Sagnir - 01.06.2003, Page 19

Sagnir - 01.06.2003, Page 19
FÓSTUREYÐINGAR í ÍSLENSKRI LÖGGJÖF Móðurhliitverkið Móðurhlutverkið hefur lengi verið talið eitt helsta hlutverk kvenna og orð eins og móðureðli og móðurtilfmningar mjög ráðandi í ríkjandi hugmyndum. Greinilega má þó merkja breytingar í viðhorfum þingmanna á 8. áratugnum frá umræðum á Alþingi við lagasetningarnar á 4. áratugnum. Þingmenn árin 1974-75 gerðu ráð fyrir að konur gætu tekist á hendur fleiri hlutverk en kollegar þeirra fjórum áratugum fyrr. Umræðan um móðurhlutverkið var að sjálfsögðu mjög tengd þeim hugmyndum sem komu fram um hæfi kvenna til að taka ákvörðun um fóstureyðingar sem og hugmyndum um „eðli“ þeirra. Ekki þóttu allar konur hæfar til móðurhlutverksins og má leiða að því rök að þær ástæður sem þykja ásættanlegar til fóstureyðinga segi nokkuð þar um. Félaglegar ástæður voru tilgreindar í ffumvarpinu sem tíðar bameignir með stuttu millibili, bágar heimilisaðstæður, lágur aldur og þroskaleysi auk annarra sambærilegra ástæðna.36 Hin félagslegu ákvæði em og vom hins vegar nokkuð umdeild. Örar bameignir, án þess að það hugtak væri nánar útfært, þóttu minnka hæfni konu til að gegna móðurhlutverkinu. Einnig skiptu heimilisaðstæður máli, bág kjör, heilsuleysi annarra á heimilinu og ómegð virtust einnig þykja gildar ástæður til fóstureyðinga og síðast en ekki síst lágur aldur. Hvort að í þessum tilfellum ráði umhyggja fyrir konunni eða baminu er erfitt að svara, en líklega var það hvort tveggja. Hagsmunir móður og barns vom tíðast hafðir í fyrirrúmi en viss staðalmynd dregin upp af hinni hæfu móður; hún var ekki þreytt eða þrotin andlegum og líkamlegum kröftum. Þeir þingmenn sem harðast börðust á móti því að félagslegar ástæður gætu heimilað fóstureyðingar vom á öðm máli um hæfni kvenna, móðureðlið hefði ætíð vinninginn, sama hvernig aðstæður væm. Eða eins og Ingiberg J. Hannessyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins og presti varð að orði: Hitt má líka minna á, að mörg em þau böm í landi vom sem virtust mundu verða óvelkomin meðan móðir bar þau undir belti, en urðu síðar sólargeislar og nýtir þegnar er tímar liðu. Avallt er það svo að úr rætist þegar á hólminn er komið.37 í þessum orðum hans má greina tvö algeng viðhorf, annars vegar að máhn „bjargist" alltaf þegar á hólminn er komið og hitt að móðurástin kvikni með hinu nýja bami. En í þeim felast einnig viðurkenning á því að félagslegar aðstæður hafi ekki alltaf úrslitavald um uppeldi og undirbúning bams. Hér er ég að því virðist komin í nokkra mótsögn við sjálfa mig, er farin að aðhyllast rök mótmælenda frj£sari fóstureyðingarlöggjafar. En þó tel ég ekki svo vera, réttindi hvers og eins, sama hvemig aðstæður viðkomandi býr við, em að hafa vald yfir eigin lífi og líkama. Það er hættulegt að festa niður þær ástæður sem réttar þykja til að réttlæta fóstureyðingu. Þar með er í lögum búið að skrásetja hvað felst í því að vera æskileg móðir og hvað ekki og mannréttindi þeirra sem falla í síðari hópinn skerðast í samræmi við það. Af málflutningi stuðningsmanna frumvarpsins má líka ráða að þeir hafi htið á fóstureyðingar sem morð og þar með að morð væri réttlætanlegt í sumum tilvikum. Ingiberg og aðrir honum samsinna vom á móti því að félagslegar aðstæður væm tilefni til fóstureyðingar, þær væm aðeins réttlætanlegar ef þær ógnuðu lífi og heilsu móðurinnar. Þeir vildu önnur félagsleg úrræði, án þess að hafa á því trú að þau yrðu nokkurn tímann að vemleika. Matthías Bjamason og margir aðrir þingmenn tóku fram að félagslegum aðstæðum þurfi þjóðfélagið að taka þátt í að breyta. Vissulega var þessi lagasetning ekki um þau úrræði en merkileg er sú staðreynd að nokkmm vikum fýrr felldu stjómarHðar frumvarp um fæðingarorlof sem hefði hklega breytt félagslegum aðstæðum mæðra ungabama mikið.38 Deilur fylgjenda og andstæðinga fóstureyðinga snúast ekki um það hvort fóstureyðingar séu réttlætanlegar eða ekki - báðir em sammála um að þær séu í eðli sinu rangar, eða neyðarúrræði eins og margoft er nefnt - heldur hvort þær eigi að fJamkvæma í ákveðnum tilfehum eða ekki. Hvort að morð sé réttlætanlegt að vissum skilyrðum uppfyhtum? Soffia Guðmundsdóttir var bandamaður Magnúsar Kjartanssonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, á þingi. Hún ræddi ekki mikið um móðurhlutverkið, en hélt því fram að það væm mannréttindi að kona ákveði sjálf hvort hún vill fæða bam og ala upp. „Það er ólíkt siðrænna viðhorf sem í því felst að móðemi sé nokkuð sem konan ákveður af fúsum og fijálsum vilja hvort hún vilji takast á hendur eða ekki.“39 í þessu viðhorfi hlýtur að felast sú hugmynd að ef kona tekur meðvitaða ákvörðun um að verða móðir sé hún hæfari til þess hlutverks. Deilur ntn 9. greinina Styrinn í sambandi við rýmkun fóstureyðingarlöggjafar- innar stóð að mestu leyti um 9. grein fmmvarpsins. Fyrri gerð þess hefði heimilað fóstureyðingar „að ósk konu“ að vissum skilyrðum uppfýhtum en í seinni gerðinni vom félagslega ástæður fastsettar. I reynd varð ekki mikih munur á framkvæmdinni þó að seinna fmmvarpið hafi orðið að lögum. Ut frá femínísku sjónarhorni er hins vegar mjög forvitnilegt að skoða hvaða rök gegn ákvörðunarvaldi konunnar vom notuð, hvaða hagsmunir vora taldir í hættu og hvaða afleiðingar menn töldu að ákvæðið leiddi af sér. Þau rök sem helst vom notuð gegn ákvörðunarvaldi kvenna fela í sér að efast var um hæfni þeirra til að taka rökrétta ákvörðun og áht og samþykki sérfræðinga (lækna og félagsráðgjafa) konum því nauðsynlegt aðhald. Þrír þingmenn sögðu beinlínis að þunguð kona væri ekki fær um að taka rökrétta ákvörðun, þar á meðal Ragnhildur Helgadóttir, sem þó tók fram að hún, ein nefndarmanna í hehbrigðis- og trygginganefnd efri deildar þingsins, væri kona og hefði gengið með og alið böm.40 Flokksbræður hennar í Sjálfstæðisflokknum, þeir Sverrir Hermannsson og Pálmi Jónsson vom einnig á sama máh, en Pálmi tók svo til orða: ... það koma þær stundir í lífi konu, sem er þunguð, e. t. v. við óæskilegar aðstæður að hennar mati, að hún óskar þess að láta eyða fóstrinu sem hún gengur með. En það mun einnig vera jafntítt að e. t. v. faum dögum eða faum vikum síðar óskar hún einskis frekar en að fæða af sér og ala önn fýrir því fóstri sem hún gengur með. Þetta á sér auðvitað þær rætur að kona, sem er þunguð, verður á stundum í nokkuð svo annarlegu ástandi og það annarlega ástand verður til þess að hún getur tekið hvatskeytilegar ákvarðanir, - ákvarðanir sem hún e. t. v. faum dögum síðar óskar eftir að aldrei hefðu verið teknar.41 SAGNIR 17

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.