Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 43
ATVINNUMAL
,,Bullauga" i upptökum Víkingslækjar á Rangárvöllum. Lindirnar gefa um 100 l/s
af3,5°C heitu vatni. Lækurinn dregur um 400 l/s úr þessu lindasvæöi.
Ljósm. Freysteinn Sigurösson.
búsins er um miklu stærra mál aö
ræöa, þ.e. aö rannsaka sumar
grundvallarforsendur nýrrar,
hugsanlega meiriháttar atvinnu-
greinar; forsendur, sem geta ráöiö
úrslitum um, hvort hún er vænleg
eða ekki. í fyrrnefndum tillögum er
lagt til, að verkefni þessi veröi að
miklum meirihluta kostuö af fisk-
eldisfyrirtækjum, sveitarfélögum
og af sérfjárveitingu frá Alþingi.
Fiskeldisverkefnin þrjú eru:
1. Sjávartaka úr borholum eða
brunnum við suðurströndina
og á Reykjanesi. Viö sunnan-
vert landið er sjór heitari en
annars staöar bæöi sumar og
vetur. Hugmyndin erað kanna
aðstæöur viö að ná sjó síuð-
um í gegnum sand (Meðal-
land, Vík, Þykkvibær); úr
hraunlögum, sem hafa storkn-
aö í sjó, þ.e. bólstrabergi og
brotabergi (Vestmannaeyjar,
Þorlákshöfn, hraunströndin í
Flóa), og grágrýti (Rosm-
hvalanes og höfuöborgar-
svæöið).
2. Öflun varma og ferskvatns. Á
landinu eru mörg lághita-
svæöi, sem hingað til hafa lítið
verið könnuö, þar sem þau
henta ekki til húshitunar. Þar
sem heppileg skilyröi eru til
öflunar varma, þarf aö kanna
möguleika til aö afla nægjan-
legs gæðavatns á sem hag-
kvæmastan máta. Svæöi, sem
uppfylla kröfur, sem til þeirra
eru gerðar, eru talin vera í
flestum landshlutum.
3. Öxarfjörður, en þar er háhita-
svæöi í utanverðum Öxarfiröi,
sem þarf að kanna nánar. Þar
eru nú þegar hafnar tilraunir
meö aö ná volgum sjó úr
sandinum. Þar þarf einnig aö
kortleggja ferskvatnsöflunar-
möguleika. í heild er svæöiö
líklega meöal beztu fiskeldis-
svæöa landsins, miöaö við al-
hliða fiskeldi.
Hér á eftir mun reynt aö gera
stutta grein fyrir sérverkefnunum
þremur hvað varðar:
(i) Helztu markmiö
(ii) Áætlaðan kostnaö
(iii) Hverju verkefnin skila í
aöra hönd.
Ferskvatn og jaröhiti í byggð á íslandi (Freysteinn Sigurösson og Kristján
Sæmundsson tóku saman).
SVEITARSTJÓRNARMÁL 89