Sagnir - 01.06.2003, Page 45

Sagnir - 01.06.2003, Page 45
ÁRNI MAGNÚSSON OG KRISTINRÉTTUR ÁRNA ÞORLÁKSSONAR ♦ ♦ Handrítin ♦ ♦ AM 182 a 4to Handritið er pappírshandrit 21,5 x 16,5 sm að stærð; 30 tölumerkt blöð með mjög ríflegum spássíum. Varla má þó heita svo að handritinu sé skipt í dálka eins og Kálund tekur fram3 þar sem textarýmið hér rúmar meir en réttan helming síðu ef gert er ráð fyrir Htlu bili milH dálka. Hugsanlegt er að Ámi hafi ætlað að láta skrifa á spássíur þýðingu, lesbrigði eða skýringar af einhveiju tagi við textann. Þá er texti það nálægt kih að handritið hefir örugglega verið skrifað áður en það var bundið inn. Megintexti handritsins er með einni hendi og hefir verið lesinn saman við annað rit því að á spássíum og miUi lína hefir skrifari Áma og stundum hann sjálfur skrifað leiðréttingar og breytingar. Textanum er breytt með því að strikað er yfir einstaka orð og/eða setningar og leiðréttingar skrifaðar ýmist á spássíur eða ofan við Hnu. Þá eru lesbrigði einnig sett á spássíur á nokkrum stöðum. Breytingarnar eru mjög mismiklar, frá einu orði (t.a.m. 9v-10r) upp í heflar málsgreinar (llv, 16v, 20r, 24v, 29r). Handritið er klætt upprunalegri pappírskápu og hefir ekki verið lagfært að neinu leyti. í handritinu eru fjögur kver: bl. 1-8, 9-17, 18-24 og 25-30.4 Á spássíu á bl. Ir stendur ritað með hendi Áma Magnússonar: Exfcriptum ex lacerá membraná in 8vo. & deinde coUatum cum aHá in 4to qvam communicavit Enarus Thorftenius Epifcopus Holenfis. puta qvoad maximas differentias, in multis non minoris momenti rebus membrana ifta ab hoc exemplari variat, qvæ hic annotata no/i funt.5 Óvíst er hvaða laka (lacerá) 8vo handriti hefir verið fylgt þegar ? Knjfm 'ftuHia Ítlk jf Ikui iu.4 n. i w | n íj j)o tí ni' nJfih fí í 4 t-'f..._ ík rc&’i' eimhh im s I /ia epfm CIU TuttbnlfhwT tsJr v'áÁn l ep taut ci wj UL íipt tttH * nuzt /W W k ijd Jh fhih. lyiive! ‘paJl títiln&Í’l ep é cul ^f' 2 livönu. i vdmt ra&'* meLijjrt '■ ’ ozl f. niln eÍA. ^vjhuntk jíin t TUpw jcnr2 ! V jstpl ÁJ tiíl ClíÁa *C M 1 tííl■ xti tíít irai*u. j)o ci ’itH al utn fin ■ k-1 íþl iItri i rdntiut mifj í yu li nhMm Ibthi, fuJujin! i jlýw/'JmeíVtti 7 O.t'W ^ítára s'ílRt,?/, ttf, „ t-sjþ WíílStJHt i 4 viki i úía. Vi ÍW. i-ii Vmí. i íiu mj Jttjsx silu mVj’ 'dnri. giiijl * s' fcnt Jt- rr --1 7% Upphaf kristinréttar Áma biskups í AM 182 a 4to (bl. lr). texti 182 a var fyrst skrifaður upp; hafi Árni eignast það síðar koma eftirfarandi handrit til greina (þ.e. þau 8vo handrit í safni Árna er varðveita kristinrétt):6 AM 39 8vo. Jónsbók, kristinréttur Árna (bl. 129-153), réttarbætur og formúlur frá um 1470; 162 bl. AM 41 8vo._ Jónsbók og réttarbætur ásamt kristinrétti Áma (bl. 94-124) frá um 1450- 1460; 125 bl. AM 42 b 8vo. Kristinréttur Áma frá 15. öld; 22 bl. Upphaflega hluti AM 42 a 8vo. AM 48 8vo. Kristinréttur Árna (bl. 2-25), biskupastatútur, saktal úr Jónsbók, formúlur og réttarbætur frá um 1375-1400; 56 bl. AM 49 8vo. Kristinréttur Árna frá um 1300 (nema bl. 13, með annarri yngri hendi, sbr. Kálund); 30 bl. AM 50 8vo. Kristinna laga þáttur og kristinréttur Árna (bl. 30-50) frá um 1500; 50 bl. AM 51 8vo. Kristinréttur Árna (bl. 3-38), kristindómsbálkur Jónsbókar og skipun Jóns biskups (1345) frá um 1500; 40 bl. AM 52 8vo. Kristinréttur Árna frá um 1500 (nema bl. 29v frá 1521-1522 og bl. 30 frá um 1700); 30 bl. Öllum þessum handritum fylgja seðlar með hendi Árna og þar er engu lýst sem laklegu handriti kristinréttar eins og forriti 182 a; má því vera að Ámi hafi aldrei eignast forrit 182 a. Einnig leikur á tveimur tungum eftir hvaða handriti 182 a var leiðrétt eða breytt. Samkvæmt því sem fram kemur af orðum Áma hér að ofan hefir það verið 4to handrit sem hann fékk ffá Einari Þorsteinssyni Hólabiskupi (d. 1696) en er að öðm leyti óþekkt. Þó er ekki útilokað að Gísli Einarsson, sonur Hólabiskups, hafi komið með það 4to handrit til Hafnar. Hann sigldi þangað 1687 og var skrifari hjá Áma Magnússyni 1691-1692.7 I safni Áma eru aHs 35 handrit í 4to broti er varðveita kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar og af seðlum Árna að dæma virðist ekkert þeirra komið til hans frá Einari Hólabiskupi.8 Tæpast er því þó fulltreystandi að Ámi hafi skrifað á seðil með kristinréttarhandriti að það væri komið frá Einari. Mörg handrit em í safni Árna sem hann getur ekki um hvaðan em komin (t.a.m. stendur ekkert um uppmna 41 8vo eða 50 8vo á seðlum sem þeim fylgja). Af þessum sökum getur einungis nákvæmur textasamanburður fært heim sanninn um hvort 182 a sé leiðrétt eftir einhveiju þessara 35 handrita. Hitt ber þó að nefna að leiðréttingarnar koma oftar en ekki heim og saman við texta kristinréttarins í 42 b 8vo, en það er óheilt eins og handrit herra Einars. Máldagar geta annars um ríflega þrjú hundmð bækur í eigu Hólastóls skömmu fyrir siðaskipti og því ekki hlaupið að því að fmna umrætt 4to handrit hafi það þá varðveist.9 Skrifari 182 a gerir nokkrar tilraunir til þess að fylgja leturgerð forritsins. Það sést á því að krók-r (t) er skrifað á eftir ‘o’ og víða notað í bönd (poöi > foðr); hann skrifar SAGNIR 43

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.