Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 42
ATVINNUMÁL Einar Tjörvi Elíasson, verkfrædingur, og Hákon Aóal- steinsson, líffræöingur, Orkustofnun Rannsóknarverkefni Orkustofnunar á sviði fiskeldis Á undanförnum árum hafa um- svif í fiskeldi aukizt hrööum skref- um hérlendis. Aðstæður til fisk- eldis í hinum ýmsu landshlutum hafa lítið verið kannaðar. [ fjárlaga- tillögum fyrir árið 1987 lagði Orku- stofnun fram tillögur að þremur rannsóknarverkefnum, sem tengj- ast öflun upplýsinga fyrir fiskeldi. Einar Tjörvi Eliasson, verkfrædingur Verkefni þessi er áformað að vinna á næstu tveim til þrem árum. Lagt var til, að fjármögnun þeirra verði sameiginleg stofnuninni, sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í héraði. Hvaö þarf til fiskeldis? Fiskeldi skiptist í þrjá megináfanga í samræmi við þroskaferli fiskanna; klak, seiðaeldi og frameldi. Til seiðaeldis þarf mikið magn af hreinu vatni. Hreint, ómengað vatn er helzt að fá úr grunnvatni, sem síað er í gegnum jarðlög í borholur eða brunna. Lax vex hraðast við 10-14°C, og er upphitun með jarðhita því fýsileg. Staðarval seiðaeldisstöðva er því hagkvæmust, þar sem saman fara mikið og gott grunnvatn og jarð- hiti. Hákon Aðalsteinsson, liffræðingur Frameldi, sem er eldi fisks frá seiðisstærð í matfisk, 2-4 kg að þyngd, fer fram i söltu vatni. Hag- kvæmast mun vera að ala fiskinn í netbúrum í sjó, en nauðsynleg sjávarskilyrði eru mjög óviða fyrir hendi hérlendis, og frameldi verð- ur því að fara fram í landþróm. Eldi í landþróm þarfnast hreins salts vatns, sem heppilegast er að ná síuðu úr borholum til varnar sýk- ingar og mengunar og vegna að- stæðna (brim- og hafíshættu) við strendur landsins. Til Orkustofnunar eru oft sótt Niðurdæling á röri i sand i Öxarfirði. Slanga er tengd á enda rörsins, og þegar þvi hefur verið tyllt upp á endann, er vatni dælt á, og sigur þá rörið niður undan eigin þunga. Ljósm. Oddur Sigurðsson. ráð varðandi öflun allra framan- greindra náttúruþátta. Verður hún áþreifanlega vör við óvissu hags- munaaðila um, hvar hin nátturu- legu skilyrði til að reisa fiskeldis- stöðvar er að finna. Skortur þekk- ingar á þessum atriðum náttúru- fars landsins kemur þannig í Ijós sem og þörf rannsókna. Fiskeldi - framtíöaratvinnugrein? Miklu máli skiptir, að traustra upplýsinga um náttúruskilyrði sé aflað, áður en lagt er út í stórfellda fjárfestingu i fiskeldisstöðvum. Frá sjónarhóli Orkustofnunar er einnig um það að ræða að koma til móts við nýjan markað fyrir jarð- hita. Slík könnun á nýjum nýt- ingarmöguleikum íslenzkra orku- linda er eitt af hlutverkum Orku- stofnunar og því eðlilegt, að hún leggi fram nokkuð af fjárveitingu sinni. En frá sjónarmiði þjóðar- 88 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.