Sagnir - 01.06.2003, Page 78

Sagnir - 01.06.2003, Page 78
sínu sem hann flutti 1937 og var ekki á því að íslendingar hafi verið sérlega ósnyrtilegir. I þeim efnum vísaði hann til sigldrar konu að nafni Thórstína Jackson. Hún var þeirrar skoðunar „ ... að þrifnaður [á Islandi] stæði eigi að baki þrifnaði almennings í löndum álfu vorrar.“27 Með þessu vildi Guðmundur sýna fram á að Halldór væri ekki eini heimsborgari Islendinga og að fleiri hafi farið og skoðað aðstæður erlendis. Tannhirða var Halldóri ofarlega í huga enda þjáðist hann sáran af tannpínu meðan hann dvaldi í klaustrinu í Clervaux í Luxemborg.28 Prédikun Halldórs um tannburstann hefur án efa verið mjög þörf í ljósi þess að sykurneysla fór mjög ört vaxandi á þessum árum. A árunum 1896-1900 var neysla sykurs 14,8 kíló á mann á ári, en á árunum 1926- 1930, þegar Halldór skrifar greinina var neyslan komin upp í 39.2 kíló á ári.29 Ekki þarf að fjölyrða um þau áhrif sem slík neysla hlýtur að hafa haft á tannheilsu landans. Arið 1927 taldi Brynjúlfur Björnsson tannlæknir að um 95-98% almennings þarfnist tannlæknishjálpar og að tannskemmdir fari ört vaxandi. Aðeins var þó hægt að nálgast þjónustu tannlækna í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri og ljóst að margir landsmenn þjáðust sáran af tannpínu.30 Halldór Laxness var þó ekki einungis að hugsa um vellíðan fólks, hann vildi ekki bara lina sárar kvalir tannpínunnar sem heijaði af ákefð á Islendinga. Tannskemmdir annarra plöguðu hinn viðkvæma fegurðarsmekk skáldsins og hann sá glöggt samhengi milli ófagurs munnsöfnuðar og skemmdra tanna: Maður með spiltar og óhreinar tennur er ekki húsum hæfur, þótt hann tali í spakmælum og orðskviðum. Menn með grænar og svartar tennur og brendar geiflur ættu að varast að láta sjá sig innanum fólk. Lyktin útúr þeim er afskapleg... Hreinn munnur skapar vandaðan talanda og menn sem eru óþarflega ruddalegir í taH ætti að taka með valdi og láta gera upp í þeim tennurnar á sveitarinnar reikníng.31 Svipað viðhorf má sjá í afstöðu Halldórs til áfengis. Hann gagnrýndi mjög drykkjusiði landa sinna og þá sérstaklega hvað áfengið geri menn ljóta. Hann talaði ekki um allar þær fjölskyldur sem liðu kvahr vegna Bakkusar eða hversu grátt alkóhólið gat leikið heilsu rnanna. Honum var efst í huga ljótleikinn. Hinn ölvaði maður særði viðkvæmt fegurðarskyn skáldsins djúpu sári: „Fullur maður er ljót sjón. Það spillir fegurðarsmekk barnanna að horfa á svo ljóta sjón.”32 Halldór var þó alls enginn bindindismaður og fékk sér örlítið áfengi á hverjum degi. Honum var samt afar illa við drukkið fólk og aldrei sást á honum áfengi.33 Halldór Laxness sýndi þá siði sem hann boðaði í verki. Hann var sjálfur mikið glæsimenni og lagði mikið upp úr því að vera snyrtilega til fara og viðhafa góða siði. Vinur Halldórs, Hörður Oskarsson prentari, kemst svo að orði: Þá var ekki venja flestra reykvískra karlmanna að raka sig á hveijum morgni, hvað þá að menn byijuðu daginn með því að baða sig, enda voru þau heimili ófa, þar sem hvorki var baðker né sturta. Um Halldór Laxness gegndi allt öðru máli. Alltaf var hann nýrakaður og snyrtilegur, hvar sem á hann var litið, í smekklegum jakkafötum og með hálstau, bindi eða þverslaufu. Hatt bar hann jafnan á höfði, eins og þá var siður, og í frakka samkvæmt tízku þeirra tíma.34 Utlitið var greinilega afar stór hluti af sjálfsmynd Halldórs. Snemma fór hann að ganga með gleraugu með ísettu rúðugleri til að líta spekingsmannslega út og einnig fjárfesti hann í montpriki til að sveifla á göngu sinni.35 Halldór var manna kurteisastur og í samskiptum sínum við fólk var hann tilhtssamur og ætlaðist til slíks hins sama af sínum samferðamönnum. Skáldið Elías Mar segir frá því að aldrei í lífinu hefði Halldór spurt viðmælanda sinn spuminga á borð við: „A hveiju hfir þú núna?“ eða „Ætlar þú ekki að fara að gifta þig?“36 Hann var einfaldlega alltof háttvís til slíks og kannski hefði hann ekki haft áhuga á svömnum hvort sem var. Halldór var hrifinn af fallegum hlutum þó svo að hann gætti þess að ofhlaða ekki í kringum sig. Hann þoldi iha óþarfa pijál og tildur. Hann var maður tískunnar og vildi ferja hingað ferska strauma í fata- og hártísku. Hann gerði sér þó fyllilega grein fyrir því að tíska var ekki bara sakleysisleg umskipti í úthti. Hann velti fyrir sér þjóðfélagsbreytingum í kjölfar tískusveiflna og tengdi til dæmis drengjakoh ungra stúlkna við stöðu konunnar og breytinga á henni.37 ♦ ♦ Neytatidaviðhoif ♦ ♦ Einn þráður í þeirri fléttu sem siðvæðingarherferð Hahdórs var, eru hans nýstárlegu neytandaviðhorf. A 5. áratugnum skar hann upp herör gegn islenskum landbúnaði og hafði háar hugmyndir um úrbætur. Halldór vildi fa vandaðar og heilnæmar afurðir á sitt borð og þótti mikið vanta upp á að íslenskir bændur sinntu því hlutverki eins og vera bæri. Miklu firekar vildi hann þó kenna íslenskum stjómvöldum urn hvemig komið var. Hann notaði mikið hugtök eins og „vömvöndun“ og taldi mikið skorta á í þeim efnum. Sem neytandi taldi hann sig eiga rétt á vönduðum vömm og þjónustu. Halldór vildi auka hreinlætiskröfur í íslenskunt fjósum og bar saman þær kröfúr sem gerðar vom í dönskum fjósum. Þar taldi hann vera óhku saman að jafna. HaUdór kvartaði undan skorti á matvælaeftirliti, sjálfúr segist hann oft hafa lent í því að kaupa skemmdan mat en ekki hafi komið til greina að fa þann skaða bættan. Halldór velktist ekki í vafa um ástæðumar að baki því að Islendingar kvörtuðu ekki undan fúlum eggjum eða súrri mjólk: „Þessi ótti við að kvarta eru leifar frá því Islendingar vom betlarar, sem máttu þakka fýrir hvað sem að þeim var rétt.“38 HaUdóri fannst Islendingar hafa sérkennflegan matarsmekk og taldi smjörlíkisneysluna sérlega aðfmnsluverða og viðbjóðslega: Mér var barni kent að makarín ætti ekki skylt við mannamat. Má vera að fólk sem lifir við kjör tukthúsfanga geti slafrað því í sig, en eitt er víst, hundur fæst ekki til að sleikja það þó það sé borið fýrir hann.39 HaUdór hafði svipaða afstöðu til kaffibætisins, annarrar neysluvöm sem var mikið notuð á íslenskum heimflum.40 Hefðin fýrir því að skila lélegri vöm og fa hana bætta virðist ekki hafa verið til staðar og ef fólk var svo óheppið að kaupa skemmdan mat varð það bara að sætta sig við það. Engin neytandasamtök urðu til fýrr en 1953, um 10 ámm eftir að 76 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.