, gagnrýnandi á Morgunhlaðinu, sagði myndina hugsanlega þá bestu sem gerð hefði verið hér á landi, tæknileg atriði góð og leikstjórn Hrafns með því besta sem gerðist.42 Persónur Hrafns og Agústs skipta líklega miklu máli fýrir þann sess sem þeir hafa fengið í kvikmyndavorinu. Báðir vom þeir fulltrúar nýrrar kynslóðar í stétt íslenskra leikstjóra og báðir höfðu þeir sótt sér menntun erlendis. Það finnst sjálfsagt mörgum „eðlilegra“ að ætla að kvikmyndavorið hafi hafist með hópi nýrrar stéttar faglærðra kvikniyndagerðartnanna sem fýlltu það tóm sem var fýrir. Það er því að sama skapi jafn „eðlilegt“ að telja Reyni Oddsson ekki til þessarar nýju kynslóðar, því hann er bæði um áratug eldri og sjálfmenntaður í kvikmyndagerð. Loks má ekki gleyma að síðan 1980 hefur ekki liðið ár án þess að íslensk kvikmynd hafi litið dagsins ljós. Kvikmyndasjóður Islands hefur styrkt framleiðslu alls 71 myndar síðan 1979, um það bil þriggja mynda að meðaltali á ári.43 Horfi maður einungis á atburðarás kvikmyndasögu Islands í tímaröð má vissulega búa til mynstur sem sýnir að eftir stofnun Kvikmyndasjóðs hafi íslensk kvikmyndagerð tekið stórt stökk upp á við. Slík nálgun er hins vegar takmörkuð að því leyti að hún tekur ekki tillit til þess hvað var að gerast í grasrótinni fýrir stofnun Kvikmyndasjóðs, né til þess hversu takmarkað ffamlag sjóðsins var í upphafi. Einnig gerir þessi skýring ráð fýrir að myndirnar hefðu aldrei verið gerðar hefðu þær ekki fengið styrki. Það hlýtur þó að teljast ólíklegt í Ijósi þess mikla tilkostnaðar sem framleiðendurnir þurftu persónulega að bera. Agúst Guðmundsson hafði til dæmis unnið launalaust að því Hrafn taldi að um það bil 45 þúsund manns þyrftu að sjá Óðal feðranna til að hún stæði undir sér, en þegar upp var staðið höfðu ríflega helmingi fleiri farið að sjá hana. 10 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.