Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 5
YMISLEGT Ný stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Á fundi fulltrúaráðs sambands- ins í Borgarnesi 21. febrúar sl. voru kjörnir fjórir aðalmenn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga til næstu fjögurra ára sem hér segir: Úlfar B. Thoroddsen, sveitar- stjóri, Patrekshreppi; Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi, Ákureyri; Jón G. Tómasson, borgarritari, Reykjavíkurborg, og Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvamms- tangahreppi. Varamenn þessara manna, taldir upp í sömu röð, voru kosnir: Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfull- trúi, Akranesi; Guðfinnur Sigur- vinsson, bæjarfulltrúi, Keflavík; Jón Þorgilsson, sveitarstjóri í Rangárvallahreppi, og Kristinn V. Jóhannsson, bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað. Félagsmálaráðherra skipar fimmta manninn, sem er formaður stjórnarinnar, og varamann hans. Richard Björgvinsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, var kjörinn endurskoðandi Lánasjóðs og Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjarstjóri á Akrariesi, varamaður hans. Stjórn Innheimtu- stofnunar sveitar- félaga Á fundi fulltrúaráðs sambands- ins í Borgarnesi 21. febrúar sl. voru kosnir tveir menn af þremur í stjórn Innheimtustofnunar sveitar- félaga til fjögurra ára. Kosnir voru Björn Friðfinnsson, formaður sambandsins, og Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, varaformaður sambands- ins, og sem varamenn þeirra þau Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi í Reykjavík, og Ingibjörg Pálma- dóttir, forseti bæjarstjórnar, Akra- nesi. Páll Guðjónsson, sveitarstjóri í Mosfellshreppi, og Stefán Jón Bjarnason, sveitarstjóri í Miðnes- hreppi, voru kosnir endurskoð- endur Innheimtustofnunarsveitar- félaga til sama tíma. Félagsmálaráðherra skipar þriðja fulltrúann í stjórnina. Stjórn Tölvuþjónustu sveitarfélaga Fulltrúaráðið kaus í stjórn Tölvuþjónustu sveitarfélag til fjög- urra ára þá Óskar G. Óskarsson, borgarbókara, Reykjavíkurborg; Pál Guðjónsson, sveitarstjóra í Mosfellshreppi, og Úlfar Hauks- son, hagsýslustjóra Akureyrar- bæjar, og sem varamenn þeirra Gísla Norðdahl, byggingarfulltrúa i Kópavogi, og Magnús Karel Hannesson, oddvita Eyrarbakka- hrepps. Umferðarráð Stjórn sambandsins hefur til- nefnt Guðmund Árna Stefánsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem aðalmann og Ingibjörgu Pálma- dóttur, forseta bæjarstjórnar á Akranesi, sem varafulltrúa hans í umferðarrráð til næstu þriggja ára. Tilnefningin gildir frá 1. marz sl. Nýtt æskulýðsráð ríkisins Stjórn sambandsins hefur til- nefnt í æskulýðsráð ríkisins þá Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavikurborgar, sem aðalmann og Vilhjálm Ketilsson, bæjarstjóra í Keflavík, sem varamann til tveggja ára. Menntamálaráðherra hefur skipað sem formann ráðsins Árna Sigfússon, stjórnsýslufræðing og borgarfulltrúa í Reykjavík, og Má Grétarsson, sölumann, sem vara- mann hans. Loks eru þrír aðalmenn og jafn- margir til vara valdir af kjörfundi æskulýðssamtaka. Þeir eru Katrín Gunnarsdóttir, formaður ungl- inganefndar íþróttasambands ís- lands; Þórir Haraldsson, laga- nemi og frkvstj., Héraðssam- bandsins Skarphéðins, og Benja- mín Axel Árnason, framkvæmda- stjóri Bandalags íslenzkra skáta Varamenn þeirra eru Guðmundur Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, Árni Einarsson, erindreki hjá Áfengisvarnaráði og Ingi Þór Þorgrímsson, tóm- stundafulltrúi, fv. framkvæmda- stjóri Bandalags íslenzkra farfugla. Skólanefnd Skálholtsskóla Samkvæmt lögum um Skál- holtsskóla tilnefnir sambandið einn af sjö fulltrúum, sem skipa skólanefnd Skálholtsskóla. Á fundi stjórnar sambandsins 23. janúar sl. tilnefndi hún Ölvi Karls- son, oddvita Ásahrepps, sem aðalmann í nefndina og Hjört Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sambands sunnlenzkra sveitarfé- laga, sem varamann hans til næstu fjögurra ára. Skipulagsnefnd fólksflutninga Samkvæmt lögum um skipulag fólksflutninga með bifreiðum nr. 83/1966 tilnefnir sambandið aðal- mann og varamann í nefnd, sem gera á tillögur til samgönguráðu- neytisins um fyrirkomulag og rekstur allan á fólksflutningum með langferðabílum. Stjórn sam- bandsins hefur tilnefnt í nefndina Ölvi Karlsson, oddvita Ásahrepps, sem aðalmann og Sturlu Böðvars- son, sveitarstjóra í Stykkishólmi, sem varamann hans. SVEITARSTJÓRNARMÁL 51

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.