Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 9
KYNNING SVEITARFÉLAGA götum voru úr asbesti í upphafi. Þessar lagnir hafa veriö endur- nýjaðar að mestu, utan efsta hluta aðveituæðarinnar, en meirihluti hennar var endurnýjaður sumarið 1984. Það sama ár var lögð stofn- æð ofanvert við þorpið í suðurhluta þess, þegar hörpuskelvinnsla hófst hér. Þessi stofnæð var tengd efst í götuendum, og er suðurhluti þorpsins því með tvöfalda teng- ingu. Framundan er að endurnýja það, sem eftir er af aðveituæðinni, og gera nýjan þrýstijafnara fyrir veituna og þá um leið miðlunar- geymi. Nægilegt vatnsmagn er fyrir hendi, og er það gott upp- sprettuvatn. Fræðslu- og félagsmál í Hofsósi er grunnskóli fyrir börn úr Fells-, Hofs- og Hofsóshreppi á aldrinum 6-16 ára. Hafa nem- endur skólans verið um 100 hvert ár. Nemendum úr Fells- og Hofs- hreppi er ekið daglega til skólans, en börnin úr þorpinu ganga til hans. Félagsheimilið Höfðaborg er næsta hús við skólann, og var það vígt á árinu 1973. Eigendur þess eru þrjú fyrrnefnd sveitarfélög ásamt félagasamtökum á svæðinu. Með sérstökum leigusamningi frá 1974 er mötuneyti grunnskólans í félagsheimilinu; þar fá allir nem- endur skólans morgundrykk ásamt meðlæti og börnin, sem úr sveit- inni koma, hádegisverð. Leikfimi- kennsla grunnskólans fer fram á sviði félagsheimilisins, en í kjallara er baðaðstaða. Kennsla á vegum Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu fer einnig fram í félagsheimilinu. Þá á grunnskólinn fjórar íbúðir fyrir kennara i Hofs- ósi. Öflugt leikfélag er í Hofsósi, og hefur það sýnt a.m.k. eitt leikrit á vetri undanfarandi ár. Vorið 1986 var tekinn í notkun nýr malarvöllur fyrir knattspyrnu. Hefur knattspyrnulið af svæðinu hér í nágrenninu tekið þátt í deildakeppni KS(. Þá eru starfandi hér ýmis félög, svo sem bridgefélag, kvenfélög, ungmennafélög, lionsklúbbur, verkalýðsfélag, björgunarsveit og öflugt hestamannafélag. Félags- svæði þessara félaga er allt frá því að vera innan þorpsins eða allt frá Fljótum og inn til Hóla í Hjaltadal. Atvinnulíf Hofsóshreppur hefur á undan- förnum árum lagt fram fjármagn til atvinnulífsins. Á árunum 1982 - 1986 eru þetta kr. 5,5 millj. á verð- lagi í janúar 1987. Árið 1986 voru þessi framlög um 22% af útsvörum og aðstöðugjöldum ársins. Svo sem getið var í upphafi þessarar greinargerðar, var at- vinnulíf mjög einhæft hér fyrr á árum, og er svo raunar enn í dag, ef borið er saman við það, sem gerist bezt annars staðar. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga rak um árabil hraðfrystihús og verzlun hér á staðnum, en hefur fyrir mörgum árum verið lagt niður. Kaupfélag Skagfirðinga yfirtók verzlunina, en stofnað var hluta- félag um rekstur hraðfrystihúss. Er. Hofsóshreppur stærsti hluthafi og á 42,75%. Hraðfrystihúsið hf. Hofsósi átti erfitt uppdráttar fyrstu árin, en hefur nú þau síðustu verið rekið með hagnaði. Þannig vart.d. greiddur 5% arður eftir árið 1985. Hráefni til frystihússins kemur að mestu leyti frá þremur togurum Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. Sveitarfélögin, sem fyrreru nefnd, eiga hlut í útgerðarfélaginu ásamt Hraðfrystihúsinu hf. og fær það um það bil 1/3 landaðs afla togaranna. Aflanum er öllum landað á Sauð- árkróki og ekið hingað til Hofsóss, en það eru um 38 km. í frystihúsinu starfa þetta frá 50 - 60 manns. Stuðlaberg hf. er í eigu Fjól- mundar Karlssonar og fjölskyldu hans. Til skamms tíma var megin- verkefni fyrirtækisins að útbúa færibandakerfi fyrir sláturhús landsins, en nú hin síðari ár hefur aðalverkefni fyrirtækisins verið að smíða hljóðdeyfa fyrir bifreiðar og annað því tengt. Hafa á liðnum árum unnið 10 - 15 manns við fyrirtækið. Árið 1983 var stofnað hlutafé- lagið Þórðarhöfði hf., sem keypti vélbátinn Hafborg SK 50. Hefur þessi bátur stundað skelfiskveið- ar, hefðbundna fiskveiði, eftir því sem til hefur fallið, og rækjuveiði. Hlutafélagið Skagaskel var stofnað SVEITARSTJÓRNARMÁL 55

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.