Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 48
ERLEND SAMSKIPTI
félagsins, og undir lok næst liöins
árs samþykktu bæirnir fjórir aö
taka Eyrarbakka inn í keðjuna. Af
hálfu hreppsnefndar Eyrarbakka-
hrepps var þaö síðan samþykkt
endanlega í byrjun febrúar að taka
upp þessi vinabæjatengsl. Eyr-
bekkingar gera sér vonir um, aö
þessi ákvöröun geti orðið til
nokkurs menningarauka í sveitar-
félaginu, þegar fram líða stundir.
Magnús Karel Hannesson, oddviti.
Reyóarfjaróar-
hreppur tengist
vinabæjakeóju
Hreppsnefnd Reyðarfjarðar-
hrepps hefur fengið aðild að
norrænni vinabæjakeðju. í henni
eru fyrir bæirnir Rödovre í Dan-
mörku, Táby í Svíþjóð, Lorenskog
í Noregi og Járvenpáá í Finnlandi.
Nýlega hefur verið stofnuð á
Reyðarfirði deild í Norræna félag-
inu, og er Hilmar Finnsson, tækni-
fræðingur hjá Vegagerð ríkisins,
formaður hennar.
í Reyðarfjarðarhreppi eru rúm-
lega 700 íbúar.
Ráöstefna um
leiksvæöi barna
Alþjóðasamtökin um rétt barna
til þess að leika sér halda 10.
heimsþing sitt í Stokkhólmi 8.-12.
júní nk. Er það haldið þar í tilefni af
50 ára afmæli leiksvæðadeildar
Stokkhólmsborgar í ár.
Alþjóðasamtök þessi vinna að
bættri aðstöðu barna til þess að
njóta sköpunarhæfileika sinna í
leik og starfi með ráðgjafarþjón-
ustu og ráðstefnuhaldi á þriggja
ára fresti.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi
við tómstundaráð Stokkhólms-
borgar, en hjá því starfa um 5000
manns. í borginni eru 175 opin
leiksvæði.
Fulltrúum hinna einstöku þátt-
tökulanda á ráðstefnunni gefst
tækifæri til þess að kynna í máli og
myndum á sérstöku sýningar-
svæði efni, sem áhugavert þætti til
kynningar á erlendum vettvangi.
Vináttutengsl Kefla-
víkur og Brighton
Á síðasta ári var stofnað til vin-
áttutengsla milli Keflavíkurkaup-
staðar og bæjarins Brighton á
suðurströnd Englands. Þessi
samskipti eru sérstaklega tengd
ferðamálum og sjóstangaveiði.
Þau eiga sér þann aðdraganda, að
áhugahópur í Brighton um sjó-
stangaveiði kom hingaðtil lands
haustið á undan og stundaði sjó-
stangaveiði frá Keflavík. Þykjaað-
stæður þar til slíks ákjósanlegar,
miðað við Brighton, enda aflaföng
betri.
Það var fyrir atbeina Jóhanns
Sigurðssonar, starfsmanns Flug-
leiða í London, sem er úr Keflavík,
og ferðaskrifstofunnar Víkinga-
ferða i Keflavík, að afráðið var, að
bæirnir tækju upp vináttutengsl.
Voru þau tengsl staðfest með
undirritun samnings þar um, sem
fram fór við hátíðiega athöfn i
Brighton 22. marz 1986. Fyrir
hönd Keflvíkinga undirritaði
Tómas Tómasson, þáv. forseti
bæjarstjórnar, samkomulagið, og
Robert Cristofoli, borgarstjóri, fyrir
hönd Brighton. Báöir fluttu þeir
ávörp og skiptust á gjöfum,
byggðarmerki Keflavíkur í list-
rænni útfærslu og mynd af kunnri
höll, The Royal Pavillion í Bright-
on, þar sem athöfnin fórfram.
Síðdegis sama dag og daginn
eftir var efnt til umfangsmikillar ís-
landskynningar í Brighton. Magn-
ús Magnússon, fréttamaður, flutti
fyrirlestur og sýndi kvikmynd og
litskyggnur frá íslandi, og sjö ís-
lenzk fyrirtæki kynntu vörur sínar,
m.a. með tízkusýningu, þarsem
ullarfatnaður varsýndur. Loks hélt
Einar Benediktsson, sendiherra,
móttöku, þar sem íslenzk matvæli
voru á borðum.
Tómas Tómasson, til vinstri á myndinni, afhendir borgarstjóra Brighton, Robert
Cristofoli, listaverk, sem Erlingur Jónsson, fv. kennari i Keflavík, hafði gert. Þaó
vareftirmynd imálmi af bæjarmerki Keftavíkur, en það teiknaði Helgi S. Jónsson.
94 SVEITARSTJÓRNARMÁL