Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Page 29
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
Héraösnefndír
Hjörtur Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sunn-
lenzkra sveitarfélaga, reifaði þriðja
höfuðmál fulltrúaráðsfundarins,
héraðsnefndir. Kynnti hann
ákvæði í IX. kafla nýju sveitar-
stjórnarlaganna um samvinnu
sveitarfélaga. Skýrði hann frá
fundum, sem haldnir hefðu verið í
Árnessýslu, Rangárvallasýslu og í
Vestur-Skaftafellssýslu um undir-
búning að stofnun héraðsnefnda
og lagði fram yfirlit, er sýndi þau
umdæmi, sem valin hafa verið við
lausn hinna ýmsu samstarfsverk-
efna í þessum sýslum.
Úlfar B. Thoroddsen, sveitar-
stjóri Patrekshrepps, hafði á síðari
degi fundarins orð fyrir nefndinni,
sem fjallað hafði um mál þetta.
Að tillögu hennar samþykkti
fulltrúaráðið að beina því til
sveitarstjórna að hefja nú þegar
undirbúning að stofnun héraðs-
nefnda, sé umfjöllun ekki þegar
hafin um það mál, þar sem umboð
sýslunefnda rennur út 31. desem-
ber 1988.
Þá var því beint til stjórnar
landshlutasamtakanna, að þau
greiði fyrir sameiginlegum fundum
sveitarstjórna um þessi málefni,
sé þess þörf.
Kosnar þrjár stjórnir
Á fundinum voru kosnir fjórir
fulltrúar af fimm í stjórn Lánasjóðs
sveitarfélaga, tveir fulltrúar í stjórn
Innheimtustofnunar sveitarfélaga
og þrír í stjórn Tölvuþjónustu
sveitarfélaga svo og endurskoð-
endur Lánasjóðs og Innheimtu-
stofnunar, og er skýrt frá skipan
þessara stjórna annars staðar í
blaðinu.
Að loknum fundarstörfum á fyrri
degi fundarins hélt Alexander
Stefánsson, félagsmálaráðherra,
fundarmönnum síðdegisboð.
LAUNAMÁL
Nýr kjarasamningur viö
starfsmannafélögin
Hinn 4. febrúar sl. var á Akur-
eyri undirritaður rammasamningur
milli launanefndar sveitarfélaga
annars vegar og hins vegar full-
trúa starfsmannafélaga þeirra
sveitarfélaga, sem aðild eiga að
nefndinni, en félagsmenn þeirra
eru milli 2 og 3 þúsund að tölu.
Samningsgerð þessi tókst eftir
fimm daga samfelld fundahöld
milli launanefndarinnar og um það
bil 40 fulltrúa hinna einstöku
starfsmannafélaga.
Er þetta í fyrsta sinn, sem slíkur
heildarkjarasamningur er gerður
milli launanefndarinnar og fulltrúa
starfsmannafélaganna, sem nú
fara hvert um sig með samnings-
umboð fyrir félagsmenn sína sam-
kvæmt hinum nýju lögum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna, sem öðluðust gildi í árslok
1986.
Helztu breytingar, sem í samn-
ingnum felst, eru þær, að tekin er
upp ný launatafla, 7 þrepa tafla,
sem felur í sér 2.5% hækkun.
Persónuuppbót í desember verð-
ur 30% af 60. Ifl., efsta þrepi.
Vaktaálag hækkar um 3%, en
áfangahækkanir á árinu 1987
verða þær sömu og samið var i
VSÍ/ASi samningnum. Samning-
urinn gildir til þriggja ára, en
launaliður samningsins er upp-
segjanlegur, ef forsendur verð-
lags og kaupmáttur breytast veru-
lega á samningstímanum. Á árun-
um 1988 og 1989 er gert ráð fyrir,
að þróun vísitölu framfærslukostn-
aðar verði sú, sem í samningnum
segir, en gengið var út frá því, að
verðbólga verði tæplega 8% á ár-
inu 1988 og 5.5% á árinu 1989.
Nefnd aðila skal endurskoða
reglur um réttindi og skyldur
bæjarstarfsmanna og samræma
hinar ýmsu reglur, sem nú gilda.
Stefnt er að því, að nýjar reglur
öðlist gildi hinn 1. desember
1989. Framlag í starfsmenntunar-
sjóð hækkar í áföngum á samn-
ingstímanum. Kjararannsókna-
nefnd skal sett á stofn, og skal
nefndin annast kjararannsóknir í
landshlutum.
í samningnum er lágmarksröð-
un í launaflokka ákveðin fyrir
helztu starfsheiti. Á næstu vikum
verður síðan gengið frá kjara-
samningum við bæjarstarfs-
mannafélögin á grundvelli ramma-
samningsins. Eftir er að ganga frá
sérákvæðum, sem áður voru í sér-
kjarasamningum hvers félags, og
nokkuð vantar einnig á, að frá-
gengin sé röðun allra starfsheita i
launaflokka.
Ljóst er, að mjög misjafnt er,
hversu miklar hækkanir kjara-
samningurinn felur í sér fyrir
sveitarfélögin. Ástæðan er fyrst og
fremst sá mikli munur, sem hefur
verið á launaflokkaröðun milli
sveitarfélaga.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 75