Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Blaðsíða 31
FJÁRMÁL 3. Skattlagningu á fyrirtæki m.a. meö tilliti til afskriftarreglna og þess, hvort lækka megi álagn- ingarprósentu, en fella niöur í staðinn fjárfestingar- og vara- sjóðstillag. 4. Staðgreiöslu skatta og hvernig hún tengist öðrum breytingum á lögunum. Við gerð kjarasamninga ASÍ, VSÍ og VMSÍ í desember sl. voru skattamál einnig til umræðu, og sendu samningsaðilar ríkisstjóm- inni hinn 5. desember sérstakt minnisblað um breytingar á tekju- skattskerfinu. Því svaraði fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar með bréfi 6.desember, þar sem er tekið undir þær hugmynd- ir, sem þessir aðilar settu fram, og ákveðið að fela skattanefndinni að taka þær til úrvinnslu. Jafnframt var bent á, að hluti þessara breyt- inga snerti mjög sveitarfélög og aðra aðila með sjálfstæð verkefni samkvæmt lögum og að um þá þætti yrði ekki fjallað án aðildar þeirra. Þá sagði og í bréfi þessu, að lögð yrði áherzla á að gera skatt- kerfið einfalt, draga úr möguleik- um á undanskoti tekna og breikka skattagrunninn með þvi að draga inn í hann allar tekjur og tekjuigildi og fella niður frádráttarliði og að nota ætti það svigrúm, sem þannig myndast, fyrst og fremst til þess að hækka skattleysismörk og einnig til þess að lækka skatthlut- fall, enda muni slíkt hvetja til bættra skattskila. Stefnt var að því að leggja frum- varp um þetta efni fram á því þingi, er nú situr, þannig að unnt verði að taka upp staðgreiðslu beinna skatta i ársbyrjun 1988. Eftir að þessi yfirlýsing lá fyrir, var ákveðið, að tillögur um ein- földun skattkerfisins og nauðsyn- legar breytingar vegna stað- greiðslu á tekjuskatti einstaklinga skyldu vera forgangsverkefni starfshópsins, þannig að unnt yrði að skila áliti og frumvarpsdrögum fyrir lok janúarmánaðar 1987. Vinnu við víðtækari breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt var því frestað um sinn. Frumvarp þetta ásamt hliðar- frumvörpum er afrakstur af starfi þessu. Haft hefur verið samráð við ASÍ og VSÍ um málið og félags- málaráðuneytið um þann þátt þess, sem að sveitarfélögunum snýr, en það ráðuneyti hefur ann- azt samskipti við fulltrúa Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og samið frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem nauðsynlegar eru vegna staðgreiðslu opinberra gjalda. í frumvarpi um tekjuskatt er gert ráð fyrir, að lagðir verði á einn tekjuskattur til ríkisins, sem komi í stað núverandi tekjuskatts, sjúkra- tryggingagjalds, gjalds til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, sóknar- gjalds og kirkjugarðsgjalds. Þessi tekjuskattur innheimtist ásamt út- svari til sveitarfélags, þannig að í reynd verður aðeins um að ræða eitt innheimtuhlutfall fyrir alla launþega. í frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga er gert ráð fyrir, að félagsmálaráðuneytið ákveði árlega innheimtuhlutfall út- svars vegna staðgreiðslunnar, en hvert sveitarfélag ákveði endan- legt álagningarhlutfall útsvars. Frávik í útsvarsálagningu hjá ein- stökum sveitacfélögum kemur til uppgjörs við álagningu á framtal, sem fram fer eftir ár hvert. Breytingarnar á tekjuskattslögunum Breytingum samkvæmt frum- varpi um tekjuskatt má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar er myndaður einn sameiginlegur og breyttur skattstofn, og hins vegar er álagningarreglunum breytt verulega. í gildandi lögum eru stofnar til ákvörðunar útsvars og tekjuskatts mismunandi. í frumvarpinu er hins vegar lagt til, að framvegis verði einn stofn myndaður af öllum vergum greiðslum vinnuveitanda til launþega, þ.e. inn í stofninn gangi allar launagreiðslur auk ýmissa sérstakra liða, svo sem bifreiðastyrkja, dagpeninga og annarra starfstengdra greiðslna, fríðinda og hlunninda. Ennfremur er gert ráð fyrir, að lífeyrir og tryggingabætur og aðrar slíkar greiðslur verði hluti skattstofns- ins, en hluti þeirra hefur verið utan útsvarsstofnsins. Þessi nýi stofn mun samsvara núgildandi útsvarsstofni að við- bættum þeim frádráttarliðum, sem nú eru heimilaðir við myndun hans. Þeir eru skyldusparnaður, kostnaður á móti ökutækjastyrk og dagpeningum, hlunnindi, verk- færa- og hljóðfærapeningar, helmingur greiddra meðlaga og námsfrádráttur. Ennfremur hækk- ar stofninn elli- og örorkulífeyri almannatrygginga. Vegna breytts álagningarkerfis, einkum mikillar hækkunar á persónuafslætti, mun síðast talda atriðið þó ekki valda álagningu gjalda nema til komi aðrar tekjur í verulegum mæli. Sama máli gegnir um námsfrá- drátt. Tekjur námsmanna munu af sömu ástæðum að öllu jöfnu ekki leiða til skattlagningar. Sú leið er valin að því er varðar bifreiðastyrki, dagpeninga og þess háttar að gera ráð fyrir, að af þessum liðum verði greiddur skattur i staðgreiðslukerfinu. Hins vegar eru sérstök ákvæði til þess að koma í veg fyrir, að menn greiði skatt af raunverulegum kostnaði, sem þeir hafa t.d. vegna notkunar bíla í þágu vinnuveitanda síns eða á ferðalögum vegna starfs síns. Þau ákvæði eru hins vegar þrengri en nú er og áformað að fylgja því betur eftir, að liðir þessir verði ekki notaðir til undanskots á sköttum. Þærtalnalegu upplýsing- ar, sem fyrir liggja, sýna svo að ekki verður um villzt, að þessir liðir eru nú í allmiklum mæli notað- SVEITARSTJÓRNARMÁL 77

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.