Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 46
ERLEND SAMSKIPTI Óskar Þór Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi, Ólafsfiröi. Norrænt vinabæjamót í Ólafsfirði 10. - 13. júlí 1986 Dagana 10. - 13. júlí í sumar héldu Ólafsfirðingar sitt fyrsta vinabæjamót eftir að hafa verið þátttakendur í vinabæjakeðjunni Horten í Noregi, Hilleröd í Dan- mörku, Lovisa í Finnlandi og Karlskrona í Svíþjóð síðan árið 1977 og sótt vinabæjamót í öllum löndunum. Undirbúningur móts- ins hófst frá og með síðasta móti í Horten árið 1984, og hafði þriggja manna nefnd kjörinna bæjarfull- trúa forystu ásamt fulltrúum fé- lagasamtaka og stofnana, sem virk eru í samstarfinu. Á annað hundrað gesta frá fjórum Norðurlandanna sóttu mótið, þar af um 30 unglingar ásamt fararstjórum. Unglingarnir komu fyrst og fremst til þess að keppa í íþróttum, svo sem sundi, tennis og hestaíþróttum, og dvöldust þeir i gagnfræðaskólan- um. Um tuttugu manns dvöldust á hóteli staðarins, en flestir dvöldust í heimahúsum, og voru engin vandræði að koma fólki fyrir; þvert á móti, því færri fengu gesti en vildu. Fjölmargir gestanna voru gamlir og góðir kunningjar, sem heimamenn höfðu margoft hitt á ferðum sínum til hinna vinabæj- anna. Ólafsfirðingar tóku á móti gest- unum á Akureyrarflugvelli að kvöldi fimmtudags, og þá var veður að ganga niður eftir norðan- átt, og byrgði þoka sýn, er ekið var út með Eyjafirði og fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Allt stóð þetta til bóta. Eftir norræna guðsþjónustu í bítið morguninn eftir var haldið í mið- bæinn, að tjörninni, þar sem vina- bæjamótið var formlega sett. Var þá sem tjald væri dregið frá sviði, þokunni létti snarlega, sólin tók að skína í sunnan andvara. Þannig lék veðrið við okkur það sem eftir var mótsins með 20-23 stiga hita dag hvern. Slíkir dagar voru að vísu margir sl. sumar, en við hrósuðum happi, ekki sízt þegar þess er gætt, að leiðindaveður var bæði helgina fyrir og eftir mótið. Gestir höfðu á orði, að líklega hefðu þeir ekki fengið hlýrra veður á vina- bæjamóti en þeir fengu hér, og kom það skemmtilega á óvart. Dagskrá mótsins var fjölbreytt. Fyrsta daginn var ferðazt um Skagafjörð, m.a. komið að Glaum- bæ og að Hólum í Hjaltadal í ein- munablíðu eins og hún gerist bezt. Um kvöldið buðu félög og stofnanir gestum sínum til kvöld- fagnaða á ýmsum stöðum í bæn- um, úti og inni. Þar skiptust menn á gjöfum og kveðjum fram eftir kvöldi, en héldu að þvi loknu út í Ólafsfjarðarmúla til þess að njóta miðnætursólarinnar, sem sýndi sínar beztu hliðar þar og í firðin- um, þegar leið á nóttina. Jafnvel heimamönnum þótti hún sýna sitt fegursta í meira mæli en þeir hafa áður reynt og útsýni langt norður fyrir heimskautsbaug. Á laugar- dagsmorgun var keppt í íþróttum, því næst farin skoðunarferð um kaupstaðinn og sveitina. Síðdegis bauðst gestunum að fara út á fjörð í veiðiferð, og var það vinsælast. Aðrir stunduðu tennis og golf eða Vinabæjamótid sett vid félagsheimilió Tjamarborg. Ljósm. Þórir Jónsson. 92 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.