Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 35
FJÁRMÁL
Ætla má, aö þegar fram í sækir,
muni þær breytingar á skattkerf-
inu, sem í frumvörpum þessum
felast, leiöa til hagræðis og aukins
árangurs í innheimtu. Einföldun
skattkerfisins mun gera framtöl
einfaldari, og úrvinnsla þeirra mun
ekki krefjast sömu vinnu og nú.
Þeim starfskröftum, sem þannig
losna, veröur unnt að beina aö
verkefnum viö eftirlit og aöhald,
einkum hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum í rekstri, en þeim þátt-
um hefur allt of lítið veriö unnt aö
sinna hingað til.
Frá sjónarmiði efnahagsstjórn-
unar er staðgreiðslukerfi einnig
betri kostur en þaö kerfi, sem
verið hefur viö lýði. í breytilegu ár-
ferði og hagsveiflum hefur núver-
andi kerfi yfirleitt virkaö andstætt
viö þær kröfur, sem gera þarf til
góös hagstjórnartækis. Staö-
greiðslukerfi mun hins vegar
stuðla aö jafnvægi, draga fé frá
neyzlu á þensiutímum, en draga
úr skattbyrði, ef kaupmáttur dregst
saman.
Viö setningu laga um stað-
greiðslu opinberra gjalda háttar
mjög óvenjulega til, þar sem til úr-
lausnar koma þá ýmis tímabundin
atriöi, sem heyra munu sögunni
til, þegar breytingin úr núverandi
innheimtuformi skatta yfir í stað-
greiðslu veröur um garö gengin.
Meö vísan til þess svo og hins, aö
þessari breytingu tengjast tíma-
bundin ákvæði í breyttum lögum
um tekjuskatt og eignaskatt og
tekjustofna sveitarfélaga, þótti rétt
aö hafa þann hátt á að setja sér-
stök lög um gildistöku staö-
greiðslulaganna, þar sem tekið
yrði á öllum atriöum, sem tengjast
breytingunni sem slíkri.
í frumvarpi þessu kemur fram,
aö almenna reglan varöandi
launatekjur ársins 1987 verður sú,
aö skattlagning á þær fellur alveg
niður. Þetta þýðir, aö öll venjuleg
og eölileg laun ársins 1987, sem
til eru komin vegna vinnuframlags
gjaldanda, veröa skattfrjáls, þótt
þau verði að sjálfsögöu framtals-
skyld við framtal í ársbyrjun 1988.
Þó skal leggja á menn tekjuskatt
og útsvar, ef auknar launatekjur
manns á árinu 1987 veröa aö mati
skattstjóra ekki raktar til aukins
vinnuframlags, aukinnar starfs-
ábyrgöar eöa stöðuhækkunar.
Þetta ákvæöi er hugsað sem
varúöarráðstöfun gagnvart þeim,
sem hyggjast reyna að telja fram
laun með óeðlilegum hætti án
þess aö vinnuframlag eða aðrar
eðlilegar ástæður liggi aö baki.
Tekjur aðila í sjálfstæöum
rekstri, svokallaö reiknaö endur-
gjald, geta aukizt aö raungildi um
25% milli áranna 1986 og 1987 án
þess aö til skattlagningar komi.
Aukist þær meira eða fari meira
fram úr viðmiðunartekjum í við-
komandi starfsgrein samkvæmt
reglum ríkisskattstjóra fyrir áriö
1987, telst sú fjárhæö, sem um-
fram er, til yfirfærðra launatekna
og skal þá skattleggjast. Sama
gildir um launagreiðslur til manns
frá lögaöila, ef hann getur meö
eignarhlutdeild sinni eöa á annan
hátt haft áhrif á fjárhæö launa-
greiðslna til sín, maka síns eða
barnaáárinu 1987.
Tekjuskatts- og eignaskattsá-
lagning 1988 verður í aðalatriðum
framkvæmd eftir sömu reglum og
gilda um álagningu á árinu 1987
aö teknu tilliti til hugsanlegra
breytinga á skattvísitölu í fjárlög-
um fyrir áriö 1988 eða annarra
breytinga, sem gerðar kunna að
verða í tengslum við gerð fjárlaga
fyrir 1988. Þegar álagning 1988
hefur farið fram með þessum
hætti, verður innheimta álagðs
tekjuskatts og útsvars af launa-
tekjum manna felld niður. Önnur
álagning kemur hins vegartil inn-
heimtu til viðbótar við staðgreiðslu
skatta af launatekjum manna á
síðari hluta árs 1988.
Nýr forstjóri FMR
Um áramótin var Magnús Ólafs-
son, verkfræðingur, ráðinn for-
stjóri Fasteignamats ríkisinstil
eins árs, en Guttormur Sigur-
björnsson lét þá af störfum vegna
aldurs. Hann hafði gegnt því starfi
fráárinu 1974.
Magnús er fæddur í Reykjavík
10. nóvember 1942, sonur hjón-
anna Ingibjargar Sturludóttur og
Ólafs Guðmundssonar, sjómanns
þar. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1962 og prófi frá Tækniháskól-
anum í Kaupmannahöfn árið 1968.
Hann starfaði sem verkfræðing-
ur hjá Vita- og hafnamálastofnun
ríkisins árin 1968 - 1972, hjáVerk-
fræðistofunni Hönnun frá 1972 -
1974 og aftur á árunum 1982 -
1984. Hann var verkfræðingur og
byggingarfulltrúi Mosfellshrepps
1974 til 1981 og verkfræðingur
hreppsins 1981 - 1982. Fráárinu
1984 hefur hann verið umdæmis-
verkfræðingur Reykjavíkurum-
dæmis Fasteignamats ríkisins.
Eiginkona Magnúsar er Herdís
Heiðdal, og eiga þau tvö börn.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 81