Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 20
ALMENNINGSBÓKASÖFN Lánþegar 235 almenningsbóka- safna 84 þúsund ad tölu á árínu 1984 Komin er út hjá bókafulltrúa rík- isins Ársskýrsla 1984, yfirlit um starfsemi og fjármál almennings- bókasafna 1984. Almenningsbókasöfnin 235 ad tölu Það ár voru 235 almennings- bókasöfn á skrá. Miðsöfnin voru 41 talsins, eins og árið áður, en þá hafði þeim fjölgað um eitt. Mörg sveitarfélög borga til miðsafna sinna umfram lögbundið lágmarksframlag eða 30 af 41. Ber þar hæst greiðslu- hlutfall^ ísafjarðar, 2,82, og Siglu- fjarðar, 2,80 (lögbundið lágmarks- framlag = 1.00). Hreppsbókasöfnum fer stöðugt fækkandi vegna þess að í mörgum hreppum sjá menn sér hag í að fela miðsafni þjónustu við íbúa hreppsins gegn lögbundnu fram- lagi. Þannig geta hreppsbúar fengið aðgang að fjölbreyttari safnkosti og betri þjónustu en ella. 39% sveitarfélaga, sem reka hreppsbókasöfn, greiddu fullt lág- marksframlag eða meira árið 1984, en árið 1983 voru þau heldur færri eða um 35%. Stofnanasöfn, þ.e. á sjúkrahús- um, dvalarheimilum, vistheimilum og fangelsum, voru talin 37, en fjölmörg þeirra geta ekki talizt skipulögð söfn. Margar stofnanir hafa falið nálægu miðsafni að ann- ast alla bókasafnsþjónustu við vistmenn. Þær stofnanir, þar sem vistmenn eiga rétt á bókasafns- þjónustu, eru þó miklu fleiri. 83 milljónir kr. til ráöstöfunar Ráðstöfunarfé safnanna var alls kr. 83.132.000,- Miðsöfnin fengu kr. 69.116.000.-, hreppsbóka- söfnin kr. 7.417.000.- og stofn- anasöfnin kr. 6.600.000.- Þetta samsvarar kr. 346.- á hvern íbúa landsins. Starfsfólk safnanna Á árinu 1984 veittu bókasafns- fræðingar 8 miðsöfnum og 2 hreppsbókasöfnum forstöðu. Bókafulltrúi ríkisins hefur lengi barizt fyrir bættri menntun bóka- varða og í því skyni ráðizt í útgáfu bréfanámsefnis í samvinnu við bréfaskólann. Árið 1985 var fyrst veitt fé á fjárlögum til bréfanám- skeiðsins, og haustið 1986 var bréfanámi fyrir ófaglært starfsfólk almenningsbókasafna hleypt af stokkunum. (Sjá Svéitarstjórnar- mál 6. tbl. 1986). Góöar gjafir Á árinu 1984 bárust almenn- ingsbókasöfnum margar höfðing- legar gjafir. Síra Eiríkur J. Eiríks- son og Kristín Jónsdóttir kona hans gáfu Bæjar- og héraðsbóka- safninu á Selfossi u.þ.b. 30.000 bindi bóka þ.á m. Guðbrands- biblíu, Bókasafn Kópavogs fékkað gjöf um 7000 hljómplötur með sí- gildri tónlist frá Stefáni Guðjóns- syni og Valgerði Þórarinsdóttur, og Héraðsbókasafninu á Kirkju- bæjarklaustri barst að gjöf bóka- safn síra Valgeirs Helgasonar ca. 2500 bindi. Þegar frá eru taldar þessar gjaf- ir, jókst bókakostur almennings- bókasafnanna um 4000 bindi. Samanlögð bókaeign almennings- bókasafnanna í árslok var rúmlega 1,5 milljón bindi. Lánþegum almenningsbóka- safnanna fjölgaði frá því árið áður úr rúmlega 80.000 í tæp 84.000. Þessum tölum ber þó að taka með varkárni, þar sem talning lánþega fer fram á ýmsan hátt, en þó ættu breytingar á milli ára að koma nokkuð skýrt í Ijós. Útlán safnanna Heildarútlánum fækkaði frá því árið áður úr 2.253.000 bindi í 2.224.000. Meðalútlánum hefur farið fækkandi undanfarin ár, og hefur þeim fækkað um 0.25 frá 1982, þegar þau voru 9.50 á íbúa í landinu í 9.25 árið 1984. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, af hverju þessi fækkun stafar, og ósjaldan hefur myndbanda- notkun landsmanna verið kennt um. Víst er, að með auknu fram- boði á ýmiss konar tómstundaiðju minnkar sá tími, sem hver og einn hefur til bóklesturs, en líka er um að kenna erfiðum fjárhag safn- anna, sem kemur niður á sam- keppnisaðstöðu þeirra við aðra tómstundastarfsemi. Fjölgun lánþega sýnir, að áhugi almennings er fyrir hendi, og furðulegt verður að teljast, að bókasöfnum skuli ekki vera gert fjárhagslega kleift að reka öflugri starfsemi, þegar tekið er mið af því, að tæp 84.000 manns á öllum aldri sækja þangað fræðslu- og tómstundaefni árlega. Frá skrifstofu bókafulltrúa ríkisins (Þ.Ó.) Skrá yfir bókasöfn Á næstunni kemur út ný skrá yfir bókasöfn. Er hún gefin út á vegum samstarfsnefndar um upp- lýsingamál. Skránni er skipt í þrjá hluta: í fyrsta lagi er skrá yfir rannsóknar- og sérfræðibókasöfn, í öðru lagi er skrá yfir þau almenningsbókasöfn, sem eru miðsöfn skv. reglugerð um almenningsbókasöfn, og í þriðja lagi er skrá yfir bókasöfn framhaldsskólanna. í skránni koma fram eftirfarandi upplýsingar: Nafn safns, heimilis- fang, sími, opnunartími, starfslið, safngögn og flokkunarkerfi. Auk þess er gerð grein fyrir þeirri þjónustu, sem söfnin bjóða 66 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.