Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Blaðsíða 50
ERLEND SAMSKIPTI Menningarmál í strjálbýli Menningarmálaráö Evrópuráös- ins og sveitarstjórnarþing þess, sem sambandið á aöild að, efna til ráöstefnu um menningarmál í strjálbýli í Flórens á Ítalíu 14.-16. maí. Menningar- og félagsmála- nefnd sveitarstjórnarþingsins, sem sambandiö á fulltrúa í, hefur um skeið gert úttekt á ýmsum þáttum menningarmála í héruöum Evrópu. Verða niðurstööur hennar ræddar í sex umræðuhópum á ráðstefnunni. Þeir munu m.a. ræöa hlutverk héraösstjórna í framkvæmd menningarmála- stefnu, afskipti sveitarfélaga af menningarmálum, þátt menning- armála í framkvæmd byggöa- stefnu, fjölmiðlun á héraösgrund- velli, þar á meðal hljóövarp, sjón- varp og blaðaútgáfu í einstökum landshlutum. Loks verður rætt um fjárhagsgrundvöll menningarstarf- semi í héruðum og evrópska sam- vinnu á því sviði. Umræður í vinnuhópum og á ráðstefnum Evrópuráðsríkjanna fara m.a. fram á ensku. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu sambandsins. Evrópuráöstefna um byggöaáætlanir Sveitarstjórnarþing Evrópu- ráðsins efnir til ráðstefnu um gerð byggðaáætlana í bænum Valensíu á Spáni 28. - 30. apríl. Ráðstefnan er einkum ætluð þeim, sem vinna að gerð byggðaáætlana og mótun byggðastefnu. Kynnt verða ný- mæli og nýir áherzluþættir í starfi hinna einstöku Evrópuráðsríkja og ræddur þáttur sveitar- og héraðs- stjórna í mörkun og framkvæmd byggðastefnu. VMISLEGT Reglugerö um endurskoöun [ 87. gr. sveitarstjórnarlaganna er gert ráð fyrir því, að félagsmála- ráðherra setji með reglugerð nán- ari ákvæði heldur en þar er að finna um endurskoðun hjá sveitar- félögum og um verksvið skoð- unarmanna. Á fundi stjórnar sam- bandsins hinn 23. janúar lá fyrir beiðni ráðuneytisins um, að sam- bandið tilnefndi fulltrúa í nefnd til þess að gera tillögu að slíkri reglugerð. Ákvað stjórnin að fara þess á leit við Einar inga Hall- dórsson, fv. bæjarstjóra í Hafnar- firði, að hann tæki sæti í slíkri nefnd af hálfu sambandsins, og hefur hann orðið við þeim til- mælum. Reglugerö um bók- hald í undirbúningi Stjórn sambandsins hefur á fundi nýlega tilnefnt Óskar G. Óskarsson, borgarbókara hjá Reykjavíkurborg, í nefnd, sem félagsmálaráðuneytið er að setja á stofn til þess að gera tillögu að reglugerð um bókhald sveitarfé- laga og ársreikninga þeirra, skv. 81. gr. sveitarstjórnarlaganna. í vænt- anlegri reglugerð á m.a. að kveða á um reglur um gjaldfærslu fjár- festingar sveitarfélaganna. FRESTIR Frestir vegna alþingiskosninganna 25. apríl 6. apríl Frestur til þess að afhenda sveitarstjórn kæru vegna kjörskrár Alþingiskosninganna 25. apríl rennur út 6. apríl. 9. apríl Kjörskrá vegna þingkosning- anna skal liggja frammi til 9. apríl. 13. apríl Sveitarstjórn skal skera úr að- finnslum við kjörskrána á fundi eigi síðar en mánudaginn 13. apríl. Er þetta allt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 2, 5. marz 1987 um breytingar á lögum nr. 52/1959 um kosningar til Al- þingis. Rétt er að vekja athygli sveitar- stjórna á því, a) að á kjörskrá við alþingiskosn- ingar skulu einungis vera nöfn þeirra kjósenda, sem áttu lög- heimili í sveitarfélaginu hinn 1. desember 1986, sbr. 15. gr., 1. tl. I. nr. 52/1959. b) að sveitarstjórnarmenn skulu undirrita leiðrétta kjörskrá, þegar kjörskrárkærur hafa verið afgreiddar, sbr. 21. gr. 2. mgr. I. nr. 52/1959. c) að sveitarstjórnir kjósa kjör- stjórnir vegna alþingiskosninga til eins árs. I hverri kjörstjórn eiga sæti þrír menn. Hrepp- stjórar eru þó sjálfkjörnir for- menn kjörstjórnar í þeim hreppum, sem þeir eru búsettir í. Er þetta samkvæmt 10 gr. laga nr. 52/1959. 96 SVEITARSTJÓRNARMÁl

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.