Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 24
HÚSNÆÐISMÁL í ungum hverfum er því líklega sá, hve auðvelt er að manna þau. Al- mennt séð er líklega mikilvægast að rífa fólk ekki um of úr sínu um- hverfi. Nálægð við athafnastarf- semi og þjónustu er mikilvægari en kyrrð einangrunarinnar á „fögrum stað“. Umdeilanlegt er, hvað er við hæfi, að íbúðir, sem byggðar eru á vegum hins opinbera fyrir aldrað fólk, séu stórar. Áhrif hefur, hve mikil þjónusta er veitt á staðnum. Þar sem öll þjónusta er veitt, m.a. matur í öll mál, eins og í Seljahlíð, eru að mínu mati 25-30 fm auk geymslu góð stærð fyrir einstakl- ing, en um 45-50 fm fyrir hjón. Ef íbúarnir þurfa að sjá meira um sig sjálfir, eldun og þ.h., þarf væntan- lega 35-40 fm fyrir einstakling og um 55-60 fm fyrir hjón. Aukið rými getur verið til bóta í mörgum tilfell- um. T.d. til þess að geta sinnt ein- hverju sérstöku áhugamáli eða grúski. Aukinni stærð fylgir þó aukinn byggingarkostnaður og einnig reksturskostnaður, sem hafa ber í huga. Þjónusta vistheimila er nú víð- ast orðin með svipuðum hætti. Umhugsunarvert er, að bygging slíkra þjónustumiðstöðva er alldýr og spurning, hve stórar eða litlar einingar er hagkvæmt að reka. Áhugavert væri að gera tilraun með að opna slíkan rekstur þann- ig, að hann væri opinn fyrir fleiri en aldrað fólk, e.t.v. alla, og rekinn af sjálfstæðum aðila fyrir eigin reikning. Gera má ráð fyrir, að reksturinn yrði hagkvæmari en ella, og það, sem mikið er um vert, að líf mundi skapast umhverfis starfsemina, sem mundi draga að nokkru úr einangrun vistmanna. Sveitarfélagið mundi með sér- stökum samningi tryggja vist- mönnum beztu kjör. Ég sé fyrir mér, að með slíkri fjölnýtingu verði íbúum næsta umhverfis eða byggðarlags boðin þjónusta, sem ella væri ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi. Hárgreiðslustofa. umræður. Til gamans læt ég nokkrar af þeim fylgja hér með. Alltaf verða nokkrar umræður um, hvar heppilegast sé að reisa slíkar byggingar. i Reykjavík hefur umræðan snúizt um, hvort heppi- legra sé að byggja í.gömlu hverf- unum, þar sem gamla fólkið býr nú, eða í nýju hverfunum. Hvort tveggja hefur sína kosti. Kostur við að byggja í nýju hverfi eins og Seljahlíð er m.a., að börnin og barnabörnin búa í nýju hverfunum. Þá verður að gera ráð fyrir, að ald- ursdreifing breytist smám saman, þannig að þegar frá líður, verður einnig gamalt fólk í nýjum hverf- um. Mjög auðvelt hefur reynzt að fá fólk til starfa í Seljahlíð. Stærsti kosturinn við að byggja slík heimili Útbrotagluggi og franskar svalir i ibúð vistheimilisins. Gunnar G. Vigfússon tók myndirnar með greininni. 70 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.