Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 10
KVNNING SVEITARFÉLAGA um svipað leyti, en þar hefur verið unninn skelfiskur og saltfiskur Þessi tvö fyrirtæki hafa nú verið sameinuð. Alls vinna þar, þegar flest er, um 15 manns. Pá er hér bifreiðaverkstæði, vörubílaútgerð, hellusteypa og fyrirtæki í byggingariðnaði. Eigandi þess gerir jafnframt út hópferða- bíla. Póstur og sími er með af- greiðslu í Hofsósi og ennfremur Búnaðarbanki íslands frá 1973, en áður var hér sparisjóður. í hús- næði Kaupfélags Skagfirðinga er saumastofa, sem rekin er á vegum Heklu, Akureyri. Þar er m.a. saum- aður íslenzki þjóðfáninn. Árver sf. hefur starfað í mörg undanfarin ár; þar er unninn afli trillubátanna og afli aðkomubáta, eftir því sem til fellur. Aflinn er allur verkaður í salt. Nýlega er hafin vinnsla á skel- inni, sem verður afgangs frá Skagaskel hf. Gunnar Baldvins- son, sem á hellusteypuna, hefur fengið sér búnað til að mala skel- ina; fyrst til að byrja með var salli þessi seldur bændum til að bæta tún, en nú nýlegavarfariðaöpakka honum í litlar pakkningar, því komið hefur í Ijós, að salli þessi hentar mjög vel fyrir stofublóm og bletti við íbúðarhús. Heilbrigdismál Á Hofsósi eru búsettir tveir hjúkrunarfræðingar. Hér er heilsugæzla, og kemur læknir frá Sauðárkróki einu sinni í viku og hefur þar viðtalstíma. Sjúkrabifreið er i Hofsósi. Á vegum Hofsóshrepps er veitt þjónusta til aldraðra í þorpinu. Ný- lega er lokið 1. áfanga byggingar öldrunaríbúða, og eru í húsinu bæði hjóna- og einstaklingsíbúðir. Engin þjónusta er í Hofsósi vegna tannviðgerða. Peir, sem þurfa á tannlækni að halda, fara til Sauð- árkróks eða jafnvel Blönduóss eða Akureyrar, því oft er langur biðtími á Sauðárkróki. Þá má nefna, að dýralæknir fyrir Austur- Skagafjarðarsýslu hefur aðsetur í Hofsósi. Byggingarframkvæmdir Á síðustu árum hefur ekki verið mikið um byggingarframkvæmdir í Hofsósi, enda hefur íbúafjöldi staðið nokkurn veginn í stað. Nú er í smíðum eitt íbúðarhús. Verið er að byggja verzlunarhús, sem á að taka í notkun fyrri hluta þessa árs. Brunavarnir Skagafjarðar, björg- unarsveit og sveitarfélög eru með stuðningi slysavarnarfélagsins og Rauða krossins að byggja við- byggingu við slökkvistöð fyrir sjúkrabíl, slökkvibíl og bifreið björgunarsveitar og annan búnað. Þá er verið að stækka fisk- verkunarhús Árvers sf., og sótt hefur verið um lóð fyrir útgerð og vinnslu. Fyrirhugaðar eru byggingar- framkvæmdir við grunnskólahús- ið, þ.e. fjölnýtihús, sem leysti fé- lagsheimilið af hólmi, svo sem fyrr eraðvikið. Ferdamannaþjónusta Sólbær sf. sér um rekstur bensínstöðvar og annað, sem til- heyrirslíkum rekstri; þareru einnig seldir smáréttir allan ársins hring. Yfir sumarmánuðina hefur verið rekin ferðamannaþjónusta i félags- heimilinu Höfðaborg. Þar hefur verið hægt að fá heitan mat og gist- ingu. Þá hefur félagsheimilið haft skólastofur í grunnskólanum til ráðstöfunar fyrir svefnpokapláss. Þá hefur einnig verið hægt að fá á leigu bát til ferða út að Þórðar- höfða og til Drangeyjar. Hofsóshreppur keypti fyrir nokkru eignir af smábýlinu Ártún- um syðst í þorpinu. Þar er fyrir- hugað að útbúa aðstöðu fyrir þá ferðamenn, sem kjósa að gista í tjaldi, t.d. snyrtingar, þvottaað- stöðu og þess háttar. Ferðamannastraumur hefur greinilega verið vaxandi um þorp- ið, og þeim fjölgar verulega, sem á og eyða hér tíma til að skoða það, sem markvert þykir. Hofsósi á þorra 1987. Úr saumastofu. Nokkrar saumakonur meö nýsaumaðan þjóðfána. Ljósm. Mbl. 56 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.