Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 42
betur en nú er aðfararrétt hafna að skuldunautum og/eða tryggja greiðslu, þegar varningur er veðsett- ur eða greiddur af útflytjanda eða banka, ef skuldu- nautur er sjálfur útflytjandi. Það er því á tveimur vígstöðvum, sem að hafnarsjóðunum liefir verið sótt, en slík vígstaða leiðir oftast til undanhalds. Stjórnvöld marki stefnu í hafnamálum Annað atriði en gjaldskrármál, sem ef til vill er ekki þýðingarminna, þegar til lengri tíma er litið, er barátta Hafnasambandsins fyrir því, að stjórnvöld marki framtíðarstefnu í hafnamálum, það er stefnu um uppbyggingu hafna og hve miklu fjármagni á hverjum tíma skuli varið til þeirra framkvæmda. í þessum tilgangi hefur Hafnasambandið frá upphafi lagt mjög mikla áherzlu á gerð fjögurra-ára áætlana um hafnargerðir, en í hafnalögum frá 1967 voru ákvæði um gerð slíkra áætlana, en þau lagaákvæði urðu fyllri við samjaykkt hafnalaganna frá 1973 og útgáfu reglugerðar um hafnamál, sem fylgdi í kjölfar þeirra. Gerð 4-ára áætlana er sérstakt dagskrárefni þessa fundar, og gefst undir þeim dagskrárlið tækifæri til að skýra stefnumið Hafnasambandsins, en ég vil hér leyfa mér að geta nokkurra atriða, sem ættu að sýna mikilvægi áætlunargerðarinnar. Það er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög, eigendur hafnanna, og útgerðaraðila, sem eru notendur hafnanna, að vita í tæka tíð, hverrar uppbyggingar má vænta, þannig að haldizt geti í hendur upp- bygging hafnar og atvinnustarfsemi á staðnum, svo ekki komi til árekstra, en því miður eru mýmörg dæmi um, að ekkert samráð hefur verið haft um uppbyggingu hafnaraðstöðu og útgerðarstarfsemi. Það er einnig nauðsynlegt fyrir stjórnvöld í landinu, sem greiða mikinn hluta af fjárfestingar- kostnaði í höfnum, að til sé marktæk áætlun um, hvernig og með hvaða fjármunum sé hægt að byggja upp eðlilega hafnaraðstöðu, þannig að hafnarstarf- semi á landinu verði rekin með eðlilegum hætti og komizt verði hjá fjármagnssóun vegna skipulags- leysis. Meðal erlendra þjóða, þar sem mikilvægi hafna er engan veginn jafn auðsætt og hér á landi og þar sem framlag til hafnargerða er víða ekkert frá stjórn- völdum, eru samt starfandi stofnanir til jress að vera stjórnvöldum ráðgefandi um stefnumörkun um uppbyggingu hafna. Eg nefni landshafnaráðið í Danmörku, sem nú hef- ur starfað í nokkur ár og hefir jjýðingarmiklu hlut- verki að gegna, þar eð ráðuneytið (Ministeriet for Offentlige Arbejder) þarf að samþykkja allar hafn- arframkvæmdir, enda þótt ekki sé veitt til þeirra framlag úr ríkissjóði. I Svíþjóð hefir nýverið verið komið á fót hafnaráði með svipaðan starfsgrundvöll og hið danska lands- hafnaráð. I Bretlandi var komið á fót hafnamálaráði (National Port Council), sem var stjórnvöldum til ráðuneytis um uppbyggingu brezkra hafna á miklum þreng- ingartímum hafna þar í landi. Núverandi ríkisstjórn hefur að vísu lagt jretta ráð niður, en á sama tíma hefur hjá brezka hafnasambandinu verið komið á fót deild, sem mun starfa að nokkru að jDeim verkefnum, sem hafnamálaráð hafði með höndum. Jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem engin ein stofnun á vegum alríkisstjórnarinnar fer með hafna- mál í heild, hefur nýlega verið gerð úttekt á því, hvaða fjármunum muni þurfa að verja til hafnar- gerða á yfirstandandi áratug til þess að tryggja, að eðlileg viðskipti við umheiminn og innan jaessa stóra ríkis geti farið fram. Einföldun á gjaldskrám Stjórn sambandsins hefir haft til meðferðar tillögu síðasta ársfundar um einföldun á gjaldskrám. Tvö atriði komu einkum fram, er talið var, að endurbóta þyrftu við. Hið fyrra var óeðlilega lág skipagjöld af hlífðarjrilfarsskipum og of margbrotin vörugjaldskrá. Þar eð Alþjóðasiglingamálastofnunin hefir sam- þykkt og mikill fjöldi jrjóða staðfest nýjar mæl- ingarreglur skipa, sem spegla betur skipastærðir en núverandi reglur, þá telur stjórnin ekki ástæðu til að leggja til, að einingu vegna skipagjalda verði breytt. Við gildistöku hinna nýju reglna, sem búast má við, að verði bráðlega a. m. k. gagnvart nýbyggingum, þá er e. t. v. ástæða til að endurskoða sjálft gjaldið SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.