Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 77

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 77
LAXNESS - FYRSTI NEYTANDINN íslandi" og birtist hún í Alþýðubókinni. Þar lýsir hann skoðunum sínum á (ó)þrifnaði Islendinga frá mörgum hliðum. Hann tekur eins og fyrrum djúpt í árinni og telur hreinlæti mannsins mælikvarða á menningu þeirrar þjóðar sem hann tilheyrir og segir að daglegt bað hafi betri áhrif á siðferði mannsins en bæði guðsorð og brennivín.15 Halldór kvartar sáran undan bágborinni salemisaðstöðu víða á íslenskum heimilum og segir að sér þyki „ ... mjög um skap að gerast fjölorður um andstygð af þessu tagi, sem bæði er þjóðarskömm og alsheijarviðbjóður í senn, en einhver verður að tala.“16 Ur öðram áttum gætir einnig gagnrýni í þessa veruna þó svo hún sé á örlítið öðrum forsendum. Guðmundur Hannesson læknir skrifaði töluvert um hreinlæti á þessum árum, til dæmis í bók sinni Nokkrir þættir úr heilsufræði og í ýmsum greinum.17 Forvitnilegt er að bera saman skrif Halldórs og Guðmundar varðandi þessi mál. Guðmundur vísaði sjaldan til huglægra þátta. Hann lagði mesta áherslu á það hvað væri manninum líkamlega hollast. Þó má í skrifum Guðmundar finna mjög athyglisverða punkta um afstæði hreinlætis og hvemig hver tími getur af sér mismunandi kröfur um þrifnað og almennan aðbúnað: Einginn getur sannfært mig um, að neitt sé því til fyrirstöðu, nema skortur á menníngu, að nokkur fjölskylda í landinu hafi lélegri híbýlakost en þriggja herbergja íbúð og eldhús ásamt raflýsingu. Eg er að hugsa um að halda áffam að skrifa þángaðtil íslenskri alþýðu hefur skilst að hún hefur eingan rétt á því að lifa hundalífi, og að fatæktin er glæpur allra glæpa.24 Halldór Kiljan Laxness vísaði ekki aðeins til lélegrar aðstöðu þegar hann skýrði óþef og þvottaleysi Islendinga. Hann vísaði einnig til einfaldra skýringa og taldi jafnvel að sóðaskapur lægi í íslenskum þjóðarkarakter. Málflutningur Halldórs var þó ekki alveg nýr af nálinni. Finna má ákveðna samsvörun með skrifum hans og ritgerð sem Þórarinn Böðvarsson prófastur í Vatnsfirði skrifaði árið 1867. Þórarinn lagði mikla áherslu á að hreinlætið væri hluti þess að verða siðuð þjóð. Hann taldi fatæktina heldur ekki afsökun fyrir því að ástunda ekki hreinlæti. Einnig var hann nokkuð upptekin af skorti á salemisaðstöðu á svipaðan hátt og Halldór Laxness: Það er vaxandi menning, sem hefir komið þessari ósjálfráðu tilfinningu inn hjá öllum þorra manna og veldur því, að mjög óhreinlátir menn þykja ekki í húsum hæfir. Og þessi tilfinning eykst, samfara menningunni, með ómótstæðilegu afli. Að lokum þykja engir sæmilegir menn, sem ekki eru kattþrifnir, engin húsakynni boðleg nema þau sjeu tárhrein og loftgóð, hvort sem þau eru ríkmannleg eða ekki.18 Guðmundur trúir greinilega á afstæði hreinlætisins og hefur hann nokkuð til síns máls. Sjálfúr telur hann nægilegt að fólk skipti á hálfsmánaðar fresti um nærfot en líklega finnst flestum vestrænum nútímamönnum það helst til lítið.19 Það er líka ýmislegt sem Halldóri Laxness þótti ekki sérlega ósnyrtilegt en flestum nútíma íslendingum þykir líklega ffekar ffáhrindandi, til dæmis tók Halldór í nefið um tíma.20 Meira að segja sjálfur Halldór Laxness var ekki tímalaus í þessum efnum. Hver menning og hver tími elur ef sér viðtekinn smekk.21 Guðmundi Hannessyni varð tíðrætt um nútímamenninguna og kröfúr hennar, stundum velti hann þó fyrir sér hvort ýmis óþarfi slæddist ekki með hinum almennu hreinlætisvenjum sem hafa beri í heiðri.22 Hann talar aldrei niður til þeirra sem hann er að skrifa fyrir, hann útskýrir afyfirvegun hvaða sjúkdómar kunna að hljótast af óþrifnaði og hvemig megi komast hjá tannpínu og ýmsum kvillum. Málflutningur Guðmundar hefur án efa höfðað meira til almennings á íslandi sem var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæð þjóð, en orð Halldórs Laxness sem oftar en ekki voru uppfúll af hroka þegar hann ræddi þessi mál. Halldór Laxness var ekki í vafa um það að forgangsröðun í íslensku þjóðfélagi væri röng. Þrifúaðurinn skyldi koma á undan öllu öðru því ekki hafi maðurinn mikið við fagrar listir að gera meðan hann hafi ekki smekk til að hirða líkama sinn almennilega.23 Halldór taldi þessi atriði svo mikilvæg að hann ætlaði ríkinu að aðstoða þá sem ekki ættu auðvelt með að eignast baðkar og önnur nauðsynleg tæki til hreinlætisiðkunar. Fátækt taldi hann ekki rétdætanlega afsökun fyrir því að vera illa snyrtur og kúldrast í myrkri í lélegum húsakynnum: Hinn viðrstyggilegi vani, að fara erinda sinna að eins út fyrir bæarstaf, eða umhverfis bæ sinn, ætti sem fyrst að vera aflagðr. Auk þess sem slíkt er viðrstygð í augum allra heiðviðra manna, þá leggr í hitum upp af slíkum óþverra megnan ódaun, sem spillir loptinu bæði umhverfis bæinn og inn í honum. Það er kostnaðr, sem engann gæti gjört félausann, að eiga salemi af timbri eða torfi á afviknum stað fynr heimilis-fólk að fara erinda sinna. Þenna sið höfðu forfeður vorir; þenna sið hafa allar siðaðar þjóðirf.j Hinn fomi skrælingjaháttr, að hafa fjóshaug nálægt bæardyrum, er nú víðast aflagðr, sem betr fer, en þar sem hann enn er við lýði, ætti hann sem fyrst að afleggjast.25 Eitthvað hefúr aðstaða tíma sem leið á milli tímanum skánuðu húsakynni og almenn ffæðsla um kosti hreinlætisins varð meiri. Um 1870 má segja að Islendingar hafi tekið stökk upp á við í þessum efnum og þar áttu kvennaskólar ábyggilega dijúgan hlut að máli.26 Samt eru textar Halldórs og Þórarins merkilega líkir og gætu þess vegna hafa verið ritaðir á sama tíma Guðmundur Friðjónsson kom aðeins inn á hreinlætið í erindi manna til þvotta batnað á þeim skrifa Þórarins og Halldórs. Með alþýðii BÓKIN HALLDÓR KILJAN LAXNESS Alþýðubókin sem kom út árið 1949. Þar er hægt að finna safn greina Halldórs, þar sem hann lýsir skoðunum sínum á (ó)þrifnaði Islendinga frá mörgum hliðum. SAGNIR 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.