Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 40
LANDSHLUTASAMTÖKIN
A&alfundur Samtaka sunnlenzkra
sveitarfélaga 1986:
Samgöngur og ferða-
þjónusta til umræ&u
Samgöngur og ferðaþjónusta
voru helztu umræðuefni á aðal-
fundi Samtaka sunnlenzkra
sveitarfélaga -SASS-, sem hald-
inn var í félagsheimilinu Ársölum á
Selfossi 29. og 30. ágúst sl., en
fundarstjórar voru bæjarfulltrúarn-
ir Steingrímur Ingvarsson og
Grétar Jónsson á Selfossi. Fund-
arritarar voru Þórir Þorgeirsson,
oddviti Laugardalshrepps, og
Magnús Finnbogason, oddviti
Austur-Landeyjahrepps.
Ávörp í upphafi fundar
í upphafi fundar fluttu ávörp
Sigurgeir Sigurðsson, varafor-
maður Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga, Eiríkur Alexandersson,
framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Jóhann T. Bjarnason, frkvstj.
Fjórðungssambands Vestfirðinga,
og Birgir Þorgilsson, ferðamála-
stjóri.
Skýrslur á fundinum
Fráfarandi formaður SASS,
Ólafur Elísson, fv. bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, setti fundinn og
flutti skýrslu stjórnar, en Hjörtur
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
sambandsins, gerði grein fyrir árs-
reikningum þeirra og fjárhags-
áætlun næsta starfsárs.
Jón R. Hjálmarsson, fræðslu-
stjóri, flutti skýrslu um starf
fræðsluráðs; Bjarni Jónsson, iðn-
ráðgjafi, skýrði frá starfi sínu, og
Matthías Garðarsson, heilbrigðis-
fulltrúi, flutti greinargerð um starf
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Loks flutti Sævar Berg Guðbergs-
son félagsráðgjafi skýrslu svæðis-
stjórnar fatlaðra á Suðurlandi.
Framsöguerindi
Um ferðaþjónustu og samgöng-
ur fluttu framsöguerindi Matthias
Bjarnason, samgönguráðherra,
Ólafur St. Valdimarsson, ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðuneyt-
inu, Óli Jón Ólason, ferðamálafull-
trúi, og Eiríkur Eyvindsson, for-
maður Ferðamálasamtaka Suður-
lands.
í framsöguerindi Ólafs St. Valdi-
marssonar kom fram, að þá var að
Ijúka störfum nefnd, sem hann var
formaður í og gerði úttekt á
ferðaþjónustu og skipulagi sam-
gangna á Suðurlandi. Hafði nefnd-
in dregið saman upplýsingar
um póstflutninga, akstur með
skólanemendur, sérleyfisakstur,
vöruflutninga og um flug- og
skipaferðir til Vestmannaeyja.
Þingmenn sitja fyrir
svörum
í lok fyrri fundardagsins sátu
fyrir svörum ráðherrarnir Jón
Helgason og Þorsteinn Þálsson
og þeir Þórarinn Sigurjónsson,
Árni Johnsen og Eggert Haukdal,
þingmenn kjördæmisins, og var
m.a. rætt um skólaakstur, ferða-
mál, löggæzlu og landbúnað svo
og um fjárveitingar til einstakra
framkvæmda í kjördæminu.
Helztu ályktanir
Á fundinum störfuðu fimm
nefndir, allsherjarnefnd, fjárhags-
nefnd, samgöngunefnd, orku- og
atvinnumálanefnd og kjörnefnd.
Gerðu þær grein fyrir tillögum sín-
um á síðari degi fundarins.
Magnús Finnbogason gerði grein
fyrir áliti allsherjarnefndar, Ágúst
Ingi Ólafsson, oddviti Hvolhrepps,
mælti fyrir áliti fjárhagsnefndar,
Steingrímur Ingvarsson fyrir áliti
samgöngunefndar, Einar Sigurðs-
son, oddviti Ölfushrepps, fyriráliti
orku- og atvinnumálanefndar og
Jón Þorgilsson, sveitarstjóri
Rangárvallahrepps, fyrir áliti kjör-
nefndar.
Að tillögu allsherjarnefndar
fundarins var samþykkt m.a., að
engar ákvarðanir yrðu teknar I
svonefndu skólaakstursmáli án
samráðs við sveitarstjórnir, að
auknu fé verði varið til byggingar
og reksturs fjölbrautaskóla á
Suðurlandi, að skora á ríkisvaldið
að framfylgja lögum um málefni
fatlaðra, að auknu fé verði varið til
málefna aldraðra og að kannað
verði um möguleika á landshluta-
útvarpi á Suðurlandi. Lögð var
áherzla á, að byggðarþróun, land-
nýting og skipulagsmál séu sem
mest í höndum heimaaðila. Loks
var því beint til dreifbýlisnefndar
sveitarfélaga, að hún gæfi leið-
beinandi reglur um laun oddvita
og annarra hreppsnefndarmanna,
þar sem ekki er fjallað um launa-
kjör þessara aðila í sveitarstjórnar-
lögum.
Að tillögu samgöngunefndar var
því beint til stjórnar símamála, að
haldið verði áfram uppbyggingu
símakerfisins og bætt úr því
slæma ástandi, sem víða ríkir í
þeim efnum á Suðurlandi. Skorað
var á stjórnvöld að hvika ekki frá
gildandi langtímaáætlun í vega-
gerð varðandi stofnbrautir og að
sjá til þess, að þjóðbrautir séu
byggðar upp með sambærilegum
hraða og að malarvegum sé haldið
betur við en nú er. Skorað er á
stjórnvöld að halda áfram upp-
byggingu flugvalla, að hraða
86 SVEITARSTJÓRNARMÁL