Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 4
FORUSTUGREIN Staðgreiðslukerfi skatta Ríkisstjórnin lagði í febrúarmánuði fyrir Alþingi fjögur lagafrumvörp, sem fjalla um staðgreiðslu- kerfi skatta og breytingar á lögum um tekjuskatt og um tekjustofna sveitarfélaga í því sambandi. Væntanlega verða frumvörpin orðin að lögum, þegar þetta tölublað Sveitarstjórnarmála kemur út. Fulltrúaráð sambandsins fjallaði um frumvörpin á fundi sínum í Borgarnesi 20.-21. febrúar sl. og gerði ályktun um málið, sem send var Alþingi, og var þeim síðan fylgt eftir með viðtölum við þingnefndir. Ljóst er, að staðgreiðsla útsvars eykur mjög á óvissu sveitarstjórna um tekjuöflun líðandi árs. Sveitarstjórnir hafa ekki sömu möguleika til skammtímalántöku og ríkissjóður, og því getur orðið erfitt fyrir sveitarstjórnir að mæta fjárhagsörðugleikum sökum þess að útsvör reynast lægri en ætlað var. Utgjöld sveitarfélaganna eru að mestu leyti bundin og verður lítt um hnikað, þótt tekjur nægi ekki fyrir þeim. Þegar á heildina er litið, nema útsvör um 54% af heildartekjum sveitarfélaga, og við gildandi kerfi hafa sveitarstjórnir yfirleitt farið nærri um tekjuþróun liðins árs, þegar þær hafa tekið ákvörðun um útsvarsprósentu. Varfærni sveitarstjórnarmanna gagnvart þeirri róttæku breytingu, sem ríkisstjórnin lagði til, er því skiljanleg, en þrátt fyrir það vildu fulltrúaráðsmenn ekki leggja stein í götu staðgreiðslu skatta í meginatriðum, og er það reyndar í samræmi við afstöðu sambandsins til þeirra frumvarpa um staðgreiðslukerfi skatta, sem áður hafa komið fram á Alþingi. Hins vegar eru ýmsir alvarlegir gallar á fyrirhuguðu staðgreiðslukerfi frá sjónarhóli sveitarstjórna, sem mátt hefði bæta úr, en sem eigi fengust leiðréttir við meðferð málsins hjá ríkisstjórn og Alþingi. I fyrsta lagi má nefna, að valdi sveitarstjórna til ákvörðunar útsvarsprósentu eru settar þröngar skorður með því fyrirkomulagi, að félagsmálaráðherra skuli ákvarða innheimtuprósentu útsvars, en ef sveitarstjórnir telji þörf á hærri prósentu, skal rrysmunurinn innheimtur við endanlega álagningu 14 — 16 mánuðum eftir upphaf innheimtuárs. Auk þess er sett hámark á útsvarsprósentu, sem er ófullnægjandi og gengur í berhögg við fyrri áform um að fela sveitarstjórnum að ákveða einar útsvarsprósentuna, enda er kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn betur trúandi fyrir því verkefni en forsvarsmönnum ríkisvaldsins. I öðru lagi má nefna, að aukning útsvarsstofns er líklega ofmetin af þeim, sem undirbúið hafa staðgreiðslukerfið, og athuganir sýna, að hún verður mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. Samein- ing álagningarstofns fyrir útsvar og tekjuskatt hefur og þann ókost, að í hvert sinn, sem Alþingi lætur undan þrýstingi um lækkun skattstofns, lækka útsvör sjálfkrafa án þess að sveitarstjórnir eigi aðild að þeirri ákvörðun. 1 þriðja lagi hafa sveitarstjórnarmenn harðlega gagnrýnt innheimtuákvæði frumvarpsins um stað- greiðslu opinberra gjalda, og hafa þeir talið, að innheimta gjalda muni stórlega versna við gildistöku þeirra. I fjórða lagi hefur verið lögð áherzla á, að lögfest verði skylda ríkissjóðs til að standa sveitar- stjórnum mánaðarlega skil á útsvarsgreiðslum þeirra skattgreiðenda, sem eigi greiða útsvar sökum áhrifa persónuafsláttar. I fimmta lagi hafa sveitarstjórnir harðlega mótmælt ákvæði um sérstaka þóknun til ríkissjóðs vegna kostnaðar við framkvæmd staðgreiðslulaganna. Hér er um að ræða algjöran aukakostnað fyrir sveitarsjóði, en ekkert sparast á móti við innheimtu sveitarsjóða, sem halda verður áfram vegna innheimtu á eftirstöðvum útsvars og vegna innheimtu annarra gjalda. Fleiri athugasemdir sveitarstjórnarmanna við fyrirhugað staðgreiðslukerfi mætti nefna. Því miður verður að segja, að undirbúningur staðgreiðslumálsins hefur verið ónógur, og meðferð þess hjá Alþingi einkenndist af flaustri. Verður að vona, að staðgreiðslukerfi opinberra skatta verði lagfært með tilliti til framangreindra athugasemda, áður en sveitarsjóðir bera alvarlegt tjón af framkvæmd þess. Björn Friðfinnsson. 50 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.