Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 22
HÚSNÆÐISMÁL Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt: Seljahlíd—vistheimili og íbúðir aldraðra í Reykjavík Undirbúningur Árið 1981 ákvaö borgarstjórn Reykjavíkur aö hefja undirbúning framkvæmda viö gerð vistheimilis, hjúkrunarheimilis og heilsugæzlu- stöðvar, sem rísa skyldu í einu yngsta hverfi borgarinnar í Breið- holti. Byggt skyldi í námunda viö skóla, fyrirhugaðar verzlanir, kirkju og fleiri stofnanir í Selja- hverfi. Eftir að undirbúningi og uppdráttum haföi miðaö vel á veg, reyndist nauðsynlegt aö endur- skoða upprunalegar áætlanir. Ekki var unnt að tryggja hina lög- bundnu þátttöku ríkissjóðs við fjármögnun heilsugæzlustöðvar og hjúkrunarheimilis innan rými- legs frests. Ákveðið var árið 1983 að byggja aðeins vistheimili með þjónustu- miðstöð auk söluíbúða í sérstæð- um húsum. Hönnun Vandi okkar arkitektanna var í fyrstu sá, að byggja skyldi tiltölu- lega stórar byggingar í íbúða- hverfi, þar sem mest bar á einbýl- ishúsum. Lóðin var ekki ýkja stór, svo að augljóslega yrði að gera ráð fyrir þriggja hæða húsi fyrir vistheimilið. Þá var og þess að gæta að draga sem mest úr áhrif- um þess, að um stofnun væri að ræða. Eins og sjá má hér á mynd- unum, fólst lausnin í því að skipta húsunum í minni einingar með ris- þökum. Hið innra vildum við móta þannig, að íbúarnir hefðu fremur á tilfinningu, að þeir byggju á góðu hóteli en á vist. íbúðir ( vistheimilinu eru 60 einstakl- ingsíbúðir, sem eru 28 fm að Greinarhöfundur, sem ásamt Sigurdi Björgúlfssyni, arkitekt, teiknaði Seijahiíð. stærð, og 10 hjónaíbúðir, sem eru um 54 fm að stærð. I hverri íbúð er flísalagt baðherbergi með salerni, handlaug og steypibaði, ennfrem- ur fataskápar og lítill eldhúsbekkur með vaski og kæliskáp. Þá. eru á íbúðunum franskar svalir, sem svo er kallað. Lokuð geymsla fylgir hverri íbúð. í einnar hæðar par- húsum eru 18 tveggja herbergja sérbýlisíbúðir. Reykjavíkurborg hefur selt parhúsaíbúðirnar sam- kvæmt sérstökum skilmálum, sem Húsinu er skipt í einingar svo það virðist minna en ella. Veitingasalur. Um dyr til vinstri má ganga út á garðstétt. Gluggar milli ,,húsa" veita birtu á ganga. 68 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.