Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 41
LANDSHLUTASAMTÖKIN undirbúningi aö komu nýs skips til siglinga milli lands og Eyja og að auka fjármagn til hafnarinnar í Vestmannaeyjum. Aö tillögu orku- og atvinnumála- nefndar var samþykkt að vinna markvisst að iðnaðaruppbyggingu í kjördæminu og að fá tvo iðnráð- gjafa í fullt starf. Athugaðir verði allir möguleikar á orkufrekum iðn- aði og lýst fullum stuðningi við sérverkefni Orkustofnunar, sem tengd eru fiskeldi á Suðurlandi. Vakin var athygli á þeim vanda, sem Vestmannaeyingar standa frammi fyrir vegna fyrirsjáanlegrar hitaþurrðar í hrauninu, og bent á, að styrkja þurfi dreifikerfi raf- magns í strjálbýli. Ársreikningur sambandsins var samþykktur að tillögu fjárhags- nefndar. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings fyrir árið 1985 voru tæpl. 6.1 millj. króna og fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1986 7.9 millj. króna. Niðurstöðutölur efnahags- reiknings voru 5.5 millj. króna. Stjórn SASS Á fundinum var kosið fjórtán manna fulltrúaráð. Það kom sam- an til fundar 2. október og kaus sér firnm manna framkvæmda- stjórn. Formaður hennar er Gísli Einarsson, oddviti Biskups- tungnahrepps, og aðrir í henni bæjarfulltrúarnir Guðmunda Steingrímsdóttir í Vestmannaeyj- um og Brynleifur Steingrímsson á Selfossi, Ólafur Sigfússon, sveitarstjóri Hvolhrepps, og Hanna Hjartardóttir, oddviti Kirkju- bæjarhrepps. Aðrir í fulltrúaráðinu eru bæjar- fulltrúarnir Guðmundur P.B. Ólafsson og Helga Jónsdóttir í Vestmannaeyjum og Þorvarður Hjaltason á Selfossi, sveitarstjór- arnir Jón Þorgilsson á Hellu, Haf- steinn Jóhannesson í Mýrdals- hreppi og Guðmundur Hermanns- son í Ölfushreppi og oddvitarnir Guðrún Inga Sveinsdóttir í Austur-Eyjafjallahreppi, Margrét Frímannsdóttir á Stokkseyri og Hafsteinn Kristinsson í Hvera- gerði. Að tillögu kjörnefndar voru á fundinum kosnir fimm menn og jafnmargir til vara í atvinnumála- i hádegisverðartíma síðari fundardaginn voru fundarmönnum kynnt heimafengin matvæli, mjólkurvörur frá Mjólkurbúi Flóa- manna, álegg og fleira frá Slátur- félagi Suðurlands, lax frá Samtök- um laxveiðibænda og brauð frá kornbændum í Rangárvallasýslu. Einnig var farin kynnisferð í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, fundar- menn sáu kvikmynd Búnaðarfé- lags Biskupstungna og þeir sátu í fundarlok kvöldverðarboð Sel- fossbæjar. Samtök sveitarfélaga á Suður- landi hafa nýverið gefið út fundar- gerð aðalfundarins fjölritaða með ýmsu efni, sem flutt var eða lagt fram á fundinum, 116 bls. að stærð, og er hún fáanleg á skrif- stofu samtakanna að Austurvegi 38 á Selfossi. Símanúmer á skrif- stofunni er 99-1088 og 99-1350. Gisli Einarsson, oddviti Biskups- tungnahrepps, formaóur Sambands sunnienzkra sveitarfélaga. nefnd, orkunefnd, samgöngu- nefnd og fræðsluráð, fjórir fulltrúar á ársfund Landsvirkjunar og tveir endurskoðendur. Á fulltrúaráðs- fundinum 2. október voru síðan kosnir tveir til þrír fulltrúar til við- bótar í atvinnumálanefnd, orku- nefnd og samgöngunefnd. Full- trúaráðið ákvað einnig, hver vera skyldi formaður milliþinganefnd- anna. Adalfundur Iðnþróunarsjóös Að kvöldi fyrri fundardagsins var haldinn aðalfundur Iðnþró- unarsjóðs Suðurlands. Fram kom í skýrslu iðnráðgjafa til aðalfundar- ins, að sjóðurinn hefði frá síðasta aðalfundi á undan veitt 26 lán að fjárhæð 10.9 millj. króna, 10 styrki samtals 730 þús. krónur og fjögur áhættulán að fjárhæð 548 þús. krónur. M.a hafa samtökin og sjóðurinn látið gera arðsemis- könnun á álarækt. Adalfundur SASS 1987 í Hveragerói 1. og 2. maí Aðalfundur Samtaka sunn- lenzkra sveitarfélaga - SASS - 1987 verður haldinn að Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 1. maí og laugardaginn 2. maí. Hefstfundur- inn kl. 9.30 á föstudaginn og lýkur á laugardagskveldi. Á dagskrá fundarins verður m.a. samstarf sveitarfélaga innan hér- aðsnefnda og byggðarlaga, sér- verkefni Orkustofnunar á sviði fiskeldis, ferðamála, orkumál og fjölþættari atvinnumöguleikar í héraði, skipulag heilbrigðismála og grunnkortagerð. Aóalfundur Sam- bands íslenzkra rafveitna Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna (SÍR) verður haldinn á Höfn í Hornafirði 10. og 11. júní. SVEITARSTJÓRNARMÁL 87

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.